Fleiri fréttir Veitingamenn vilja áfengisverslun burt úr miðbænum 28.6.2010 05:30 Stórhvelaveiðar eru að hefjast Hvalbátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í gærkvöldi, um tíu dögum síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bátarnir tveir hafa verið í slipp á undanförnum vikum og voru prufukeyrðir í síðustu viku. 28.6.2010 04:30 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28.6.2010 04:00 Fótbolti dregur athygli að mannréttindabrotum Wilter Nyabate er kenísk baráttukona sem hefur undanfarin ár barist gegn því að fólk í fátækrahverfum í höfuðborg landsins sé flutt nauðugt af heimilum sínum. Hún var hér á landi á vegum Amnesty til að kynna átakið Stand up united, sem á íslensku heitir Vertu með í vörninni… gegn mannréttindabrotum. Þetta er alþjóðleg herferð Amnesty sem var hrundið af stað í tilefni af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og ætlað að vekja athygli á mannréttindabrotum víðs vegar um heiminn. 28.6.2010 03:00 Miklar tafir á Suðurlandsvegi Mikill umferðarþungi hefur verið á Suðurlandsvegi frá Litlu-kaffistofunni og til Reykjavíkur seinni partinn en umferðin á þessum vegarkafla er mjög hæg um þessar mundir. 27.6.2010 19:52 Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir hafa gengið í hjónaband en ný hjúskaparlög tóku gildi í dag á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra en með gildistöku laganna eru aðeins ein samræmd hjúskaparlög í landinu óháð kynferði. 27.6.2010 18:10 Vegfarendur björguðu manni úr á Vegfarendur björguðu manni úr bíl sem hafði lent út í miðri ánni Bresti í Eldhrauni nálægt Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitin Kyndill frá Klaustri var á staðnum og lögregla einnig. Lögreglumaður sagðist í samtali við Vísi að óljóst væri enn með hvaða hætti óhappið hefði borið að. Ökumaðurinn er heill á húfi en í uppnámi. 27.6.2010 19:03 Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. 27.6.2010 18:41 Búið að slökkva í Hörpu Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins sem kom upp í tónlistarhúsinu Hörpu fyrir stundu. Að sögn varðstjóra kom eldurinn upp í bráðabirgðaandyri hússins og gekk greiðlega að slökkva hann. Nú vinna menn að því að rífa utan af andyrinu og ganga úr skugga um að glæður leynist hvergi á staðnum. 27.6.2010 17:44 Eldur logar í Hörpu Eldur er kominn upp í tónlistarhúsinu Hörpu við höfnina. Að sögn sjónarvotts liðast mikill svartur reykur upp af byggingunni. Slökkviliðið staðfestir að eldur sé kominn upp í húsinu en en nánari upplýsingar er ekki að fá. Allar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sendu bíla á vettvang. 27.6.2010 17:32 Synir Breiðholts hreinsuðu Andapollinn Samtök íbúa í Breiðholti sem kalla sig Synir Breiðholts tóku sig til í dag og boðuðu til hreinsunardags þar sem Andapollurinn svokallaði í Seljahverfi var hreinsaður. 27.6.2010 14:40 Kraftmikið hlaup í Skaftá Hlaup er hafið að nýju í Skaftá en þar hljóp vatn úr vestur katli Skaftárjökuls þann 20. júní. Nú er farið að renna úr eystri katlinum af miklum krafti að sögn Snorra Zóphóníassonar vatnamælingamanns hjá Veðurstofunni. Snorri segir að hlaupið hafi hafst í nótt og að rennslið sé komið í 700 rúmmetra. Búast má við því að það tvöfaldist þegar líða tekur á. 27.6.2010 13:47 Svifdrekaflugmaður kominn á spítala Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan kortér yfir eitt með svifdrekaflugmann sem brotlenti í Spákonufelli fyrir ofan Skagaströnd fyrir hádegið. Vel gekk að komast að manninum en þyrlan gat lent í nálægð við slysstaðinn. 27.6.2010 13:39 Fagnar aðkomu Árna Páls Guðmundur Týr Þórarinsson í Götusmiðjunni fagnar aðkomu Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra að deilunni sem upp er komin á milli hans og Braga Guðbrandssonar, forstöðumanns Barnaverndarstofu. 27.6.2010 12:56 Bjarni með „volgt umboð“ Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að staða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins hafi ekki styrkst við að fá 62 prósenta stuðning í embætti formanns og hann komi af landsfundi með volgt umboð. Hún segist telja að landsfundargestir hafi viljað senda þau skilaboð að Sjálfstæðisflokkurinn ætti enn ýmislegt ógert í uppgjöri á fortíðinni og hruninu. 27.6.2010 12:12 Svifdreki brotlenti í Spákonufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar séu nú á leið á slysstaðinn auk þess sem TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar er í þann mund að koma á staðinn. „Verða þá aðstæður á slysstað metnar og hvort þyrlan kemst að staðnum.“ 27.6.2010 11:47 Býst ekki við mörgum úrsögnum úr flokknum Heiðrún Lind Marteinsdóttir, varaformaður Heimssýnar og sjálfstæðismaður, segist ekki eiga von á því að mikið verðu um úrsagnir í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar samþykktar landsfundar þar sem hvatt er til þess að hætt verði við aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Á Sprengisandi, í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. 27.6.2010 11:36 Ein hjúskaparlög taka gildi í dag Ein hjúskaparlög í landinu taka gildi í dag, en Alþingi samþykkti lög þess efnis ellefta júní síðastliðinn. Einkum er um réttarbót fyrir samkynhneigða að ræða, en þeir hafa fram að þessu ekki mátt ganga í hjúskap, heldur í staðfesta samvist. Það er ástæða þess að lögin taka gildi í dag, á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra. 27.6.2010 10:43 Fullum stuðningi lýst við Jóhönnu og hina ráðherrana Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær samþykkti einróma yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og aðra ráðherra Samfylkingarinnar. 27.6.2010 10:18 Hætti í flokknum eftir landsfund Eitthvað er um að fólk hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að landsfundur samþykkti einarða ályktun í gær, um að flokkurinn krefðist þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði tafarlaust dregin til baka. Þannig segist Guðbjörn Guðbjörnsson hafa sagt sig úr flokknum að lokinn afgreiðslu tillögunnar. 27.6.2010 09:53 Héldu vöku fyrir gestum á sólstöðuhátíð Tveir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum en þeir höfðu haldið vöku fyrir gestum á Sólstöðuhátíð í Garðinum sem fram fór í gær. Að sögn lögreglu linntu mennirnir, sem voru ölvaðir, ekki látunum fyrr en þeir voru komnir í fangaklefann en hátíðin fór að öðru leyti vel fram. 27.6.2010 09:48 Nautgripur réðst á konu á Kálfafelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð austur í nótt en þar hafði nautgripur ráðist á konu sem hafði farið inn í girðingu við bæinn Kálfafell sem er um 30 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Læknir á Klaustri óskaði eftir aðstoð Gæslunnar og lenti þyrlan með hana á Landspítalanum í Fossvogi um klukkan tvö í nótt. Ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar á spítalanum. 27.6.2010 09:45 Ók á móti umferð á Kringlumýrarbraut Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt en 126 verkefni voru skráð í dagbók hennar sem er vel yfir meðallagi að sögn varðstjóra. 27.6.2010 09:28 Vél frá Iceland Express varð fyrir eldingu í Winnipeg Vél Iceland Express varð fyrir eldingu í aðflugi við Winnipeg í Kanada skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að engan hafi sakað um borð og að engin hætta hafi verið á ferðum, enda vélin búin til að bregðast við slíku. 27.6.2010 09:20 Mál Götusmiðjunnar skoðað í félagsmálaráðuneytinu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að ráðuneytið fylgist grannt með þeim ágreiningi sem nú er uppi á milli Guðmundar Týs Þórarinssonar forstöðumanns í Götusmiðjunni og Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu. Guðmundur Týr krafðist þess í dag að félagsmálaráðuneytið kæmi að málinu. 26.6.2010 20:51 Segir Sjálfstæðisflokkinn stimpla sig út og skila auðu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það með ólíkindum að Sjálfstæðismenn ætli að „stimpla sig út og skila auðu,“ þegar kemur að Evrrópumálunum en á landsfundi flokksins í dag var samþykkt ályktun þess efnis að skýr krafa sé frá Sjálfstæðisflokknum að umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði dregin til baka sem fyrst. 26.6.2010 19:49 23 létust í rútuslysi á Indlandi Að minnsta kosti 23 létust á Indlandi í dag þegar langferðabifreið ók á fullri ferð framan á vörubíl í austurhluta landsins. Að sögn lögreglustjórans á svæðinu eru 25 einnig alvarlega slasaðir en lögregla segir í samtali við CNN að ökumanni rútunnar sé um að kenna. Hann hafi ekið allt of ógætilega. 26.6.2010 20:21 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26.6.2010 18:43 Skýr krafa um að ESB umsókn verði dregin til baka Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu breytingartillögu við stjórnmálaályktun landsfundarins þar sem sem fundurinn leggur fram skýra kröfu um að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dreginn til baka án tafar. 26.6.2010 17:37 Ástand hinna slösuðu metið stöðugt Tveir karlmenn sem slösuðust í bílveltu á Sæbraut liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans. Þangað voru þeir fluttir eftir að hafa gengist aðgerðir í morgun. Að sögn vaktahafandi læknis eru þeir ekki metnir í lífshættu og er ástand þeirra stöðugt. 26.6.2010 17:23 Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 70 prósentum greiddra atkvæða. Ólöf fékk 692 atkvæði en 893 tóku þátt í kjörinu. Lára Óskarsdóttir fékk 155 atkvæði eða 17 prósent og aðrir fengu minna. 30 skiluðu auðu. 26.6.2010 16:47 Bjarni, Árni Páll og Álfheiður í Íslandi í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra mæta í Ísland í dag strax að loknum fréttum á Stöð 2 í kvöld til að ræða stjórnmálaástandið að loknum stórum fundum flokka þeirra um helgina. Bjarni Benediktsson er ný endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 62 prósentum atkvæða, eða um fjórum prósentustigum fleiri atkvæðum en á landsfundi flokksins í fyrra. 26.6.2010 16:27 Landsfundur samþykkti tillögu um afsagnir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á forystu flokksins um land allt að íhuga vel stöðu sína með tilliti til framtíðar flokksins. Þeir sem hafi þegið háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða ættu að sýna ábyrgð sína með þeim hætti að víkja úr þeim embættum sem þeir hafi verið kosnir til að gegna. 26.6.2010 16:08 ESB málinu vísað til málefnaþings Fjórtán ályktanir voru samþykktar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fram fór í gær og í dag. Ályktanirnar voru af fjölbreyttum toga, allt frá efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til stjórnmálasambands við Ísrael. Sem dæmi má nefna að fundurinn mótmælir harðlega ákærum á hendur níumenningunum svokölluðu sem mótmæltu í Alþingishúsinu í desember 2008. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til að undirbúa slit á stjórnmálasambandi við Ísrael. 26.6.2010 15:40 Bjarni sigraði í formannskjöri Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið endurkjörinn í embættið á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. Bjarni hlaut 573 atkvæði í kjörinu en Pétur Blöndal alþingismaður sem bauð sig fram á móti Bjarna fékk 281 atkvæði. Alls greiddu 925 atkvæði í kjörinu en auðir seðlar voru 50. 26.6.2010 14:29 Jóhanna: Við þurfum að breikka faðminn Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi flokksins að fjögur höfuðmál muni skipta miklu máli um þróun málefnagrundvallar flokkakerfisins á næstu árum og heildarhagsmuni þjóðarinnar. Innganga í Evrópusambandið, að festa auðlindir í stjórnarskrá sem sameign þjóðarinnar, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og ný stjórnarskrá eru mál af þessu tagi að mati Jóhönnu og segir hún að flokkurinn eigi að taka forystu í þeim efnum. Öll þessi mál vill Jóhanna leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslum. Að sögn Jóhönnu þarf flokkurinn einnig að breikka faðminn og bjóða fleiri velkomna í flokkinn. 26.6.2010 13:49 Blöðruturn á Austurvelli Listahópurinn MOMS mun fljúga blöðruturni á Austurvelli í dag milli klukkan tvö og sex. Blöðruturninn er verk sem MOMS framkvæmdi í fysta sinn á síðasta Feneyjartvíæringi en nú á að endurtaka leikinn í rokinu á Íslandi. „Við höfum starfað saman í nokkur ár og sýnt víða innanlands sem erlndis auk þess að fást við margt annað s.s. tísku, hönnun og músík,“ segja forsvarsmenn MOMS. 26.6.2010 13:36 Davíð mættur Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur á landsfund flokksins í Laugardalshöll. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar þess var farið á leit við hann og svaraði í engu hvort hann hyggðist taka til máls á fundinum. 26.6.2010 13:25 Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26.6.2010 13:22 Þriðja konan vill í embætti varaformanns Steinunn Ruth Stefnisdóttir tilkynnti um framboð sitt til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins nú fyrir stundu. Steinunn er þar með þriðji frambjóðandinn í embætti varaformanns en áður höfðu þær Ólöf Nordal þingmaður og Lára Óskarsdóttir kennari lýst yfir framboði. 26.6.2010 12:55 Krafðist afsagnar Guðlaugs og Gísla Séra Halldór Gunnarsson kom í pontu nú fyrir stundu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og flutti tillögu sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi á dögunum. 26.6.2010 12:18 Afrísk stemning á Vitatorgi Félagasamtökin Veraldarvinir standa í dag fyrir afrískri hátíð í samstarfi við Reykjavíkurborg. Hátíðin fer fram á Vitatorgi við Hverfisgötu og hefjast leikar í hádeginu og standa fram á kvöld. 26.6.2010 11:17 Gnarr gróðursetur tré í Heiðmörk á fjölskylduhátíð Fjölskylduhátíðin í Heiðmörk verður á Vígsluflöt í dag og nær þar með afmælisvika Heiðmerkur hápunkti. Jón Gnarr brogarstjóri mætir með fríðu föruneyti, ávarpar samkomuna og gróðursetur tré, eins og forveri hans Gunnar Thoroddsen gerði fyrir 60 árum. Borgarstjóri mun einnig taka þátt í að vígja lengstu þrautabraut landsins í skógi á Vígsluflötinni. 26.6.2010 11:02 Ók á lögreglubíl í Vestmannaeyjum Ungur piltur ók á lögreglubíl í Vestmannaeyjum í nótt þegar lögregla reyndi að stöðva för hans. Bíll ökumannsins er nokkuð skemmdur að sögn lögreglu en lögreglubíllinn skemmdist minna. Pilturinn er yngri en sautján ára og því ekki kominn með ökuréttindi. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann síðan undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 26.6.2010 09:44 Af landsfundi: Ríkisstjórnin eins og Rómverjar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins flutti skýrslu sína á landsfundi flokksins rétt í þessu. Hann segir Alþingiskosningarnar í apríl hafa verið þær erfiðustu í sögu flokksins og mikið verk væri fyrir höndum að endurvinna traust kjósenda. Jónmundur segir Sjálfstæðisflokknum einum hafa verið kennt um efnahagshrunið og styrkjamál hafi gert hlut flokksins enn verri, þrátt fyrir að flokkurinn hafi hafið endurgreiðslu styrkjanna en aðrir flokkar ekki. 26.6.2010 09:44 Sjá næstu 50 fréttir
Stórhvelaveiðar eru að hefjast Hvalbátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í gærkvöldi, um tíu dögum síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bátarnir tveir hafa verið í slipp á undanförnum vikum og voru prufukeyrðir í síðustu viku. 28.6.2010 04:30
Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28.6.2010 04:00
Fótbolti dregur athygli að mannréttindabrotum Wilter Nyabate er kenísk baráttukona sem hefur undanfarin ár barist gegn því að fólk í fátækrahverfum í höfuðborg landsins sé flutt nauðugt af heimilum sínum. Hún var hér á landi á vegum Amnesty til að kynna átakið Stand up united, sem á íslensku heitir Vertu með í vörninni… gegn mannréttindabrotum. Þetta er alþjóðleg herferð Amnesty sem var hrundið af stað í tilefni af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og ætlað að vekja athygli á mannréttindabrotum víðs vegar um heiminn. 28.6.2010 03:00
Miklar tafir á Suðurlandsvegi Mikill umferðarþungi hefur verið á Suðurlandsvegi frá Litlu-kaffistofunni og til Reykjavíkur seinni partinn en umferðin á þessum vegarkafla er mjög hæg um þessar mundir. 27.6.2010 19:52
Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir hafa gengið í hjónaband en ný hjúskaparlög tóku gildi í dag á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra en með gildistöku laganna eru aðeins ein samræmd hjúskaparlög í landinu óháð kynferði. 27.6.2010 18:10
Vegfarendur björguðu manni úr á Vegfarendur björguðu manni úr bíl sem hafði lent út í miðri ánni Bresti í Eldhrauni nálægt Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitin Kyndill frá Klaustri var á staðnum og lögregla einnig. Lögreglumaður sagðist í samtali við Vísi að óljóst væri enn með hvaða hætti óhappið hefði borið að. Ökumaðurinn er heill á húfi en í uppnámi. 27.6.2010 19:03
Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. 27.6.2010 18:41
Búið að slökkva í Hörpu Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins sem kom upp í tónlistarhúsinu Hörpu fyrir stundu. Að sögn varðstjóra kom eldurinn upp í bráðabirgðaandyri hússins og gekk greiðlega að slökkva hann. Nú vinna menn að því að rífa utan af andyrinu og ganga úr skugga um að glæður leynist hvergi á staðnum. 27.6.2010 17:44
Eldur logar í Hörpu Eldur er kominn upp í tónlistarhúsinu Hörpu við höfnina. Að sögn sjónarvotts liðast mikill svartur reykur upp af byggingunni. Slökkviliðið staðfestir að eldur sé kominn upp í húsinu en en nánari upplýsingar er ekki að fá. Allar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sendu bíla á vettvang. 27.6.2010 17:32
Synir Breiðholts hreinsuðu Andapollinn Samtök íbúa í Breiðholti sem kalla sig Synir Breiðholts tóku sig til í dag og boðuðu til hreinsunardags þar sem Andapollurinn svokallaði í Seljahverfi var hreinsaður. 27.6.2010 14:40
Kraftmikið hlaup í Skaftá Hlaup er hafið að nýju í Skaftá en þar hljóp vatn úr vestur katli Skaftárjökuls þann 20. júní. Nú er farið að renna úr eystri katlinum af miklum krafti að sögn Snorra Zóphóníassonar vatnamælingamanns hjá Veðurstofunni. Snorri segir að hlaupið hafi hafst í nótt og að rennslið sé komið í 700 rúmmetra. Búast má við því að það tvöfaldist þegar líða tekur á. 27.6.2010 13:47
Svifdrekaflugmaður kominn á spítala Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan kortér yfir eitt með svifdrekaflugmann sem brotlenti í Spákonufelli fyrir ofan Skagaströnd fyrir hádegið. Vel gekk að komast að manninum en þyrlan gat lent í nálægð við slysstaðinn. 27.6.2010 13:39
Fagnar aðkomu Árna Páls Guðmundur Týr Þórarinsson í Götusmiðjunni fagnar aðkomu Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra að deilunni sem upp er komin á milli hans og Braga Guðbrandssonar, forstöðumanns Barnaverndarstofu. 27.6.2010 12:56
Bjarni með „volgt umboð“ Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að staða Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins hafi ekki styrkst við að fá 62 prósenta stuðning í embætti formanns og hann komi af landsfundi með volgt umboð. Hún segist telja að landsfundargestir hafi viljað senda þau skilaboð að Sjálfstæðisflokkurinn ætti enn ýmislegt ógert í uppgjöri á fortíðinni og hruninu. 27.6.2010 12:12
Svifdreki brotlenti í Spákonufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar séu nú á leið á slysstaðinn auk þess sem TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar er í þann mund að koma á staðinn. „Verða þá aðstæður á slysstað metnar og hvort þyrlan kemst að staðnum.“ 27.6.2010 11:47
Býst ekki við mörgum úrsögnum úr flokknum Heiðrún Lind Marteinsdóttir, varaformaður Heimssýnar og sjálfstæðismaður, segist ekki eiga von á því að mikið verðu um úrsagnir í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar samþykktar landsfundar þar sem hvatt er til þess að hætt verði við aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Á Sprengisandi, í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar. 27.6.2010 11:36
Ein hjúskaparlög taka gildi í dag Ein hjúskaparlög í landinu taka gildi í dag, en Alþingi samþykkti lög þess efnis ellefta júní síðastliðinn. Einkum er um réttarbót fyrir samkynhneigða að ræða, en þeir hafa fram að þessu ekki mátt ganga í hjúskap, heldur í staðfesta samvist. Það er ástæða þess að lögin taka gildi í dag, á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra. 27.6.2010 10:43
Fullum stuðningi lýst við Jóhönnu og hina ráðherrana Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær samþykkti einróma yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og aðra ráðherra Samfylkingarinnar. 27.6.2010 10:18
Hætti í flokknum eftir landsfund Eitthvað er um að fólk hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að landsfundur samþykkti einarða ályktun í gær, um að flokkurinn krefðist þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði tafarlaust dregin til baka. Þannig segist Guðbjörn Guðbjörnsson hafa sagt sig úr flokknum að lokinn afgreiðslu tillögunnar. 27.6.2010 09:53
Héldu vöku fyrir gestum á sólstöðuhátíð Tveir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum en þeir höfðu haldið vöku fyrir gestum á Sólstöðuhátíð í Garðinum sem fram fór í gær. Að sögn lögreglu linntu mennirnir, sem voru ölvaðir, ekki látunum fyrr en þeir voru komnir í fangaklefann en hátíðin fór að öðru leyti vel fram. 27.6.2010 09:48
Nautgripur réðst á konu á Kálfafelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð austur í nótt en þar hafði nautgripur ráðist á konu sem hafði farið inn í girðingu við bæinn Kálfafell sem er um 30 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Læknir á Klaustri óskaði eftir aðstoð Gæslunnar og lenti þyrlan með hana á Landspítalanum í Fossvogi um klukkan tvö í nótt. Ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar á spítalanum. 27.6.2010 09:45
Ók á móti umferð á Kringlumýrarbraut Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt en 126 verkefni voru skráð í dagbók hennar sem er vel yfir meðallagi að sögn varðstjóra. 27.6.2010 09:28
Vél frá Iceland Express varð fyrir eldingu í Winnipeg Vél Iceland Express varð fyrir eldingu í aðflugi við Winnipeg í Kanada skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að engan hafi sakað um borð og að engin hætta hafi verið á ferðum, enda vélin búin til að bregðast við slíku. 27.6.2010 09:20
Mál Götusmiðjunnar skoðað í félagsmálaráðuneytinu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að ráðuneytið fylgist grannt með þeim ágreiningi sem nú er uppi á milli Guðmundar Týs Þórarinssonar forstöðumanns í Götusmiðjunni og Braga Guðbrandssonar hjá Barnaverndarstofu. Guðmundur Týr krafðist þess í dag að félagsmálaráðuneytið kæmi að málinu. 26.6.2010 20:51
Segir Sjálfstæðisflokkinn stimpla sig út og skila auðu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það með ólíkindum að Sjálfstæðismenn ætli að „stimpla sig út og skila auðu,“ þegar kemur að Evrrópumálunum en á landsfundi flokksins í dag var samþykkt ályktun þess efnis að skýr krafa sé frá Sjálfstæðisflokknum að umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði dregin til baka sem fyrst. 26.6.2010 19:49
23 létust í rútuslysi á Indlandi Að minnsta kosti 23 létust á Indlandi í dag þegar langferðabifreið ók á fullri ferð framan á vörubíl í austurhluta landsins. Að sögn lögreglustjórans á svæðinu eru 25 einnig alvarlega slasaðir en lögregla segir í samtali við CNN að ökumanni rútunnar sé um að kenna. Hann hafi ekið allt of ógætilega. 26.6.2010 20:21
Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26.6.2010 18:43
Skýr krafa um að ESB umsókn verði dregin til baka Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu breytingartillögu við stjórnmálaályktun landsfundarins þar sem sem fundurinn leggur fram skýra kröfu um að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dreginn til baka án tafar. 26.6.2010 17:37
Ástand hinna slösuðu metið stöðugt Tveir karlmenn sem slösuðust í bílveltu á Sæbraut liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans. Þangað voru þeir fluttir eftir að hafa gengist aðgerðir í morgun. Að sögn vaktahafandi læknis eru þeir ekki metnir í lífshættu og er ástand þeirra stöðugt. 26.6.2010 17:23
Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 70 prósentum greiddra atkvæða. Ólöf fékk 692 atkvæði en 893 tóku þátt í kjörinu. Lára Óskarsdóttir fékk 155 atkvæði eða 17 prósent og aðrir fengu minna. 30 skiluðu auðu. 26.6.2010 16:47
Bjarni, Árni Páll og Álfheiður í Íslandi í dag Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra mæta í Ísland í dag strax að loknum fréttum á Stöð 2 í kvöld til að ræða stjórnmálaástandið að loknum stórum fundum flokka þeirra um helgina. Bjarni Benediktsson er ný endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 62 prósentum atkvæða, eða um fjórum prósentustigum fleiri atkvæðum en á landsfundi flokksins í fyrra. 26.6.2010 16:27
Landsfundur samþykkti tillögu um afsagnir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á forystu flokksins um land allt að íhuga vel stöðu sína með tilliti til framtíðar flokksins. Þeir sem hafi þegið háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða ættu að sýna ábyrgð sína með þeim hætti að víkja úr þeim embættum sem þeir hafi verið kosnir til að gegna. 26.6.2010 16:08
ESB málinu vísað til málefnaþings Fjórtán ályktanir voru samþykktar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fram fór í gær og í dag. Ályktanirnar voru af fjölbreyttum toga, allt frá efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til stjórnmálasambands við Ísrael. Sem dæmi má nefna að fundurinn mótmælir harðlega ákærum á hendur níumenningunum svokölluðu sem mótmæltu í Alþingishúsinu í desember 2008. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til að undirbúa slit á stjórnmálasambandi við Ísrael. 26.6.2010 15:40
Bjarni sigraði í formannskjöri Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið endurkjörinn í embættið á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. Bjarni hlaut 573 atkvæði í kjörinu en Pétur Blöndal alþingismaður sem bauð sig fram á móti Bjarna fékk 281 atkvæði. Alls greiddu 925 atkvæði í kjörinu en auðir seðlar voru 50. 26.6.2010 14:29
Jóhanna: Við þurfum að breikka faðminn Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi flokksins að fjögur höfuðmál muni skipta miklu máli um þróun málefnagrundvallar flokkakerfisins á næstu árum og heildarhagsmuni þjóðarinnar. Innganga í Evrópusambandið, að festa auðlindir í stjórnarskrá sem sameign þjóðarinnar, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og ný stjórnarskrá eru mál af þessu tagi að mati Jóhönnu og segir hún að flokkurinn eigi að taka forystu í þeim efnum. Öll þessi mál vill Jóhanna leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslum. Að sögn Jóhönnu þarf flokkurinn einnig að breikka faðminn og bjóða fleiri velkomna í flokkinn. 26.6.2010 13:49
Blöðruturn á Austurvelli Listahópurinn MOMS mun fljúga blöðruturni á Austurvelli í dag milli klukkan tvö og sex. Blöðruturninn er verk sem MOMS framkvæmdi í fysta sinn á síðasta Feneyjartvíæringi en nú á að endurtaka leikinn í rokinu á Íslandi. „Við höfum starfað saman í nokkur ár og sýnt víða innanlands sem erlndis auk þess að fást við margt annað s.s. tísku, hönnun og músík,“ segja forsvarsmenn MOMS. 26.6.2010 13:36
Davíð mættur Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur á landsfund flokksins í Laugardalshöll. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar þess var farið á leit við hann og svaraði í engu hvort hann hyggðist taka til máls á fundinum. 26.6.2010 13:25
Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26.6.2010 13:22
Þriðja konan vill í embætti varaformanns Steinunn Ruth Stefnisdóttir tilkynnti um framboð sitt til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins nú fyrir stundu. Steinunn er þar með þriðji frambjóðandinn í embætti varaformanns en áður höfðu þær Ólöf Nordal þingmaður og Lára Óskarsdóttir kennari lýst yfir framboði. 26.6.2010 12:55
Krafðist afsagnar Guðlaugs og Gísla Séra Halldór Gunnarsson kom í pontu nú fyrir stundu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og flutti tillögu sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi á dögunum. 26.6.2010 12:18
Afrísk stemning á Vitatorgi Félagasamtökin Veraldarvinir standa í dag fyrir afrískri hátíð í samstarfi við Reykjavíkurborg. Hátíðin fer fram á Vitatorgi við Hverfisgötu og hefjast leikar í hádeginu og standa fram á kvöld. 26.6.2010 11:17
Gnarr gróðursetur tré í Heiðmörk á fjölskylduhátíð Fjölskylduhátíðin í Heiðmörk verður á Vígsluflöt í dag og nær þar með afmælisvika Heiðmerkur hápunkti. Jón Gnarr brogarstjóri mætir með fríðu föruneyti, ávarpar samkomuna og gróðursetur tré, eins og forveri hans Gunnar Thoroddsen gerði fyrir 60 árum. Borgarstjóri mun einnig taka þátt í að vígja lengstu þrautabraut landsins í skógi á Vígsluflötinni. 26.6.2010 11:02
Ók á lögreglubíl í Vestmannaeyjum Ungur piltur ók á lögreglubíl í Vestmannaeyjum í nótt þegar lögregla reyndi að stöðva för hans. Bíll ökumannsins er nokkuð skemmdur að sögn lögreglu en lögreglubíllinn skemmdist minna. Pilturinn er yngri en sautján ára og því ekki kominn með ökuréttindi. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann síðan undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 26.6.2010 09:44
Af landsfundi: Ríkisstjórnin eins og Rómverjar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins flutti skýrslu sína á landsfundi flokksins rétt í þessu. Hann segir Alþingiskosningarnar í apríl hafa verið þær erfiðustu í sögu flokksins og mikið verk væri fyrir höndum að endurvinna traust kjósenda. Jónmundur segir Sjálfstæðisflokknum einum hafa verið kennt um efnahagshrunið og styrkjamál hafi gert hlut flokksins enn verri, þrátt fyrir að flokkurinn hafi hafið endurgreiðslu styrkjanna en aðrir flokkar ekki. 26.6.2010 09:44