Fleiri fréttir

Sigurjón Brink jarðsunginn í dag

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink verður jarðsunginn í Grafarvogskirkju klukkan þrjú í dag. Sigurjón, sem var 36 ára gamall, lést 17. janúar en banamein hans var heilablóðfall.

Ögmundur: „Allt á að þola ljósið. Allt!“

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir eðlilegt að beina sjónum að þremur aðilum þegar kemur að ábyrgð vegna kosninga til stjórnlagaþings sem hefur verið úrskurðuð ógild. Fyrstan nefnir Ögmundur þar sjálfan Hæstarétt sem dæmdi í málinu, þá löggjafarvaldið og loks framkvæmdaaðilana.

Leiðrétting: Fyrirlestur Habeler var í gær

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að fyrirlestur Peter Habeler, sem fyrstur kleif Everest fjall án súrefnis, verði haldinn í kvöld. Fyrirlesturinn fór hinsvegar fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir. Blaðið biður lesendur velvirðingar á þessum mistökum.

Skorar á Ögmund að leysa mál Jóels litla

Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi íslenska stjórnsýslu harðlega á þingi í dag í máli Jóels Færseth, sem fæddist á Indlandi með aðstoð staðgöngumóður og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir jól. Drengurinn er enn á Indlandi ásamt foreldrum sínum því hann hefur ekki fengið vegabréf. Sigurður Kári spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra hvernig stæði á því að vegabréfið hafi enn ekki verið gefið út. Hann sagðist ætlast til þess að ráðuneytin og stjórnsýslan virði vilja Alþingis og gefi vegabréfið út nú þegar, enda hefðu indversk stjórnvöld ekki gert kröfu um að drengurinn yrði áfram í landinu.

Elva Dögg fær loksins að fara í aðgerð vegna Tourette

Elva Dögg Gunnarsdóttir, sem er illa haldin af Tourette-heilkenni, hefur fengið þau skilaboð frá lækni sínum að hún komist í aðgerð í apríl, að öllum líkindum fyrir páska. „Ég er voðalega ánægð en ég er samt skeptísk á þetta. Ég er hrædd við að þetta sé ekki raunverulegt," segir Elva Dögg. Hún tekur fréttunum með ákveðnum fyrirvara og segir það bestu leiðina til að brynja sig fyrir mögulegum vonbrigðum ef hlutirnir ganga ekki eftir eins og búist er við. „Ég þori ekki alveg að treysta á þetta," segir hún.

Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans

„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.

Brutust inn í ljósmyndaverslun

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir voru að reyna að brjotast inn í ljósmyndavöruverslun við Strandgötu í Hafnarfirði.

Jón sagði já en meinti nei

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði mistök þegar atkvæði voru greidd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing aðfaranótt 16. júní síðastliðið sumar. Jón var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með málinu. Óli Björn Kárason sagði nei en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá eða voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna.

Lögreglumenn runnu á lyktina

Lögreglumenn á eftirlitsför fundu í nótt bruggþef leggja frá íbúðarhúsi í miðborginni og við nánari athugun sáu þeir bruggtæki inn um glugga í húsinu.

Getur ekki rannsakað mál án kæru frá FME

Hvað ræður því hvenær sérstakur saksóknari tekur mál til rannsóknar? Embætti sérstaks saksóknara er óheimilt að hefja að eigin frumkvæði rannsókn á meintum brotum á lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti. Í þeim lögum er meðal annars kveðið á um innherjasvik og markaðsmisnotkun, sem mikið hefur kveðið að í rannsóknum embættisins. Brot á þessum lögum „sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármála­eftirlitsins,“ eins og það er orðað í lögunum.

Verðbólga ekki minni síðan 2004

Verðbólga hjaðnaði um 0,9 prósent í janúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Tólf mánaða verðbólga hefur því farið úr 2,5 prósentum í 1,8 prósent.

Elsta vetrarbraut sem sést hefur í heiminum?

Hópur stjarnvísindamanna telur sig hafa fundið elstu og fjarlægustu vetrarbraut sem sést hefur í alheiminum hingað til. Samkvæmt frétt á störnufræðivefnum segir að ljósið hafi lagt af stað til jarðarinnar fyrir 13,2 milljörðum ára, eða þegar alheimurinn var aðeins um 500 milljón ára gamall.

Féll þrjá metra úr stiga

Maður á fimmtugsaldri slasaðist á höfði um tvöleytið í dag. Hann var að vinna við lofklæðningu í gunnskólanum í Reykholti þegar slysið varð. Hann féll um þrjá metra úr stiga og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavík þar sem hann fer í rannsóknir.

Margt bendi til að pólitík hafi ráðið

Stjórnlagaþingsfulltrúi segir að hæstiréttur hafi gengið of langt með því að ógilda kosningarnar. Margt bendi til að pólítik hafi ráðið því að framkvæmd kosninganna var kærð.

Fimmtán hundruð bíða greiðsluaðlögunnar

Fimmtán hundruð manns bíða nú eftir því komast í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Fjöldi mála hefur nær tvöfaldast á fjórum mánuðum og biðtíminn hefur verið átta mánuðir.

Ef um svindl væri að ræða ætti einhver að axla ábyrgð

Innanríkisráðherra segir stjórnarmeirihlutann staðráðinn í að stjórnlagaþing verði haldið og kjósa þurfi aftur til þess. Hann segir engan hafa gert athugasemdir við frumvarp um framkvæmd kosninganna, heldur hafi menn deilt um hvort yfirleitt ætti að boða til stjórnlagaþings.

Auknar heimildir til loðnuveiða

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða. Aukningin nemur alls 125 þúsund tonnum, segir á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

Fundur landskjörstjórnar hafinn

Fundur landskjörstjórnar hófst klukkan fimm í dag. Stjórnin ætlar að ráða ráðum sínum eftir tíðindi gærdagsins þegar að Hæstiréttur úrskurðaði að kosningin til stjórnlagaþings væri ógild.

Íslendingar flykkjast til Tælands

Í gögnum íslensku flugleitarinnar Dohop kemur fram að Tæland var vinsælasti áfangastaður Íslendinga frá því síðasta sumar og hélt sætinu í allt haust.

ASÍ hættir öllum þreifingum við SA

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með þá stöðu sem upp er komin í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Í ályktun miðstjórnar segir að samningsaðilar hafi á undanförnum vikum kannað forsendur fyrir því að samið verði til allt að þriggja ára á grundvelli samræmdrar launastefnu og aðgerðaáætlunar í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. „Allt benti til þess að hægt væri að ná breiðri samstöðu um slíka leið. Nú hafa Samtök atvinnulífsins lýst því yfir að samtökin muni taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld til að knýja fram að væntanlegar breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni verði þóknanlegar LÍÚ.“

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi Icesave frumvarpið út úr nefndinni í morgun. Málið fer nú til annarar umræðu í þinginu. Fulltrúar minnihlutans í fjárlaganefnd, þeir Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokki og Þór Saari, Hreyfingunni greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins. Reiknað er með að Alþingi taki málið fyrir í annarri umferð í næstu viku.

Fréttaskýring: Hvað vilja atvinnurekendur?

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki verði hvikað frá kröfu um „sátt í sjávarútvegsmálum" í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Magnús Geir í stjórn Ríkisútvarpsins

Alþingi kaus í dag í stjórn Ríkisútvarpsins til eins árs. Ein breyting var gerð á fyrri stjórn og hún er sú að Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri sest í stjórnina í stað Kristínar Edwald. Aðrir aðalmenn í stjórninni eru Margrét Frímannsdóttir, Svanhildur Kaaber, Ari Skúlason og Magnús Stefánsson.

Breiðavíkursamtökin verða Samtök vistheimilabarna

Breiðavíkursamtökin hafa breytt um nafn og heita nú Samtök vistheimilabarna. Þetta var samþykkt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Nafnabreytingin er hugsuð sem liður í frekari útvíkkun samtakanna, en reynslan þykir hafa sýnt að það hefur hamlað vexti samtakanna að kenna þau við eitt vistheimilanna umfram önnur.

Á sex hjólum á Suðurpól

Íslendingar frá Arctic Trucks voru fengnir til að fylgja eftir Hermann Maier og fleiri skíðagörpum sem kepptu í ofurkeppni á Suðurskautslandinu. Ferðin tók mánuð og óku þeir 6x6 Hiluxbílum sem eru nýjasta afurð fyrirtækisins.

Uppsagnir hjá Kópavogsbæ - 70 milljónir sparast á ársgrundvelli

Töluverðar skipulagsbreytingar hjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar voru samþykktar á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld en í nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir því að talsverðum sparnaði verði náð með skipulagsbreytingum og hagræðingu í stofnunum og yfirstjórn bæjarins. Fækkað er um ellefu störf innan stjórnsýslunnar og munu tólf einstaklingar fá uppsagnarbréf þar sem í sumum tilfellum var um hlutastörf að ræða. Á meðal þess sem lagt er niður er starf sviðstjóra menningarsviðs, en Guðrún Pálsdóttir gegndi því starfi áður en hún var ráðin bæjarstjóri.

Námi við lögregluskólann frestað

Námi við grunnámsdeild Lögregluskóla ríkisins, sem hefjast átti um næstu mánaðarmót hefur verið frestað. Tuttugu nýnemar höfðu verið valdir til að hefja nám við grunnámsdeild skólans en forsenda þess að nám geti hafist er að áður verði búið að gera breytingar á lögreglulögum og kjarasamningi lögreglumanna varðandi launagreiðslur til nemenda í grunnnámi skólans.

Fulltrúi á stjórnlagaþingi: Ólétt og atvinnulaus

Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði. Hún eyddi sparifénu í kosningabaráttuna, tók sér frí frá námi og situr nú ólétt heima. Hún íhugar að leita réttar síns og vonar að einhver grípi inn í.

Loðnuverkfall samþykkt

Verkfall var samþykkt hjá starfsmönnum loðnuvinnslustöðva á Austurlandi með yfirgnæfandi meirihluta.

Telja atkvæði um verkfallsboðun

Trúnaðarmenn starfsmanna í loðnuvinnslu sitja nú við að telja atkvæði um hvort boðað skuli til verkfalls sem myndi þá hefjast í byrjun febrúar, verði það samþykkt.

Uppnám hjá starfsmönnum

„Það er alveg óráðið hver okkar verkefni verða næstu dagana,“ segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagsþingsins. Hann hefur starfað að undirbúningi þingsins síðan í ágúst. Nú vinna fimm manns fyrir þingið og eru störf þeirra í uppnámi.

Landskjörstjórn fundar síðar í dag

Landskjörstjórn ætlar að hittast á fundi klukkan fimm í dag til þess að ráða ráðum sínum eftir tíðindi gærdagsins þegar Hæstiréttur ákvarðaði að kosning til stjórnlagaþings skyldi ógildast. Undirbúningur og framkvæmd kosningarinnar sem Hæstiréttur ógilti var í höndum landskjörstjórnar og er formaður hennar Ástráður Haraldsson. Hann hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Hæstaréttar og mun ekki gera það fyrr en landskjörstjórn hefur fundað.

Telur samtalið skipta miklu máli

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósammála því mati Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar, að samtal seðlabankastjóra Íslands og Bretlands haustið 2008 breyti engu um stöðu Icesave-málsins.

Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun

Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings.

Eldur í gróðurhúsi - óttast um tómatauppskeru

Eldur kviknaði í rafmagnstöflu í gróðurhúsum að bænum Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð um klukkan sex í morgun. Slökkviliðið á Laugarvatni var kallað á vettvang en þegar það kom höfðu heimamenn náð að slá á eldinn.

Hljóp með stolnar matvörur í fangið á lögreglunni

Mörg lögbrot hlóðust í einu vettvangi upp í fangið á lögreglunni á Selfossi í gær þegar hún ætlaði að hafa afskipti af konu á bíl fyrir utan verslun Krónunnar, vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Sjá næstu 50 fréttir