Á sex hjólum á Suðurpól 26. janúar 2011 14:45 Aron Reynisson, Gísli Jónsson og Guðmundur Guðjónsson frá Arctic Trucks fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Arctic Trucks hefur farið æ meira út í meiri háttar breytingar á bílum. Nýjasta afurðin er sex hjóla Hilux sérsmíðaður til notkunar á pólsvæðunum. Tveir slíkir voru fluttir til Suðurskautslandsins í lok nóvember. Gísli Jónsson er nýkominn heim frá pólnum. „Við smíðuðum tvo sex hjóla bíla og tvo fjögurra hjóla fyrir fyrirtæki sem heitir Extreme World Races. Það stendur fyrir ýmis konar ofurkeppnum og fór ein þeirra fram í lok nóvember," segir Gísli sem hélt utan 25. nóvember. „Þetta var gönguskíðakeppni milli þýsks og austurrísks liðs og voru í liðunum frægir menn á borð við austurríska skíðagarpinn Hermann Maier og þýska sjónvarpsmanninn Marcus Lanz," útskýrir Gísli en úrslitin má hann ekki ræða enda verið að búa til sjónvarpsþætti um keppnina. "Við Íslendingarnir sáum um leiðavalið og undirbúningsvinnu við bíla og farartæki og fylgdum keppendum eftir á vel útbúnum bílunum," segir Gísli sem sneri heim þann 15. janúar. Að sögn Gísla eru Arctic Trucks að fara æ meira út í meiri háttar breytingar og smíði á bílum. "Þessir sex hjóla bílar eru í raun að stærstum hluta Arctic Trucks-bílar byggðir á grunni Toyotu Hilux," útskýrir hann en bílarnir eru sérhannaðir til notkunar á pólsvæðunum. "Sexhjólabíllinn gefur okkur meiri burð sem er mjög mikilvægur eiginleiki á pólnum. Vegalengdirnar eru gríðarlegar og mikið eldsneyti og farangur sem þarf að flytja," segir Gísli. Eiginþyngd bílanna er 2,6 tonn en hægt er að lesta þá í kringum 3 til 3,5 tonn. Bílarnir frá Arctic Trucks hafa vakið mikla athygli enda bjóða þeir upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður. "Við fórum yfir hásléttu Suðurskautslandsins frá Novo, á pólinn, og til baka, alls 5.000 km, á tíu dögum. Meðaleyðsla á eldsneyti var 45 lítrar á hundraðið sem er nánast óþekkt á þessu svæði enda eyða snjóbílar um 250 til 500 lítrum á hundraðið," segir Gísli og bendir á að bílarnir séu þannig mun umhverfisvænni kostur en önnur farartæki. Bílarnir fjórir verða áfram á Suðurskautslandinu. en þeir eru nú eigu rússnesks fyrirtækis, ALCI, sem sér um flug frá Höfðaborg til Novo . "Við sjáum hins vegar um allt viðhald á bílunum og sköffum bílstjóra," segir Gísli en aðeins er hægt að vera með svona starfsemi á Suðurskautslandinu í þrjá mánuði á ári, frá nóvember og fram í janúar. "Hina mánuðina er allt of kalt." Hann segir augu manna að opnast fyrir kostum bílanna frá Arctic Trucks. "Suðurskautsheimurinn er lítill og öruggt að allir sem koma að honum vita af okkur," segir hann. Fjórir til sex bílar eru í farvatninu og verða fluttir á pólinn á næsta og þarnæsta ári og því nóg um að vera hjá Arctic Trucks á næstunni. solveig@frettabladid.is Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Arctic Trucks hefur farið æ meira út í meiri háttar breytingar á bílum. Nýjasta afurðin er sex hjóla Hilux sérsmíðaður til notkunar á pólsvæðunum. Tveir slíkir voru fluttir til Suðurskautslandsins í lok nóvember. Gísli Jónsson er nýkominn heim frá pólnum. „Við smíðuðum tvo sex hjóla bíla og tvo fjögurra hjóla fyrir fyrirtæki sem heitir Extreme World Races. Það stendur fyrir ýmis konar ofurkeppnum og fór ein þeirra fram í lok nóvember," segir Gísli sem hélt utan 25. nóvember. „Þetta var gönguskíðakeppni milli þýsks og austurrísks liðs og voru í liðunum frægir menn á borð við austurríska skíðagarpinn Hermann Maier og þýska sjónvarpsmanninn Marcus Lanz," útskýrir Gísli en úrslitin má hann ekki ræða enda verið að búa til sjónvarpsþætti um keppnina. "Við Íslendingarnir sáum um leiðavalið og undirbúningsvinnu við bíla og farartæki og fylgdum keppendum eftir á vel útbúnum bílunum," segir Gísli sem sneri heim þann 15. janúar. Að sögn Gísla eru Arctic Trucks að fara æ meira út í meiri háttar breytingar og smíði á bílum. "Þessir sex hjóla bílar eru í raun að stærstum hluta Arctic Trucks-bílar byggðir á grunni Toyotu Hilux," útskýrir hann en bílarnir eru sérhannaðir til notkunar á pólsvæðunum. "Sexhjólabíllinn gefur okkur meiri burð sem er mjög mikilvægur eiginleiki á pólnum. Vegalengdirnar eru gríðarlegar og mikið eldsneyti og farangur sem þarf að flytja," segir Gísli. Eiginþyngd bílanna er 2,6 tonn en hægt er að lesta þá í kringum 3 til 3,5 tonn. Bílarnir frá Arctic Trucks hafa vakið mikla athygli enda bjóða þeir upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður. "Við fórum yfir hásléttu Suðurskautslandsins frá Novo, á pólinn, og til baka, alls 5.000 km, á tíu dögum. Meðaleyðsla á eldsneyti var 45 lítrar á hundraðið sem er nánast óþekkt á þessu svæði enda eyða snjóbílar um 250 til 500 lítrum á hundraðið," segir Gísli og bendir á að bílarnir séu þannig mun umhverfisvænni kostur en önnur farartæki. Bílarnir fjórir verða áfram á Suðurskautslandinu. en þeir eru nú eigu rússnesks fyrirtækis, ALCI, sem sér um flug frá Höfðaborg til Novo . "Við sjáum hins vegar um allt viðhald á bílunum og sköffum bílstjóra," segir Gísli en aðeins er hægt að vera með svona starfsemi á Suðurskautslandinu í þrjá mánuði á ári, frá nóvember og fram í janúar. "Hina mánuðina er allt of kalt." Hann segir augu manna að opnast fyrir kostum bílanna frá Arctic Trucks. "Suðurskautsheimurinn er lítill og öruggt að allir sem koma að honum vita af okkur," segir hann. Fjórir til sex bílar eru í farvatninu og verða fluttir á pólinn á næsta og þarnæsta ári og því nóg um að vera hjá Arctic Trucks á næstunni. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira