Innlent

Stal tækjum fyrir þrjár milljónir og fær tvo mánuði á skilorði

Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö innbrot þar sem hann stal tölvum og flatskjám að verðmæti hartnær þriggja milljóna króna.

Fyrra innbrotið var framið á vélaverkstæði Heklu í júlí og þar stal maðurinn í félagi við annan, fimm tölvuturnum, tveimur fartölvum, átta tölvuskjám og vélhjólahjálmi, samtals að verðmæti 1,3 milljóna króna.

Í seinna innbrotinu, sem framið var sama kvöld í júlí, braust hann í félagi við sama mann, inn í verkstæði verslunarinnar Bræðurnir Ormsson og stal hann þar þremur flatskjám samtals að verðmæti 1,5 milljónir.

Maðurinn, sem á sakaferil sem nær aftur til ársins 1981, játaði skýlaust brot sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×