Klemmdu þjóf í glugganum: „Það er eitthvað í gangi hérna“ 27. desember 2010 18:50 Eldri hjón í bökkunum í Breiðholti sem klófestu innbrotsþjóf á heimili sínu í dag. Húsmóðirin kom í veg fyrir að hann kæmist út um dyr hússins og heimilisfaðirinn klemmdi hann í glugga þar sem hann fékk að engjast þar til lögregla sótti hann. „Þetta var frekar óþægilegt, við skuppum hérna út í búð, hjónin, og höfum sennilega verið þar í korter til tuttugu mínútur. Þegar við komum til baka tökum við eftir því að gardínan í eldhúsglugganum er frá og jólaljósin liggja á borðinu. Við segjum við hvort annað: - Það er eitthvað í gangi hérna,"" segir Halldór Friðriksson. Inn í svefnherbergi hjónanna var maður sem búinn var að fylla íþróttatösku húsmóðurinnar af verðmætum. Hjónin létu sér þó ekki bregða heldur vildu verja heimili sitt og eigur. „Ég þríf í drenginn og ætla að gera eitthvað, sem var náttúrulega barnaskapur í mér fullorðnum manni að ætla að fara slást við ungan stæltan pilt. Hann hendir mér líka til en fer ekki upp stigann því konan stendur þar. Hann hleypur svo inn í herbergi og ætlar að komast út um gluggan þar. Það gekk samt eitthvað treglega hjá honum. Á meðan hann reynir það hringir konan í lögregluna þar sem hún stendur fyrir utan gluggann en ég loka ég hurðinni á herberginu sem þjófurinn var í og fer út. Þá er hann kominn hálfur út um gluggann en ég held glugganum föstum. Hann klemmir sig á hendinni og setur fótinn í til að reyna létta á henna en verður þar með algjörlega fastur," segir Halldór. Og í glugganum fékk maðurinn að engjast og orga þar til lögregla kom sótti hann um tíu mínútum síðar. Halldór þurfti að beita töluverðu afli við að halda manninum klemmdum í glugganum og var enn djúpt far í lófa hans eftir átökin um klukkan hálf fimm í dag þótt innbrotið hefði átt sér stað um þremur klukkustundum fyrr um daginn. Sem betur fer liðu þó ekki nema um tíu mínútur frá því hjónin hringdu og kölluðu eftir hjálp og þar til lögreglan mætti á staðinn til að hirða þjófinn úr gluggaklemmunni. Lögregla segir manninn vera síbrotamann. Hann var í annarlegu ástandi og situr nú í fangageymslu. Búist er við því að hann verði yfirheyrður í fyrramálið þegar að víman er runnin af honum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Eldri hjón í bökkunum í Breiðholti sem klófestu innbrotsþjóf á heimili sínu í dag. Húsmóðirin kom í veg fyrir að hann kæmist út um dyr hússins og heimilisfaðirinn klemmdi hann í glugga þar sem hann fékk að engjast þar til lögregla sótti hann. „Þetta var frekar óþægilegt, við skuppum hérna út í búð, hjónin, og höfum sennilega verið þar í korter til tuttugu mínútur. Þegar við komum til baka tökum við eftir því að gardínan í eldhúsglugganum er frá og jólaljósin liggja á borðinu. Við segjum við hvort annað: - Það er eitthvað í gangi hérna,"" segir Halldór Friðriksson. Inn í svefnherbergi hjónanna var maður sem búinn var að fylla íþróttatösku húsmóðurinnar af verðmætum. Hjónin létu sér þó ekki bregða heldur vildu verja heimili sitt og eigur. „Ég þríf í drenginn og ætla að gera eitthvað, sem var náttúrulega barnaskapur í mér fullorðnum manni að ætla að fara slást við ungan stæltan pilt. Hann hendir mér líka til en fer ekki upp stigann því konan stendur þar. Hann hleypur svo inn í herbergi og ætlar að komast út um gluggan þar. Það gekk samt eitthvað treglega hjá honum. Á meðan hann reynir það hringir konan í lögregluna þar sem hún stendur fyrir utan gluggann en ég loka ég hurðinni á herberginu sem þjófurinn var í og fer út. Þá er hann kominn hálfur út um gluggann en ég held glugganum föstum. Hann klemmir sig á hendinni og setur fótinn í til að reyna létta á henna en verður þar með algjörlega fastur," segir Halldór. Og í glugganum fékk maðurinn að engjast og orga þar til lögregla kom sótti hann um tíu mínútum síðar. Halldór þurfti að beita töluverðu afli við að halda manninum klemmdum í glugganum og var enn djúpt far í lófa hans eftir átökin um klukkan hálf fimm í dag þótt innbrotið hefði átt sér stað um þremur klukkustundum fyrr um daginn. Sem betur fer liðu þó ekki nema um tíu mínútur frá því hjónin hringdu og kölluðu eftir hjálp og þar til lögreglan mætti á staðinn til að hirða þjófinn úr gluggaklemmunni. Lögregla segir manninn vera síbrotamann. Hann var í annarlegu ástandi og situr nú í fangageymslu. Búist er við því að hann verði yfirheyrður í fyrramálið þegar að víman er runnin af honum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira