Fleiri fréttir Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun Landeyjahöfn hefur ekki lokast vegna sandburðar eins og reiknað var með og því hefjast siglingar Herjólfs aftur þangað samkvæmt áætlun í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. 28.12.2010 14:38 Gálgafrestur keyptur á Sólheimum Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi fundaði með framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar í morgun. Þar var tekin sú ákvörðun að ganga til formlegra samningaviðræðna um framtíð Sólheima. „Það þarf að fara í það mjög hratt og sjá hvort það er hægt að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Guðmundur. 28.12.2010 14:28 Fjórar stórar áramótabrennur í Reykjavík Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að söfnun á borgarbrennur hefjist á morgun. „Best er að fá hreint timbur og bretti á brennurnar,“ segir Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri á hverfastöð Framkvæmda- og eignasviðs, á vef Reykjavíkurborgar. 28.12.2010 13:59 Ósáttur flugfarþegi: „Þetta er búið að taka á taugarnar“ „Við bara biðum og biðum og biðum í troðfullri vél í sjóðandi hita. Við sátum í vélinni í rúma fjóra tíma áður en okkur var tilkynnt að vélin færi ekki í loftið. Allan þennan tíma færðu flugþjónarnir okkur bara vatn," segir ósáttur viðskiptavinur Iceland Express sem átti bókað flug frá Berlín í gærkvöldi. Vélin átti að fara klukkan átta um kvöldið að staðartíma en farþegar bíða enn. 28.12.2010 12:47 Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. 28.12.2010 12:21 Féhirðir Frímúrara dæmdur í sex mánaða fangelsi Sextugur karlmaður, fyrrum féhirðir Frírmúrarareglunnar á Húsavík, var skömmu fyrir jól dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga að sér rúmar sex milljónir úr sjóðum reglunnar á átta ára tímabili. Þá var hann einnig dæmdur fyrir umboðssvik og skjalafals. 28.12.2010 12:09 Ögmundur segir of snemmt að spá fyrir klofningi VG Lilja Mósesdóttir íhugar að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur þurft að þola eftir að hún sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir of snemmt að spá fyrir um hvort Vinstri grænir séu við það að klofna. 28.12.2010 12:03 Mývetningar fagna metanóli en Alcoa gefst ekki upp Oddviti Mývetninga fagnar hugmyndum um metanólverksmiðju við Kröflu. Alcoa heldur sínu striki og reiknar með að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun eftir áramót um álver við Húsavík. 28.12.2010 11:56 Reyna að ná samkomulagi um rekstur Sólheima Nú stendur yfir fundur stjórnar Sólheima á Grímsnesi með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar en á fundinum verður reynt að ná samkomulagi um áframhaldandi rekstur Sólheima. 28.12.2010 11:49 Skotóðir feður hvetja börnin til að fikta með sprengjurnar „Flestir sem verða fyrir slysum eru ungir drengir á aldrinum 8 upp í 17 ára, aðallega vegna þess að það er verið að fikta með sprengjurnar," segir Herdís Storgaard forstöðumaður Forvarnarhússins. 28.12.2010 11:29 Framsókn mun ekki taka þátt í núverandi stjórnarsamstarfi Hugsanleg þátttaka Framsóknarflokksins í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hefur ekki verið rædd á milli flokka, segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 28.12.2010 10:48 Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum. 28.12.2010 10:21 Nýtt líf velur Gerplustúlkur konu ársins Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað 28.12.2010 10:14 Bjóða strætisvagnabílstjórum þreföld laun Norska fyrirtækið Tide Buss auglýsir eftir íslenskum strætisvagnabílstjórum í fullt starf. Kjör vagnstjóra í Noregi eru umtalsvert betri en hér á Íslandi. Sveinn Aðalsteinsson, fyrsti trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó Bs., telur því líklegt að margir íslenskir vagnstjórar íhugi vel þann möguleika að flytjast búferlum til Noregs til að keyra þar strætó. 28.12.2010 09:46 Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því. 28.12.2010 09:34 Bílstjórinn látinn Maðurinn sem var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal í gærkvöldi er látinn. Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild Landspítlans var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Hann var á fertugsaldri. 28.12.2010 07:31 Fjölskylda slapp vel þegar bíllinn valt í Súðavíkurhlíð Fjögurra manna fjölskylda slapp vel þegar bíll þeirra valt á veginum um Súðavíkurhlíð. Stórgrýti hafði fallið á veginn og þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja hjá því missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan vegar. Hjón voru í bílnum ásamt börnum sínum tveim, sex mánaða og þriggja ára. 28.12.2010 07:23 Áttavilltur maður kveikti í rusli á Selfossi Einn maður gistir fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en hann hafði verið með mikil læti fyrir sjúkrahús bæjarins. Að sögn lögreglu virtist maðurinn undir áhrifum, áttavilltur og ruglaður. Hann kveikti meðal annars í laufblöðum og rusli við inngang sjúkrahússins og þegar lögregla kom á vettvang streittist hann á móti og slóst við lögreglumennina. Þeir höfðu þó betur og verður maðurinn yfirheyrður síðar í dag þegar hann nær áttum. 28.12.2010 07:22 Tveir í haldi grunaðir um líkamsárás Mikið gekk á í höfuðborginni í nótt miðað við að um aðfaranótt þriðjudags hafi verið að ræða. Um klukkan háltólf var líkamsárás gerð í miðbænum og situr einn í fangageymslu grunaður um aðild að henni en nokkrir aðilar réðust að fólki með þeim afleiðingum að einn er mögulega kjálkabrotinn. 28.12.2010 07:16 Þjóðvegur eitt opnaður eftir alvarlegt bílslys Þjóðvegur eitt um Langadal hefur opnaður til vesturs og á næstu mínútum ætti að vera hægt að opna til austurs. Vegurinn lokaðist vegna alvarlegs umferðarslyss á áttunda tímanum í gærkvöldi. 28.12.2010 07:02 Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. 28.12.2010 06:00 Segja mikilvægt að ræða peningamálin ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. 28.12.2010 06:00 Verðlaunanýyrði varð til í eldgosinu Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. 28.12.2010 06:00 Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. 28.12.2010 06:00 Von á ákærum eftir áramót Sérstakur saksóknari hefur nú tæp áttatíu mál til rannsóknar og hefur þeim fjölgað mjög á þessu ári. „Síðan er slatti af kærum sem við vitum af á leiðinni frá Fjármálaeftirlitinu og víðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Búið er að taka skýrslur af á þriðja hundrað manns frá því að embættið var sett á laggirnar. 28.12.2010 05:00 Fiskveiðiárið gefur forskot Norðmenn verða af verulegum verðmætum fyrir sjávarafurðir sínar og gætu lært af Íslendingum hvernig á að hlusta eftir þörfum markaðarins. Þetta segir Yannick Forget-Dugaret, forstjóri stærsta framleiðanda og dreifingaraðila ferskra sjávarafurða í Frakklandi. Fyrirtæki hans Pomona, sem er með höfuðstöðvar í Boulogne, rekur 18 dreifingarstöðvar þar í landi. 28.12.2010 04:00 Áfram fylgst með fjármálum sveitarstjórnarmál Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) mun ekki aðhafast frekar vegna fjármála Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í bréfi EFS til bæjarstjórnar dagsettu 17. desember síðastliðinn. 28.12.2010 03:00 Neyðarástand vegna hríðar Neyðarástand ríkti á dönsku eyjunni Borgundarhólma í gær sökum gríðarlegs fannfergis sem lamaði þar allar samgöngur. 28.12.2010 02:00 Óttast kostnað af sumarhúsum Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms hefur samþykkt að skipulagt verði svæði fyrir frístundahús við Arnarborg, norðaustan við svæði sem Skipavík hefur til umráða. Lóðirnar eiga að vera til almennrar úthlutunar. 28.12.2010 01:45 Þjóðvegur 1 lokaður við Húnaver vegna umferðaróhapps Þjóðvegi eitt er lokað við Húnaver í Húnavatnssýslu. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Flutningabíll virðist hafa lent í árekstri og lokar fyrir veginn. Lögreglan á Blönduósi var upptekin á vettvangi og gat ekki rætt við fjölmiðla vegna málsins. 27.12.2010 19:41 Klemmdu þjóf í glugganum: „Það er eitthvað í gangi hérna“ Eldri hjón í bökkunum í Breiðholti sem klófestu innbrotsþjóf á heimili sínu í dag. Húsmóðirin kom í veg fyrir að hann kæmist út um dyr hússins og heimilisfaðirinn klemmdi hann í glugga þar sem hann fékk að engjast þar til lögregla sótti hann. 27.12.2010 18:50 Svar við bréfi til Helgu mest seld - Arnaldi og Yrsu oftast skilað Töluverð traffík var í bókabúð Máls og Menningar í dag, en fjölmargir voru að skipta og skila bókum. Mest selda bókin í versluninni fyrir þessi jól er eftir Bergsvein Birgisson, sem skákaði bæði Arnaldi og Yrsu. 27.12.2010 18:47 Stjórnendur svartsýnir Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru jafn svartsýnir á þróun efnhagsmála í dag og þeir voru í miðju hruninu. Aðeins tuttugu og fimm prósent telja að ástandið eigi eftir að lagast á næstu sex mánuðum. 27.12.2010 18:45 Velta á fasteignamarkaði dregist saman um 70 prósent Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um nærri sjötíu prósent frá því hún náði hámarki árið 2007. Margt bendir þó til þess að markaðurinn sé að taka við sér á ný eftir langvarandi samdráttarskeið. 27.12.2010 18:42 Ekki næg orka fyrir bæði álver og metanólverksmiðju Metanólverksmiðja, sem Carbon Recycling undirbýr nú í Kröflu í samvinnu við Landsvirkjun, útilokar álver á Húsavík en gæti skapað allt að 25 ný störf í Mývatnssveit. Í febrúar skýrist hvort áformin verða að veruleika en þangað til býður Landsvirkjun nokkrum aðilum að bítast um orku Þingeyinga. 27.12.2010 18:30 Fimm í einangrunarklefa yfir jólin Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Íslandi yfir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga. Það er dómari sem úrskurðar menn í gæsluvarðahald. Það er ýmist gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna eða vegna þess að almenningi stafar hætta af sakborningi. 27.12.2010 17:05 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðist á föður sinn, Ólaf Þórðarson, á heimili sínu um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar. 27.12.2010 16:31 Mest lesnu fréttir ársins á Vísi Fréttin af Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, á mótmælum á Austurvelli þegar stefnuræða forsætisráðherra fór fram er mest lesna fréttin á Vísi á árinu. Í öðru sæti á listanum er frétt af því að meintur morðingi Hannesar Þórs Helgasonar var með unnustu Hannesar nóttina sem morðið var framið. Í þriðja sæti á listanum er frétt með magnaðri mynd Landhelgisgæslunnar af eldgosinu í Eyjafjallajökli. 27.12.2010 15:00 Einbýlishúsið tekið af Jóhannesi í Bónus Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín einbýlishús Jóhannesar í Bónus á Norðurlandi. Kröfur bankans námu 280 milljónum króna í upphafi, en fasteignamat hússins er tæpum tvöhundruð milljónum lægra . 27.12.2010 12:06 Hjón á sjötugsaldri klemmdu þjófinn í glugganum Hjónum á sjötugsaldri brá heldur betur í brún þegar að þau komu heim til sín um tvöleytið í dag. Í þann mund sem þau komu inn í íbúð sína í Reykjavík er þar ókunnugur maður inni sem var búinn að tína til hluti í íbúðinni. 27.12.2010 16:12 Dýpkunarskipinu seinkar til Landeyjahafnar Til stóð að Scandia, dýpkunarskip Íslenska Gámafélagsins, ætti að hefja vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn í byrjun janúar 2011. Skipið átti að fara í skoðun hjá Siglingastofnun í Danmörku þann 15. desember en vegna tafa á viðgerð þurfti að seinka skoðun og fékk skipið ekki úthlutað nýrri skoðun fyrr en 10. janúar. Því er ljóst að skipið kemur ekki til vinnu fyrr en um miðjan janúar. 27.12.2010 14:31 Skallaði mann fyrir framan lögregluna Verið er að yfirheyra strák um tvítugt sem skallaði annan mann um þrjú leytið í nótt. Atvikið átti sér stað á bílastæði við Eyrarveg á Selfossi en lögregla fékk tilkynningu um að tveir hópar ættu í einhverjum útistöðum. 27.12.2010 14:05 Einhverjir lagðir í einelti í Áramótaskaupinu Þeir sem hafa verið áberandi í íslensku samfélagi í ár geta farið að skjálfa á beinunum. Í það minnsta játar leikstjóri Áramótaskaupsins því að einhverjir verið lagðir í einelti, þegar hann er spurður út í málið. „Já, það er alltaf tekið á einhverjum. Þeir sem hafa verið fyndnastir á árinu, þeir fá mest," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins. 27.12.2010 13:30 Óvissustigi aflétt á Austurlandi Óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi hefur verið aflétt. Ekki er vitað til þess að þar hafi orðið flóð eða krapastíflur en mikið óveður var um tíma, segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2010 12:47 Árið 2010 eitt það hlýjasta frá því mælingar hófust Árið sem er að líða er eitt það hlýjasta frá því mælingar hófust hér á landi. Átta sinnum mældist mánaðarhiti yfir meðaltali og sumarið var óvenju gott 27.12.2010 12:43 Sjá næstu 50 fréttir
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn á morgun Landeyjahöfn hefur ekki lokast vegna sandburðar eins og reiknað var með og því hefjast siglingar Herjólfs aftur þangað samkvæmt áætlun í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. 28.12.2010 14:38
Gálgafrestur keyptur á Sólheimum Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi fundaði með framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar í morgun. Þar var tekin sú ákvörðun að ganga til formlegra samningaviðræðna um framtíð Sólheima. „Það þarf að fara í það mjög hratt og sjá hvort það er hægt að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Guðmundur. 28.12.2010 14:28
Fjórar stórar áramótabrennur í Reykjavík Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að söfnun á borgarbrennur hefjist á morgun. „Best er að fá hreint timbur og bretti á brennurnar,“ segir Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri á hverfastöð Framkvæmda- og eignasviðs, á vef Reykjavíkurborgar. 28.12.2010 13:59
Ósáttur flugfarþegi: „Þetta er búið að taka á taugarnar“ „Við bara biðum og biðum og biðum í troðfullri vél í sjóðandi hita. Við sátum í vélinni í rúma fjóra tíma áður en okkur var tilkynnt að vélin færi ekki í loftið. Allan þennan tíma færðu flugþjónarnir okkur bara vatn," segir ósáttur viðskiptavinur Iceland Express sem átti bókað flug frá Berlín í gærkvöldi. Vélin átti að fara klukkan átta um kvöldið að staðartíma en farþegar bíða enn. 28.12.2010 12:47
Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. 28.12.2010 12:21
Féhirðir Frímúrara dæmdur í sex mánaða fangelsi Sextugur karlmaður, fyrrum féhirðir Frírmúrarareglunnar á Húsavík, var skömmu fyrir jól dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga að sér rúmar sex milljónir úr sjóðum reglunnar á átta ára tímabili. Þá var hann einnig dæmdur fyrir umboðssvik og skjalafals. 28.12.2010 12:09
Ögmundur segir of snemmt að spá fyrir klofningi VG Lilja Mósesdóttir íhugar að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur þurft að þola eftir að hún sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir of snemmt að spá fyrir um hvort Vinstri grænir séu við það að klofna. 28.12.2010 12:03
Mývetningar fagna metanóli en Alcoa gefst ekki upp Oddviti Mývetninga fagnar hugmyndum um metanólverksmiðju við Kröflu. Alcoa heldur sínu striki og reiknar með að halda áfram viðræðum við Landsvirkjun eftir áramót um álver við Húsavík. 28.12.2010 11:56
Reyna að ná samkomulagi um rekstur Sólheima Nú stendur yfir fundur stjórnar Sólheima á Grímsnesi með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar en á fundinum verður reynt að ná samkomulagi um áframhaldandi rekstur Sólheima. 28.12.2010 11:49
Skotóðir feður hvetja börnin til að fikta með sprengjurnar „Flestir sem verða fyrir slysum eru ungir drengir á aldrinum 8 upp í 17 ára, aðallega vegna þess að það er verið að fikta með sprengjurnar," segir Herdís Storgaard forstöðumaður Forvarnarhússins. 28.12.2010 11:29
Framsókn mun ekki taka þátt í núverandi stjórnarsamstarfi Hugsanleg þátttaka Framsóknarflokksins í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hefur ekki verið rædd á milli flokka, segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 28.12.2010 10:48
Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum. 28.12.2010 10:21
Nýtt líf velur Gerplustúlkur konu ársins Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað 28.12.2010 10:14
Bjóða strætisvagnabílstjórum þreföld laun Norska fyrirtækið Tide Buss auglýsir eftir íslenskum strætisvagnabílstjórum í fullt starf. Kjör vagnstjóra í Noregi eru umtalsvert betri en hér á Íslandi. Sveinn Aðalsteinsson, fyrsti trúnaðarmaður vagnstjóra hjá Strætó Bs., telur því líklegt að margir íslenskir vagnstjórar íhugi vel þann möguleika að flytjast búferlum til Noregs til að keyra þar strætó. 28.12.2010 09:46
Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því. 28.12.2010 09:34
Bílstjórinn látinn Maðurinn sem var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal í gærkvöldi er látinn. Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild Landspítlans var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Hann var á fertugsaldri. 28.12.2010 07:31
Fjölskylda slapp vel þegar bíllinn valt í Súðavíkurhlíð Fjögurra manna fjölskylda slapp vel þegar bíll þeirra valt á veginum um Súðavíkurhlíð. Stórgrýti hafði fallið á veginn og þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja hjá því missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan vegar. Hjón voru í bílnum ásamt börnum sínum tveim, sex mánaða og þriggja ára. 28.12.2010 07:23
Áttavilltur maður kveikti í rusli á Selfossi Einn maður gistir fangageymslur lögreglunnar á Selfossi en hann hafði verið með mikil læti fyrir sjúkrahús bæjarins. Að sögn lögreglu virtist maðurinn undir áhrifum, áttavilltur og ruglaður. Hann kveikti meðal annars í laufblöðum og rusli við inngang sjúkrahússins og þegar lögregla kom á vettvang streittist hann á móti og slóst við lögreglumennina. Þeir höfðu þó betur og verður maðurinn yfirheyrður síðar í dag þegar hann nær áttum. 28.12.2010 07:22
Tveir í haldi grunaðir um líkamsárás Mikið gekk á í höfuðborginni í nótt miðað við að um aðfaranótt þriðjudags hafi verið að ræða. Um klukkan háltólf var líkamsárás gerð í miðbænum og situr einn í fangageymslu grunaður um aðild að henni en nokkrir aðilar réðust að fólki með þeim afleiðingum að einn er mögulega kjálkabrotinn. 28.12.2010 07:16
Þjóðvegur eitt opnaður eftir alvarlegt bílslys Þjóðvegur eitt um Langadal hefur opnaður til vesturs og á næstu mínútum ætti að vera hægt að opna til austurs. Vegurinn lokaðist vegna alvarlegs umferðarslyss á áttunda tímanum í gærkvöldi. 28.12.2010 07:02
Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. 28.12.2010 06:00
Segja mikilvægt að ræða peningamálin ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. 28.12.2010 06:00
Verðlaunanýyrði varð til í eldgosinu Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. 28.12.2010 06:00
Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. 28.12.2010 06:00
Von á ákærum eftir áramót Sérstakur saksóknari hefur nú tæp áttatíu mál til rannsóknar og hefur þeim fjölgað mjög á þessu ári. „Síðan er slatti af kærum sem við vitum af á leiðinni frá Fjármálaeftirlitinu og víðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Búið er að taka skýrslur af á þriðja hundrað manns frá því að embættið var sett á laggirnar. 28.12.2010 05:00
Fiskveiðiárið gefur forskot Norðmenn verða af verulegum verðmætum fyrir sjávarafurðir sínar og gætu lært af Íslendingum hvernig á að hlusta eftir þörfum markaðarins. Þetta segir Yannick Forget-Dugaret, forstjóri stærsta framleiðanda og dreifingaraðila ferskra sjávarafurða í Frakklandi. Fyrirtæki hans Pomona, sem er með höfuðstöðvar í Boulogne, rekur 18 dreifingarstöðvar þar í landi. 28.12.2010 04:00
Áfram fylgst með fjármálum sveitarstjórnarmál Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) mun ekki aðhafast frekar vegna fjármála Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í bréfi EFS til bæjarstjórnar dagsettu 17. desember síðastliðinn. 28.12.2010 03:00
Neyðarástand vegna hríðar Neyðarástand ríkti á dönsku eyjunni Borgundarhólma í gær sökum gríðarlegs fannfergis sem lamaði þar allar samgöngur. 28.12.2010 02:00
Óttast kostnað af sumarhúsum Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms hefur samþykkt að skipulagt verði svæði fyrir frístundahús við Arnarborg, norðaustan við svæði sem Skipavík hefur til umráða. Lóðirnar eiga að vera til almennrar úthlutunar. 28.12.2010 01:45
Þjóðvegur 1 lokaður við Húnaver vegna umferðaróhapps Þjóðvegi eitt er lokað við Húnaver í Húnavatnssýslu. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Flutningabíll virðist hafa lent í árekstri og lokar fyrir veginn. Lögreglan á Blönduósi var upptekin á vettvangi og gat ekki rætt við fjölmiðla vegna málsins. 27.12.2010 19:41
Klemmdu þjóf í glugganum: „Það er eitthvað í gangi hérna“ Eldri hjón í bökkunum í Breiðholti sem klófestu innbrotsþjóf á heimili sínu í dag. Húsmóðirin kom í veg fyrir að hann kæmist út um dyr hússins og heimilisfaðirinn klemmdi hann í glugga þar sem hann fékk að engjast þar til lögregla sótti hann. 27.12.2010 18:50
Svar við bréfi til Helgu mest seld - Arnaldi og Yrsu oftast skilað Töluverð traffík var í bókabúð Máls og Menningar í dag, en fjölmargir voru að skipta og skila bókum. Mest selda bókin í versluninni fyrir þessi jól er eftir Bergsvein Birgisson, sem skákaði bæði Arnaldi og Yrsu. 27.12.2010 18:47
Stjórnendur svartsýnir Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eru jafn svartsýnir á þróun efnhagsmála í dag og þeir voru í miðju hruninu. Aðeins tuttugu og fimm prósent telja að ástandið eigi eftir að lagast á næstu sex mánuðum. 27.12.2010 18:45
Velta á fasteignamarkaði dregist saman um 70 prósent Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um nærri sjötíu prósent frá því hún náði hámarki árið 2007. Margt bendir þó til þess að markaðurinn sé að taka við sér á ný eftir langvarandi samdráttarskeið. 27.12.2010 18:42
Ekki næg orka fyrir bæði álver og metanólverksmiðju Metanólverksmiðja, sem Carbon Recycling undirbýr nú í Kröflu í samvinnu við Landsvirkjun, útilokar álver á Húsavík en gæti skapað allt að 25 ný störf í Mývatnssveit. Í febrúar skýrist hvort áformin verða að veruleika en þangað til býður Landsvirkjun nokkrum aðilum að bítast um orku Þingeyinga. 27.12.2010 18:30
Fimm í einangrunarklefa yfir jólin Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Íslandi yfir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga. Það er dómari sem úrskurðar menn í gæsluvarðahald. Það er ýmist gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna eða vegna þess að almenningi stafar hætta af sakborningi. 27.12.2010 17:05
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðist á föður sinn, Ólaf Þórðarson, á heimili sínu um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar. 27.12.2010 16:31
Mest lesnu fréttir ársins á Vísi Fréttin af Óla Birni Kárasyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins, á mótmælum á Austurvelli þegar stefnuræða forsætisráðherra fór fram er mest lesna fréttin á Vísi á árinu. Í öðru sæti á listanum er frétt af því að meintur morðingi Hannesar Þórs Helgasonar var með unnustu Hannesar nóttina sem morðið var framið. Í þriðja sæti á listanum er frétt með magnaðri mynd Landhelgisgæslunnar af eldgosinu í Eyjafjallajökli. 27.12.2010 15:00
Einbýlishúsið tekið af Jóhannesi í Bónus Skilanefnd Landsbankans hefur leyst til sín einbýlishús Jóhannesar í Bónus á Norðurlandi. Kröfur bankans námu 280 milljónum króna í upphafi, en fasteignamat hússins er tæpum tvöhundruð milljónum lægra . 27.12.2010 12:06
Hjón á sjötugsaldri klemmdu þjófinn í glugganum Hjónum á sjötugsaldri brá heldur betur í brún þegar að þau komu heim til sín um tvöleytið í dag. Í þann mund sem þau komu inn í íbúð sína í Reykjavík er þar ókunnugur maður inni sem var búinn að tína til hluti í íbúðinni. 27.12.2010 16:12
Dýpkunarskipinu seinkar til Landeyjahafnar Til stóð að Scandia, dýpkunarskip Íslenska Gámafélagsins, ætti að hefja vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn í byrjun janúar 2011. Skipið átti að fara í skoðun hjá Siglingastofnun í Danmörku þann 15. desember en vegna tafa á viðgerð þurfti að seinka skoðun og fékk skipið ekki úthlutað nýrri skoðun fyrr en 10. janúar. Því er ljóst að skipið kemur ekki til vinnu fyrr en um miðjan janúar. 27.12.2010 14:31
Skallaði mann fyrir framan lögregluna Verið er að yfirheyra strák um tvítugt sem skallaði annan mann um þrjú leytið í nótt. Atvikið átti sér stað á bílastæði við Eyrarveg á Selfossi en lögregla fékk tilkynningu um að tveir hópar ættu í einhverjum útistöðum. 27.12.2010 14:05
Einhverjir lagðir í einelti í Áramótaskaupinu Þeir sem hafa verið áberandi í íslensku samfélagi í ár geta farið að skjálfa á beinunum. Í það minnsta játar leikstjóri Áramótaskaupsins því að einhverjir verið lagðir í einelti, þegar hann er spurður út í málið. „Já, það er alltaf tekið á einhverjum. Þeir sem hafa verið fyndnastir á árinu, þeir fá mest," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins. 27.12.2010 13:30
Óvissustigi aflétt á Austurlandi Óvissustigi vegna flóðahættu á Austurlandi hefur verið aflétt. Ekki er vitað til þess að þar hafi orðið flóð eða krapastíflur en mikið óveður var um tíma, segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 27.12.2010 12:47
Árið 2010 eitt það hlýjasta frá því mælingar hófust Árið sem er að líða er eitt það hlýjasta frá því mælingar hófust hér á landi. Átta sinnum mældist mánaðarhiti yfir meðaltali og sumarið var óvenju gott 27.12.2010 12:43