Hallinn eykur þrýsting á aukinn niðurskurð 5. nóvember 2009 12:29 Mynd/Daníel Rúnarsson Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur. Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur.
Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41