Innlent

Svifdreki brotlenti í Spákonufelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar séu nú á leið á slysstaðinn auk þess sem TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar er í þann mund að koma á staðinn. „Verða þá aðstæður á slysstað metnar og hvort þyrlan kemst að staðnum."

Samkvæmt fregnum frá slysstað er maðurinn með opið beinbrot og skerta meðvitund. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins á þessari stundu.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir einnig að björgunarsveitarmenn úr Reykjavík séu um borð í þyrlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×