ASÍ hættir öllum þreifingum við SA 26. janúar 2011 16:10 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með þá stöðu sem upp er komin í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Í ályktun miðstjórnar segir að samningsaðilar hafi á undanförnum vikum kannað forsendur fyrir því að samið verði til allt að þriggja ára á grundvelli samræmdrar launastefnu og aðgerðaáætlunar í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. „Allt benti til þess að hægt væri að ná breiðri samstöðu um slíka leið. Nú hafa Samtök atvinnulífsins lýst því yfir að samtökin muni taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld til að knýja fram að væntanlegar breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni verði þóknanlegar LÍÚ." Þetta segir ASÍ að sé með öllu óásættanlegt. „Alþýðusambandið getur ekki og mun ekki láta atvinnurekendur taka kjarasamningaviðræður í gíslingu til að verja sérhagsmuni útgerðarmanna." Hætta öllum þreifingum við SA „Því hefur samninganefnd ASÍ ákveðið að hætta öllum þreifingum við Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamnings á fyrrgreindum forsendum. Miðstjórn ASÍ hvetur aðildarfélög sín til þess að hraða vinnu við gerð kjarasamninga á grundvelli þeirrar kröfugerðar sem þau hafa lagt fram við atvinnurekendur. Jafnframt áréttar ASÍ kröfuna um að velferðarráðherra leggi þegar fram neysluviðmið sem hann hefur boðað," segir ennfremur. Þá átelur miðstjórnin Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir að láta þrönga sérhagsmuni fámenns hóps útgerðarmanna ráða afstöðu sinni, í stað þess að horfa til hagsmuna þorra fyrirtækja og alls launafólks. „Að sama skapi er það mat miðstjórnar ASÍ að það sé algerlega óásættanlegt að atvinnurekendur dragi úr hömlu að ljúka kjarasamningum. Í ljósi þeirra miklu óvissu sem ríkir í íslensku efnahags- og atvinnulífi telur miðstjórnin flest rök hníga að því að gera kjarasamninga til skamms tíma." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með þá stöðu sem upp er komin í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Í ályktun miðstjórnar segir að samningsaðilar hafi á undanförnum vikum kannað forsendur fyrir því að samið verði til allt að þriggja ára á grundvelli samræmdrar launastefnu og aðgerðaáætlunar í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. „Allt benti til þess að hægt væri að ná breiðri samstöðu um slíka leið. Nú hafa Samtök atvinnulífsins lýst því yfir að samtökin muni taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld til að knýja fram að væntanlegar breytingar á fiskveiðistjórnarlöggjöfinni verði þóknanlegar LÍÚ." Þetta segir ASÍ að sé með öllu óásættanlegt. „Alþýðusambandið getur ekki og mun ekki láta atvinnurekendur taka kjarasamningaviðræður í gíslingu til að verja sérhagsmuni útgerðarmanna." Hætta öllum þreifingum við SA „Því hefur samninganefnd ASÍ ákveðið að hætta öllum þreifingum við Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamnings á fyrrgreindum forsendum. Miðstjórn ASÍ hvetur aðildarfélög sín til þess að hraða vinnu við gerð kjarasamninga á grundvelli þeirrar kröfugerðar sem þau hafa lagt fram við atvinnurekendur. Jafnframt áréttar ASÍ kröfuna um að velferðarráðherra leggi þegar fram neysluviðmið sem hann hefur boðað," segir ennfremur. Þá átelur miðstjórnin Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir að láta þrönga sérhagsmuni fámenns hóps útgerðarmanna ráða afstöðu sinni, í stað þess að horfa til hagsmuna þorra fyrirtækja og alls launafólks. „Að sama skapi er það mat miðstjórnar ASÍ að það sé algerlega óásættanlegt að atvinnurekendur dragi úr hömlu að ljúka kjarasamningum. Í ljósi þeirra miklu óvissu sem ríkir í íslensku efnahags- og atvinnulífi telur miðstjórnin flest rök hníga að því að gera kjarasamninga til skamms tíma."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira