Ögmundur segir of snemmt að spá fyrir klofningi VG 28. desember 2010 12:03 „Mér þætti mikill missir ef Lilja Mósesdóttir segði skilið við Vinstri græna," segir Ögmundur. Mynd/Arnþór Birkisson Lilja Mósesdóttir íhugar að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur þurft að þola eftir að hún sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir of snemmt að spá fyrir um hvort Vinstri grænir séu við það að klofna. Lilja Mósesdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Afstaða þeirra hefur valdið mikilli ólgu innan þingflokks Vinstri grænna og í yfirlýsingu sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, lagði fram á fundi fyrir jól eru rök þremenninganna fyrir hjásetunni harðlega gagnrýnd. Í Fréttablaðinu í dag segist Lilja íhuga að segja sig úr þingflokknum vegna málsins. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segist vona að hægt verði að ná sátt í málinu.Missir ef Lilja segir skilið við VG Aðspurður hvort Vinstri grænir séu að klofna segir Ögmundur: „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Í fyrsta lagi hefur Lilja Mósesdóttir ekki ákveðið að segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. Það er eitt. Annað er að sérhver einstaklingur tekur á endanum afstöðu fyrir sig." Þá segir Ögmundur: „Mér þætti mikill missir ef Lilja Mósesdóttir segði skilið við Vinstri græna. Hennar framlag hefur verið afar mikilvægt. Þá þurfum við sem erum með henni í flokki að horfa til þess hvort við erum að búa henni og öðrum umhverfi sem gott er að vera í. Ég er ekki viss um hvort okkur hafi tekist það. Þetta er eitt af því sem margir eiga ólært eftir hrunið. Það er að kunna að lifa með skoðanaágreiningi."Hefur ekkert með hjásetuna að gera Ásmundur Einar Daðason vildi lítið tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hann sagðist ætla að bíða með allar yfirlýsingar þangað til þingflokkur Vinstri grænna kemur saman til fundar eftir áramót. Ekki náðist í Atla Gíslason í morgun. „Lilja Mósesdóttir er ekki að fara úr flokknum þó ýmsir fjölmiðlar hafi áhuga á því að koma henni úr flokknum og ýmsum öðrum sem hafa gerst brotlegir við heilaga ritningu sem er innganga Íslands í Evrópusambandið. Það held ég að skýri þessa áköfu andstöðu gegn Ásmundi Einari Daðasyni og öðrum. Ég held að þetta hafi lítið að gera með hjásetu í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið heldur fremur með andstöðu þessara við inngöngu Íslands í Evrópusambandið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum 23. desember 2010 18:37 Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum. 28. desember 2010 10:21 Ögmundur: Víst funduðu þremenningarnir með ráðherrum Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsíðu sinni að Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna, sé óhætt að trúa fréttum um að þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga á fimmtudag hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, þ.e honum sjálfum og Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. 21. desember 2010 12:24 Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. 28. desember 2010 06:00 Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. 22. desember 2010 18:19 Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því. 28. desember 2010 09:34 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Lilja Mósesdóttir íhugar að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur þurft að þola eftir að hún sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segir of snemmt að spá fyrir um hvort Vinstri grænir séu við það að klofna. Lilja Mósesdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Afstaða þeirra hefur valdið mikilli ólgu innan þingflokks Vinstri grænna og í yfirlýsingu sem Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, lagði fram á fundi fyrir jól eru rök þremenninganna fyrir hjásetunni harðlega gagnrýnd. Í Fréttablaðinu í dag segist Lilja íhuga að segja sig úr þingflokknum vegna málsins. Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, segist vona að hægt verði að ná sátt í málinu.Missir ef Lilja segir skilið við VG Aðspurður hvort Vinstri grænir séu að klofna segir Ögmundur: „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Í fyrsta lagi hefur Lilja Mósesdóttir ekki ákveðið að segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. Það er eitt. Annað er að sérhver einstaklingur tekur á endanum afstöðu fyrir sig." Þá segir Ögmundur: „Mér þætti mikill missir ef Lilja Mósesdóttir segði skilið við Vinstri græna. Hennar framlag hefur verið afar mikilvægt. Þá þurfum við sem erum með henni í flokki að horfa til þess hvort við erum að búa henni og öðrum umhverfi sem gott er að vera í. Ég er ekki viss um hvort okkur hafi tekist það. Þetta er eitt af því sem margir eiga ólært eftir hrunið. Það er að kunna að lifa með skoðanaágreiningi."Hefur ekkert með hjásetuna að gera Ásmundur Einar Daðason vildi lítið tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hann sagðist ætla að bíða með allar yfirlýsingar þangað til þingflokkur Vinstri grænna kemur saman til fundar eftir áramót. Ekki náðist í Atla Gíslason í morgun. „Lilja Mósesdóttir er ekki að fara úr flokknum þó ýmsir fjölmiðlar hafi áhuga á því að koma henni úr flokknum og ýmsum öðrum sem hafa gerst brotlegir við heilaga ritningu sem er innganga Íslands í Evrópusambandið. Það held ég að skýri þessa áköfu andstöðu gegn Ásmundi Einari Daðasyni og öðrum. Ég held að þetta hafi lítið að gera með hjásetu í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið heldur fremur með andstöðu þessara við inngöngu Íslands í Evrópusambandið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum 23. desember 2010 18:37 Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum. 28. desember 2010 10:21 Ögmundur: Víst funduðu þremenningarnir með ráðherrum Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsíðu sinni að Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna, sé óhætt að trúa fréttum um að þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga á fimmtudag hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, þ.e honum sjálfum og Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. 21. desember 2010 12:24 Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. 28. desember 2010 06:00 Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. 22. desember 2010 18:19 Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því. 28. desember 2010 09:34 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Spyr hvort hjásetan hafi verið þvingunaraðgerð Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, spyr hvort hjáseta þriggja stjórnarþingmanna við afgreiðslu fjárlaga sé þvingunaraðgerð til að knýja ríkisstjórn og meirihluta hennar til að breyta um stefnu, í nýrri greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum 23. desember 2010 18:37
Mál þremenninganna rætt á þingflokksfundi Ágreiningur sem uppi er innan Vinstri grænna verður ræddur á þingflokksfundi í næstu viku. Hart hefur verið deilt innan flokksins eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrr í mánuðinum. 28. desember 2010 10:21
Ögmundur: Víst funduðu þremenningarnir með ráðherrum Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsíðu sinni að Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna, sé óhætt að trúa fréttum um að þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga á fimmtudag hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, þ.e honum sjálfum og Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. 21. desember 2010 12:24
Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. 28. desember 2010 06:00
Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. 22. desember 2010 18:19
Sakar fjölmiðla um róg í garð Ásmundar Einars Ögmundur Jónasson innanríkismálaráðherra sakar fjölmiðla um að rægja Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Hann spyr hvað valdi því. 28. desember 2010 09:34