Innlent

Bjarni, Árni Páll og Álfheiður í Íslandi í dag

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra mæta í Ísland í dag strax að loknum fréttum á Stöð 2 í kvöld til að ræða stjórnmálaástandið að loknum stórum fundum flokka þeirra um helgina. Bjarni Benediktsson er ný endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 62 prósentum atkvæða, eða um fjórum prósentustigum fleiri atkvæðum en á landsfundi flokksins í fyrra.

Evrópumálin voru til umræðu á landsfundinum sem og á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinar og flokksráðsfundi Vinstri grænna. Samfylkingin vill ein flokka halda aðildarumsókn Íslands að sambandinu til þrautar en skiptar skoðanir eru um það mál innan Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Umræðurnar hefjast rétt fyrir klukkan sjö að loknum fréttum á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×