Hallinn eykur þrýsting á aukinn niðurskurð 5. nóvember 2009 12:29 Mynd/Daníel Rúnarsson Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur. Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur.
Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41