Veitingamenn vilja áfengisverslun burt úr miðbænum 28. júní 2010 05:30 Arnór Bohic Margir eigendur veitingastaða og kaffihúsa í kringum Austurvöll og víðar í miðbænum eru á móti staðsetningu ÁTVR við Austurstræti. Eru þeir sammála um að neysla Íslendinga á áfengi aukist til muna þegar veður er gott og sólin skín, en finna fyrir mikilli samkeppni við ÁTVR og segja að það verði æ algengara að fólk kaupi sér þar bjór eða léttvín og setjist með það beint á grasið á Austurvelli. „Þetta er mjög mikil samkeppni,“ segir Tómas Kristjánsson, eigandi Íslenska barsins. „Þegar sólin skín vilja allir vera á Austurvelli með öl í bauk.“ Valdimar Hilmarsson, eigandi Hressingarskálans, segir að staðsetning ÁTVR dragi að sér ógæfufólk og vill láta færa staðsetningu búðarinnar. „Það er ekki spennandi fyrir ferðamenn sem sækja miðbæinn að sjá svona mikið af ógæfufólki í kringum sig,“ segir hann. „Fyrir utan að vera mikil samkeppni við veitingastaði á svæðinu.“ Einn eigenda Thorvaldsen bars, Valdís Arnardóttir, og Óli Már Ólason, annar eigandi Vegamóta og Austur, taka í sama streng og Valdimar og segjast finna fyrir mikilli samkeppni við ÁTVR við Austurstræti. Þau telja að staðsetningin eigi að vera færð lengra frá veitingahúsum. Þó finnst þeim Íslendingar alla jafna vera duglegir við að setjast niður á veitingastaði og fá sér drykk þegar veðrið er gott. Arnór Bohic, einn af eigendum Hvítu perlunnar og Café París við Austurvöll, er sammála því að áfengisneysla aukist þegar veður er gott. „Íslendingum finnst ekki leiðinlegt að drekka,“ segir hann. „Austurvöllur er miðpunktur borgarinnar og það er frábær stemning sem getur myndast þar þegar allt þetta fólk kemur saman og getur skipt þúsundum.“ Arnór er ósammála því að flytja eigi ÁTVR úr Austurstræti. „Það ættu að vera fleiri búðir og lengri afgreiðslutími,“ segir hann. „Það er alveg nógu mikið að gera hjá okkur og ÁTVR er þjónusta sem er nauðsynleg á þessum stað.“ Varðandi umgang ógæfufólks í kringum búðina segir Arnór að staðsetningin sé ekki vandamálið. „Borgaryfirvöld eru ekki að sinna þessu fólki eða eru með nein sýnileg plön um það hvernig á að meðhöndla það,“ segir Arnór. sunna@frettabladid.is Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Margir eigendur veitingastaða og kaffihúsa í kringum Austurvöll og víðar í miðbænum eru á móti staðsetningu ÁTVR við Austurstræti. Eru þeir sammála um að neysla Íslendinga á áfengi aukist til muna þegar veður er gott og sólin skín, en finna fyrir mikilli samkeppni við ÁTVR og segja að það verði æ algengara að fólk kaupi sér þar bjór eða léttvín og setjist með það beint á grasið á Austurvelli. „Þetta er mjög mikil samkeppni,“ segir Tómas Kristjánsson, eigandi Íslenska barsins. „Þegar sólin skín vilja allir vera á Austurvelli með öl í bauk.“ Valdimar Hilmarsson, eigandi Hressingarskálans, segir að staðsetning ÁTVR dragi að sér ógæfufólk og vill láta færa staðsetningu búðarinnar. „Það er ekki spennandi fyrir ferðamenn sem sækja miðbæinn að sjá svona mikið af ógæfufólki í kringum sig,“ segir hann. „Fyrir utan að vera mikil samkeppni við veitingastaði á svæðinu.“ Einn eigenda Thorvaldsen bars, Valdís Arnardóttir, og Óli Már Ólason, annar eigandi Vegamóta og Austur, taka í sama streng og Valdimar og segjast finna fyrir mikilli samkeppni við ÁTVR við Austurstræti. Þau telja að staðsetningin eigi að vera færð lengra frá veitingahúsum. Þó finnst þeim Íslendingar alla jafna vera duglegir við að setjast niður á veitingastaði og fá sér drykk þegar veðrið er gott. Arnór Bohic, einn af eigendum Hvítu perlunnar og Café París við Austurvöll, er sammála því að áfengisneysla aukist þegar veður er gott. „Íslendingum finnst ekki leiðinlegt að drekka,“ segir hann. „Austurvöllur er miðpunktur borgarinnar og það er frábær stemning sem getur myndast þar þegar allt þetta fólk kemur saman og getur skipt þúsundum.“ Arnór er ósammála því að flytja eigi ÁTVR úr Austurstræti. „Það ættu að vera fleiri búðir og lengri afgreiðslutími,“ segir hann. „Það er alveg nógu mikið að gera hjá okkur og ÁTVR er þjónusta sem er nauðsynleg á þessum stað.“ Varðandi umgang ógæfufólks í kringum búðina segir Arnór að staðsetningin sé ekki vandamálið. „Borgaryfirvöld eru ekki að sinna þessu fólki eða eru með nein sýnileg plön um það hvernig á að meðhöndla það,“ segir Arnór. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira