Fleiri fréttir Númeraðir kjörseðlar, lélegir kjörkassar og pappaskilrúm Þrír menn kærðu framkvæmd kosningarinnar og kröfðust ógildingar. Kærurnar voru sameinaðar fyrir Hæstarétti en þær snerust um framkvæmd kosningarinnar og talningu á kjörseðlum. 25.1.2011 18:47 Peter Habeler með fyrirlestur um háfjallagöngur Peter Habeler, einn frægasti fjallgöngumaður allra tíma, verður heiðursgestur og fyrirlesari á ráðstefnu 66°Norður og Félags Íslenskra Fjallalækna um háfjallagöngur sem verður haldin í Háskólabíói á morgun, miðvikudaginn 26. janúar kl. 20. 25.1.2011 21:30 Segir íhaldið hrætt við auðlindaákvæði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í lokaræðu sinni á Alþingi í kvöld að íhaldið væri „skíthrætt" við að komið yrði á ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindirnar eigi að vera í þjóðareign. Það væri dapurlegt að það hlakki í stjórnarandstöðunni vegna ákvörðun Hæstaréttar. 25.1.2011 20:05 Sveik rándýran páfagauk af Furðufuglum Nítján ára piltur hefur verið ákærður fyrir fjölmörg þjófnaðar- og fjársvikamál. Meðal annars er hann ákærður fyrir að hafa svikið út páfagauk, búr og fóður fyrir rúmlega hálfa milljón úr versluninni Furðufuglum. Gaukurinn er af sjaldgæfri tegund, svokallaður grænvængjaður arnpáfi, og með dýrari fuglum í heimi. Hann sveik pilturinn út á stolið greiðslukortanúmer í gegnum síma og nefndi hann Húgó. 25.1.2011 00:01 Gæsluvarðhaldi yfir raðþjófi staðfest Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 18 ára pilti sem stöðvaður var í bifreið fullri af þýfi þann 16. janúar síðastliðinn. Í rökstuðningi lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins hafi undið upp á sig og pilturinn sé grunaður um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. 25.1.2011 22:09 Símnotkun minnkar þegar landsliðið spilar Greina má umtalsverðan mun á símnotkun Íslendinga á meðan á leikjum íslenska landsliðsins stendur yfir. Tölur frá vodafone sýna að símnotkunin snarminnkar á meðan íslenska landsliðið er við leik. 25.1.2011 20:54 Vega upp minnkandi akstur með auknum álögum Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína um ríflega fjórar krónur á þessu ári miðað við meðalálagningu á síðasta ári. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir olíufélögin og ríkið reyna að bæta upp fyrir minni akstur með auknum álögum 25.1.2011 19:00 Nígerusvindl í sms formi Nígeríusvindlarar hafa náð tökum á SMS tækninni og sendu skilaboð á fjölmarga Íslendinga í nótt. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir slík skilaboð sífellt algengari og erfitt sé að fyrirbyggja þau. 25.1.2011 18:45 Mikil verðhjöðnun milli mánaða Greiningardeildir spá því einróma að mikil verðhjöðnun mælist milli mánaða. Ástæðan er einkum róttækar breytingar á því hvernig vísitalan er mæld, án þess að verðlag lækki raunverulega til samræmis. 25.1.2011 18:36 „Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25.1.2011 18:03 „Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25.1.2011 17:59 Stjórnlagaþingið er langhlaup Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp. 25.1.2011 17:56 Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. 25.1.2011 17:41 „Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. 25.1.2011 17:25 „Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur" Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á. 25.1.2011 17:23 Þingfundi frestað til klukkan fimm Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm. 25.1.2011 16:05 Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25.1.2011 16:05 Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“ „Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka. 25.1.2011 15:57 „Fyrstu viðbrögð vonbrigði“ „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. 25.1.2011 15:37 Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. 25.1.2011 15:10 Almenningur á rétt á að kynna sér símtalið „Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar, það eru ýmsir fleiri sem vilja það innan Fjárlaganefndar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, á Alþingi í dag. 25.1.2011 15:08 Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. 25.1.2011 14:48 Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur og keyrði síðan útaf Karl á fertugsaldri var tekinn fyrir hraðakstur á Miklubraut á laugardagskvöld en bíll hans mældist á 127 km hraða á þeim hluta vegarins þar sem er 80 km hámarkshraði. Í tilkynningu frá lögreglu segir að slíkt sé varla í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að sami maður var tekinn aftur rúmlega hálftíma síðar á 123 kílómetra hraða. Þá gaf hann þá afsökun að hann væri að flýta sér í bíó, að sögn lögreglu. 25.1.2011 14:46 Uppsagnirnar óhjákvæmilegar Eimskip segir í tilkynningu að uppsagnir þriggja kvenna sem hafa starfað í Herjólfi sem þernur í mörg ár hafi verið óhjákvæmilegar. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá þremur konum sem þurftu að taka á sig fleiri störf en áður og án hærri launa, eftir að hreinsurnarteymi ferjunnar var sagt upp störfum eftir áramót. 25.1.2011 14:29 Öll tölvuspor eru rekjanleg Hvað var tengd fartölva að gera í varaþingmannaherbergi Alþingis í fimm vikur? 25.1.2011 14:00 Könnun MMR: Helmingur vill kjósa aftur um Icesave Helmingur landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt Icesave samkomulag en hinn helmingurinn vill að Alþingi taki ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR þar sem kannað var hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði. 25.1.2011 13:46 Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar, sem hefur verið týndur frá því fyrir jól. Björgunarsveitarmenn leituðu að honum um þarsíðustu helgi en lögregla segir ekkert hafa verið ákveðið með frekari leit. 25.1.2011 13:06 Hekla fór að gjósa á Facebook Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. 25.1.2011 12:18 Brotist inn í sumarbústað í Vaðnesi Tilkynnt var um innbrot í sumarbústað í Vaðnesi í Grímsnesi í morgun. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá því um klukkan ellefu á sunnudag þar til um klukkan fimm í gær, mánudag. 25.1.2011 12:14 Iðnaðarráðherra falið að stytta leigutímann Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fela iðnaðarráðherra í samráði við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS orku, og eigendur félagsins, Magma Energy, og sveitarfélög sem landeigendur og eigendur auðlinda, um að stytta leigutíma nýtingarréttar jarðhitaauðlinda. 25.1.2011 12:13 Erlendir fjárfestar vilja tryggja sig fyrir pólitískri óvissu Erlendir fjárfestar leita nú að tryggingum vegna pólitískrar óvissu á Íslandi, en slíkt hefur ekki þekkst áður hér á landi. Þetta kom m.a. fram á fundi samtaka atvinnulífsins í gær. 25.1.2011 12:07 Vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar metin á 1,6 milljarða „Þetta er náttúrulega hneyksli,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson, einn landeigenda á Jökuldal, en fjölskipaður Héraðsdómur austurlands dæmdi nú fyrir stundu að vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar skyldu metin á um 1.6 milljarða króna. 25.1.2011 11:40 Ólafur Ragnar sendir Rússum samúðarkveðjur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til Dmitry Medvedev, forseta Rússlands, fyrir sína hönd og íslensku þjóðarinnar, vegna hinna hræðilegu hryðjuverka á Domodedovo flugvellinum í Moskvu. 25.1.2011 11:03 Mönnum vísað frá er þeir mæta í afplánun „Öll fangelsin eru yfirfull, tvímennt í klefa þar sem það er mögulegt og við höfum þurft að vísa mönnum frá sem mætt hafa til afplánunar auk þess sem fangar hafa verið vistaðir á lögreglustöðvum.“ 25.1.2011 11:00 Fjölmörg innbrot og þjófnaðir upplýstir á Austurlandi Lögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og víðar undanfarnar vikur. 25.1.2011 10:55 Tölvu stolið af Spaugstofumanni - handrit að næsta þætti horfið „Þetta er nýskeð, gerðist líklega um helgina,“ segir Spaugstofumaðurinn Karl Ágúst Úlfsson sem varð fyrir því óláni um helgina að tölvunni hans var stolið úr bílnum hans í Garðabæ. Karl Ágúst er ekki viss hvenær nákvæmlega þjófnaðurinn átti sér stað en tölvan var geymd í bakpoka í bílnum. 25.1.2011 10:02 Flestir brottfluttra voru á aldrinum 25–29 ára Árið 2010 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20–24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 22 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30–34 ára. 25.1.2011 09:10 Mjög dregur úr brottflutningi af landinu Árið 2010 fluttu 2.134 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 4.835 fluttu úr landi umfram aðflutta. 25.1.2011 09:07 Bensínverð aldrei hærra í krónum talið Olíufélagið N1 hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur í gærkvöldi og dísilolíuna um fjórar og fimmtíu. 25.1.2011 08:14 Með blikkandi blátt forgangsljós í glugganum Vegfarendur um Reykjanesbraut í Kópavogi, tilkynntu lögreglu laust upp úr klukkan eitt í nótt, að þar væri bíll á ferð með blikkandi blátt forgangsljós í framglugganum. Þetta eru ljós, eins og notuð eru í ómerktum lögreglubílum, en þar sem engin slíkur var á ferð var reynt að hafa uppi á bílnum, en án árangurs. 25.1.2011 08:10 Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. 25.1.2011 07:00 Alþingi fjallar um ákvörðun Hæstaréttar - bein útsending á Vísi Alþingi mun í dag fjalla um tíðindi dagsins, þegar Hæstiréttur ákvarðaði kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Jóhanna Sigurðardóttir mun gefa skýrslu um málið. Jóhanna mun tala í fimmtán mínútur og í kjölfarið munu fulltrúar annarra flokka fá tíu mínútur til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 25.1.2011 17:01 Flögguðu til stuðnings níumenningum í miðborg New York Aðgerðarsinnar í New York flögguðu til stuðnings níumenningunum í miðborg New York í vikunni. Í pósti frá hópnum segjast þau hafa safnast saman við skrifstofu íslenska konsúlsins í borginni og sungið. 24.1.2011 23:47 Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. 24.1.2011 22:25 Dansari á batavegi Steve Lorenz, dansari hjá íslenska dansflokknum, er laus úr öndunarvél en hann lenti í alvarlegu slysi á æfingu hjá Íslenska dansflokknum í vikunni. Hann er á batavegi. 24.1.2011 20:46 Sjá næstu 50 fréttir
Númeraðir kjörseðlar, lélegir kjörkassar og pappaskilrúm Þrír menn kærðu framkvæmd kosningarinnar og kröfðust ógildingar. Kærurnar voru sameinaðar fyrir Hæstarétti en þær snerust um framkvæmd kosningarinnar og talningu á kjörseðlum. 25.1.2011 18:47
Peter Habeler með fyrirlestur um háfjallagöngur Peter Habeler, einn frægasti fjallgöngumaður allra tíma, verður heiðursgestur og fyrirlesari á ráðstefnu 66°Norður og Félags Íslenskra Fjallalækna um háfjallagöngur sem verður haldin í Háskólabíói á morgun, miðvikudaginn 26. janúar kl. 20. 25.1.2011 21:30
Segir íhaldið hrætt við auðlindaákvæði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í lokaræðu sinni á Alþingi í kvöld að íhaldið væri „skíthrætt" við að komið yrði á ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindirnar eigi að vera í þjóðareign. Það væri dapurlegt að það hlakki í stjórnarandstöðunni vegna ákvörðun Hæstaréttar. 25.1.2011 20:05
Sveik rándýran páfagauk af Furðufuglum Nítján ára piltur hefur verið ákærður fyrir fjölmörg þjófnaðar- og fjársvikamál. Meðal annars er hann ákærður fyrir að hafa svikið út páfagauk, búr og fóður fyrir rúmlega hálfa milljón úr versluninni Furðufuglum. Gaukurinn er af sjaldgæfri tegund, svokallaður grænvængjaður arnpáfi, og með dýrari fuglum í heimi. Hann sveik pilturinn út á stolið greiðslukortanúmer í gegnum síma og nefndi hann Húgó. 25.1.2011 00:01
Gæsluvarðhaldi yfir raðþjófi staðfest Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 18 ára pilti sem stöðvaður var í bifreið fullri af þýfi þann 16. janúar síðastliðinn. Í rökstuðningi lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins hafi undið upp á sig og pilturinn sé grunaður um aðild að fjölda innbrota og þjófnaða á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. 25.1.2011 22:09
Símnotkun minnkar þegar landsliðið spilar Greina má umtalsverðan mun á símnotkun Íslendinga á meðan á leikjum íslenska landsliðsins stendur yfir. Tölur frá vodafone sýna að símnotkunin snarminnkar á meðan íslenska landsliðið er við leik. 25.1.2011 20:54
Vega upp minnkandi akstur með auknum álögum Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína um ríflega fjórar krónur á þessu ári miðað við meðalálagningu á síðasta ári. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir olíufélögin og ríkið reyna að bæta upp fyrir minni akstur með auknum álögum 25.1.2011 19:00
Nígerusvindl í sms formi Nígeríusvindlarar hafa náð tökum á SMS tækninni og sendu skilaboð á fjölmarga Íslendinga í nótt. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir slík skilaboð sífellt algengari og erfitt sé að fyrirbyggja þau. 25.1.2011 18:45
Mikil verðhjöðnun milli mánaða Greiningardeildir spá því einróma að mikil verðhjöðnun mælist milli mánaða. Ástæðan er einkum róttækar breytingar á því hvernig vísitalan er mæld, án þess að verðlag lækki raunverulega til samræmis. 25.1.2011 18:36
„Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25.1.2011 18:03
„Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25.1.2011 17:59
Stjórnlagaþingið er langhlaup Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp. 25.1.2011 17:56
Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. 25.1.2011 17:41
„Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. 25.1.2011 17:25
„Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur" Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á. 25.1.2011 17:23
Þingfundi frestað til klukkan fimm Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm. 25.1.2011 16:05
Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25.1.2011 16:05
Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“ „Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka. 25.1.2011 15:57
„Fyrstu viðbrögð vonbrigði“ „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. 25.1.2011 15:37
Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. 25.1.2011 15:10
Almenningur á rétt á að kynna sér símtalið „Ég vil að öll gögn verði birt nú þegar, það eru ýmsir fleiri sem vilja það innan Fjárlaganefndar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Fjárlaganefnd, á Alþingi í dag. 25.1.2011 15:08
Trúnaði af símtali Davíðs og Kings verði aflétt Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann hefði óskað eftir því að Fjárlaganefndin fari fram á að trúnaði af samtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, verði aflétt. 25.1.2011 14:48
Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur og keyrði síðan útaf Karl á fertugsaldri var tekinn fyrir hraðakstur á Miklubraut á laugardagskvöld en bíll hans mældist á 127 km hraða á þeim hluta vegarins þar sem er 80 km hámarkshraði. Í tilkynningu frá lögreglu segir að slíkt sé varla í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að sami maður var tekinn aftur rúmlega hálftíma síðar á 123 kílómetra hraða. Þá gaf hann þá afsökun að hann væri að flýta sér í bíó, að sögn lögreglu. 25.1.2011 14:46
Uppsagnirnar óhjákvæmilegar Eimskip segir í tilkynningu að uppsagnir þriggja kvenna sem hafa starfað í Herjólfi sem þernur í mörg ár hafi verið óhjákvæmilegar. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá þremur konum sem þurftu að taka á sig fleiri störf en áður og án hærri launa, eftir að hreinsurnarteymi ferjunnar var sagt upp störfum eftir áramót. 25.1.2011 14:29
Öll tölvuspor eru rekjanleg Hvað var tengd fartölva að gera í varaþingmannaherbergi Alþingis í fimm vikur? 25.1.2011 14:00
Könnun MMR: Helmingur vill kjósa aftur um Icesave Helmingur landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt Icesave samkomulag en hinn helmingurinn vill að Alþingi taki ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR þar sem kannað var hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði. 25.1.2011 13:46
Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar, sem hefur verið týndur frá því fyrir jól. Björgunarsveitarmenn leituðu að honum um þarsíðustu helgi en lögregla segir ekkert hafa verið ákveðið með frekari leit. 25.1.2011 13:06
Hekla fór að gjósa á Facebook Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. 25.1.2011 12:18
Brotist inn í sumarbústað í Vaðnesi Tilkynnt var um innbrot í sumarbústað í Vaðnesi í Grímsnesi í morgun. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá því um klukkan ellefu á sunnudag þar til um klukkan fimm í gær, mánudag. 25.1.2011 12:14
Iðnaðarráðherra falið að stytta leigutímann Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fela iðnaðarráðherra í samráði við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS orku, og eigendur félagsins, Magma Energy, og sveitarfélög sem landeigendur og eigendur auðlinda, um að stytta leigutíma nýtingarréttar jarðhitaauðlinda. 25.1.2011 12:13
Erlendir fjárfestar vilja tryggja sig fyrir pólitískri óvissu Erlendir fjárfestar leita nú að tryggingum vegna pólitískrar óvissu á Íslandi, en slíkt hefur ekki þekkst áður hér á landi. Þetta kom m.a. fram á fundi samtaka atvinnulífsins í gær. 25.1.2011 12:07
Vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar metin á 1,6 milljarða „Þetta er náttúrulega hneyksli,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson, einn landeigenda á Jökuldal, en fjölskipaður Héraðsdómur austurlands dæmdi nú fyrir stundu að vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar skyldu metin á um 1.6 milljarða króna. 25.1.2011 11:40
Ólafur Ragnar sendir Rússum samúðarkveðjur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til Dmitry Medvedev, forseta Rússlands, fyrir sína hönd og íslensku þjóðarinnar, vegna hinna hræðilegu hryðjuverka á Domodedovo flugvellinum í Moskvu. 25.1.2011 11:03
Mönnum vísað frá er þeir mæta í afplánun „Öll fangelsin eru yfirfull, tvímennt í klefa þar sem það er mögulegt og við höfum þurft að vísa mönnum frá sem mætt hafa til afplánunar auk þess sem fangar hafa verið vistaðir á lögreglustöðvum.“ 25.1.2011 11:00
Fjölmörg innbrot og þjófnaðir upplýstir á Austurlandi Lögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og víðar undanfarnar vikur. 25.1.2011 10:55
Tölvu stolið af Spaugstofumanni - handrit að næsta þætti horfið „Þetta er nýskeð, gerðist líklega um helgina,“ segir Spaugstofumaðurinn Karl Ágúst Úlfsson sem varð fyrir því óláni um helgina að tölvunni hans var stolið úr bílnum hans í Garðabæ. Karl Ágúst er ekki viss hvenær nákvæmlega þjófnaðurinn átti sér stað en tölvan var geymd í bakpoka í bílnum. 25.1.2011 10:02
Flestir brottfluttra voru á aldrinum 25–29 ára Árið 2010 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20–24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 22 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30–34 ára. 25.1.2011 09:10
Mjög dregur úr brottflutningi af landinu Árið 2010 fluttu 2.134 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 4.835 fluttu úr landi umfram aðflutta. 25.1.2011 09:07
Bensínverð aldrei hærra í krónum talið Olíufélagið N1 hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur í gærkvöldi og dísilolíuna um fjórar og fimmtíu. 25.1.2011 08:14
Með blikkandi blátt forgangsljós í glugganum Vegfarendur um Reykjanesbraut í Kópavogi, tilkynntu lögreglu laust upp úr klukkan eitt í nótt, að þar væri bíll á ferð með blikkandi blátt forgangsljós í framglugganum. Þetta eru ljós, eins og notuð eru í ómerktum lögreglubílum, en þar sem engin slíkur var á ferð var reynt að hafa uppi á bílnum, en án árangurs. 25.1.2011 08:10
Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. 25.1.2011 07:00
Alþingi fjallar um ákvörðun Hæstaréttar - bein útsending á Vísi Alþingi mun í dag fjalla um tíðindi dagsins, þegar Hæstiréttur ákvarðaði kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Jóhanna Sigurðardóttir mun gefa skýrslu um málið. Jóhanna mun tala í fimmtán mínútur og í kjölfarið munu fulltrúar annarra flokka fá tíu mínútur til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 25.1.2011 17:01
Flögguðu til stuðnings níumenningum í miðborg New York Aðgerðarsinnar í New York flögguðu til stuðnings níumenningunum í miðborg New York í vikunni. Í pósti frá hópnum segjast þau hafa safnast saman við skrifstofu íslenska konsúlsins í borginni og sungið. 24.1.2011 23:47
Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. 24.1.2011 22:25
Dansari á batavegi Steve Lorenz, dansari hjá íslenska dansflokknum, er laus úr öndunarvél en hann lenti í alvarlegu slysi á æfingu hjá Íslenska dansflokknum í vikunni. Hann er á batavegi. 24.1.2011 20:46