Séra Örn biðst fyrirgefningar - vissi ekki að drengurinn væri ólögráða 26. janúar 2011 13:09 Örn Bárður Jónsson. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“ Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis frá því í gær þar sem greint var frá samskiptum hans og fimmtán ára gamals drengs. Séra Örn svaraði pósti frá drengnum með því að senda honum símanúmerið á Bráðamóttöku geðdeildar Landsspítalans. Hann segist ekki hafa vitað að hann væri í samskiptum við ólögráða einstakling og komst hann ekki að því fyrr en eftir á. „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi," segir Örn Bárður meðal annars í yfirlýsingunni sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing frá Erni Bárði Jónssyni: „Í samskiptum mínum við öfgatrúaða guðleysingja á vefnum hef ég ekki stundað rannsóknir á aldri þeirra sem þar birta ofsafengin, yfirdrifin og oft á tíðum tryllt viðbrögð við málflutningi mínum og annarra presta. Netverji, sem ekki í fyrsta sinn, sendi mér athugasemdir sínar, hafði nú látið fylgja lista yfir hundruð kvilla og þar með margar geðraskanir - samtals 569 orð yfir sjúkdóma! Slík viðbrögð mætti, meira að segja í mikilli hógværð, kalla ofgnótt (e. overkill) eða fáránleg (e. absúrd). Við fyrstu sýn hélt ég að þetta væru lýsingar sem hann ætlaði sjálfum mér. Gegn slíkri rökleysu dugar stundum ekkert nema absúrd svar. Ég brá á það ráð að í stað þess að munnhöggvast við hann að senda honum einfaldlega upplýsingar af vefsíðunni já.is með símanúmerum Bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Í skeyti mínu var ekkert annað en úrklippa úr já.is, engin ummæli, ekki stakt orð. Þetta var auðvitað eins og hvert annað stílbragð í rökræðum, að koma með eitthvað, sem bendir mönnum á að framkoman sé nú komin út yfir allan þjófabálk. Í kjölfarið sendi ég honum svo póst og bauð honum að hitta mig og að hann mætti nefna stað og stund því ég vil gjarnan hitta fólk augliti til auglitis sem setur mál sitt fram með jafn öfgafullum hætti. Hann sagðist þá búa utan Reykjavíkur. Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar og fyrirgefningar á að hafa ekki gengið úr skugga um að viðmælandi minn á vefnum væri lögráða og þar með myndugur viðmælandi.“
Tengdar fréttir Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. 25. janúar 2011 21:15