Innlent

Ein lög fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk

álfheiður ingadóttir
álfheiður ingadóttir

Fram er komið í þinginu, í þriðja sinn, frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn.

Nær það til allra faggreina í heilbrigðisþjónustu en nú eru í gildi sérlög um fjölda greina og aðrar starfa eftir reglugerðum.

Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að heilbrigðisstarfsmanni beri að virða faglegar takmarkanir sínar og vísa sjúklingi til annars heilbrigðisstarfsmanns þegar við á. Undirstrikað er að óheimilt sé að starfa undir áhrifum áfengis eða vímuefna og heilbrigðis­stofnunum heimilað að setja reglur um bann við notkun áfengis og vímuefna í tiltekinn tíma áður en vinna hefst.

Heilbrigðisstarfsmenn eiga að gæta þess að stofna ekki til óþarfa útgjalda, hámarksaldur til að reka eigin starfsstofu verður sjö ár og heilbrigðisráðherra getur bannað tiltekna meðferð, sýnist honum svo.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×