Ósáttur flugfarþegi: „Þetta er búið að taka á taugarnar“ Erla Hlynsdóttir skrifar 28. desember 2010 12:47 Áætlað er að farþegar frá Berlín komist á leiðarenda tuttugu klukkustundum á eftir áætlun „Við bara biðum og biðum og biðum í troðfullri vél í sjóðandi hita. Við sátum í vélinni í rúma fjóra tíma áður en okkur var tilkynnt að vélin færi ekki í loftið. Allan þennan tíma færðu flugþjónarnir okkur bara vatn," segir ósáttur viðskiptavinur Iceland Express sem átti bókað flug frá Berlín í gærkvöldi. Vélin átti að fara klukkan átta um kvöldið að staðartíma en farþegar bíða enn. „Þetta er búin að vera meira en hálfs sólarhrings seinkunn. Fólk hér er mjög pirrað" segir flugfarþeginn var á leið aftur á Schoenfeld-flugvöllinn í Berlín þegar blaðamaður náði tali af honum. Gríðarlegar seinkanir hafa orðið á flugi síðustu daga. Á vef Iceland Express hefur verið birt tilkynning þar sem segir: „Vegna slæmra veðurskilyrða í N-Evrópu hefur orðið talsverð röskun á flugáætlun Iceland Express." Þar eru einnig birtar upplýsingar um breytta ferðaáætlun fyrirtækisins. Auk seinkana á flugi frá Berlín hafa verið seinkanir á vélum frá London, Kaupmannahöfn og New York, en vél flugfélagsins er föst á JFK-flugvellinum vegna mikillar flugumferðar og veðurs, að því er kemur fram á vef Iceland Express.Tuttugu tíma seinkun Áætlað var að full vél færi frá Berlín í gærkvöldi og fóru farþegar um borð í vélina um miðnættið. Þegar klukkan var fjögur var þeim sagt að ekki yrði flogið að sinni. Þeir þurftu þá sjálfir að koma sér á hótel þar sem Iceland Express greiddi fyrir gistinguna. „Fólk er sérstaklega óánægt með að okkur hafi ekki bara verið tilkynnt strax um klukkan eitt að það yrði ekki flogið," segir farþeginn. Stór hluti biðarinnar var vegna þess að afísa þurfti fjölda véla og takmarkaður fjöldi starfsmanna til að sinna því yfir nóttina. „Við erum núna að fara að taka rútu á kostnað Iceland Express á flugvöllinn aftur. Ef áætlanir standast verður þetta um tuttugu tíma seinkunn," segir farþeginn.Lyfin föst í farangrinum Einn farþeganna var kona sem nýverið hafði farið í hjartaþræðingu og geymdi lyfin sín í farangrinum. Vegna þess hversu fáir voru á næturvakt á flugvellinum fengu farþegarnir ekki farangurinn sinn áður en þeir fóru á hótelið um nóttina. „Þarna var kona sem fékk ekki lyfin sín," segir farþeginn en eftir því sem hann kemst næst varð konunni þó ekki meint af því að þurfa að bíða eftir lyfjunum. „Þetta er búið að taka á taugarnar," segir farþeginn sem hlakkar til að komast aftur heim til Íslands og vonar að ekki komi til frekari seinkanir.Viðbót klukkan 14:20: Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland express, segir í samtali við Vísi.is að vélin hafi verið í röð flugvéla sem hafi verið að bíða eftir því að komast í loftið. „Röðin gekk afar hægt og seint fyrir sig og margar vélar biðu afísingar, og því var ákveðið að fara með farþegana upp á hótel." Þá hafi alþjóðlegar reglur um hvíldartíma flugáhafnarinnar einnig sett strik í reikninginn þegar ljóst var að vélin var búin að bíða í röðinni í fjóra klukkutíma. „Okkur þykir afar leitt að farþegarnir hafi þurft að tefjast og við reynum að gera okkar besta í svona aðstæðum." Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Við bara biðum og biðum og biðum í troðfullri vél í sjóðandi hita. Við sátum í vélinni í rúma fjóra tíma áður en okkur var tilkynnt að vélin færi ekki í loftið. Allan þennan tíma færðu flugþjónarnir okkur bara vatn," segir ósáttur viðskiptavinur Iceland Express sem átti bókað flug frá Berlín í gærkvöldi. Vélin átti að fara klukkan átta um kvöldið að staðartíma en farþegar bíða enn. „Þetta er búin að vera meira en hálfs sólarhrings seinkunn. Fólk hér er mjög pirrað" segir flugfarþeginn var á leið aftur á Schoenfeld-flugvöllinn í Berlín þegar blaðamaður náði tali af honum. Gríðarlegar seinkanir hafa orðið á flugi síðustu daga. Á vef Iceland Express hefur verið birt tilkynning þar sem segir: „Vegna slæmra veðurskilyrða í N-Evrópu hefur orðið talsverð röskun á flugáætlun Iceland Express." Þar eru einnig birtar upplýsingar um breytta ferðaáætlun fyrirtækisins. Auk seinkana á flugi frá Berlín hafa verið seinkanir á vélum frá London, Kaupmannahöfn og New York, en vél flugfélagsins er föst á JFK-flugvellinum vegna mikillar flugumferðar og veðurs, að því er kemur fram á vef Iceland Express.Tuttugu tíma seinkun Áætlað var að full vél færi frá Berlín í gærkvöldi og fóru farþegar um borð í vélina um miðnættið. Þegar klukkan var fjögur var þeim sagt að ekki yrði flogið að sinni. Þeir þurftu þá sjálfir að koma sér á hótel þar sem Iceland Express greiddi fyrir gistinguna. „Fólk er sérstaklega óánægt með að okkur hafi ekki bara verið tilkynnt strax um klukkan eitt að það yrði ekki flogið," segir farþeginn. Stór hluti biðarinnar var vegna þess að afísa þurfti fjölda véla og takmarkaður fjöldi starfsmanna til að sinna því yfir nóttina. „Við erum núna að fara að taka rútu á kostnað Iceland Express á flugvöllinn aftur. Ef áætlanir standast verður þetta um tuttugu tíma seinkunn," segir farþeginn.Lyfin föst í farangrinum Einn farþeganna var kona sem nýverið hafði farið í hjartaþræðingu og geymdi lyfin sín í farangrinum. Vegna þess hversu fáir voru á næturvakt á flugvellinum fengu farþegarnir ekki farangurinn sinn áður en þeir fóru á hótelið um nóttina. „Þarna var kona sem fékk ekki lyfin sín," segir farþeginn en eftir því sem hann kemst næst varð konunni þó ekki meint af því að þurfa að bíða eftir lyfjunum. „Þetta er búið að taka á taugarnar," segir farþeginn sem hlakkar til að komast aftur heim til Íslands og vonar að ekki komi til frekari seinkanir.Viðbót klukkan 14:20: Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland express, segir í samtali við Vísi.is að vélin hafi verið í röð flugvéla sem hafi verið að bíða eftir því að komast í loftið. „Röðin gekk afar hægt og seint fyrir sig og margar vélar biðu afísingar, og því var ákveðið að fara með farþegana upp á hótel." Þá hafi alþjóðlegar reglur um hvíldartíma flugáhafnarinnar einnig sett strik í reikninginn þegar ljóst var að vélin var búin að bíða í röðinni í fjóra klukkutíma. „Okkur þykir afar leitt að farþegarnir hafi þurft að tefjast og við reynum að gera okkar besta í svona aðstæðum."
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira