Innlent

Fjölþrepa skattkerfi með láglaunaþrepi

forsætisráðherra Að óbreyttu á að hækka persónuafslátt um næstu áramót. Breytingin myndi kosta ríkissjóð níu milljarða króna.
Fréttablaðið/valli
forsætisráðherra Að óbreyttu á að hækka persónuafslátt um næstu áramót. Breytingin myndi kosta ríkissjóð níu milljarða króna. Fréttablaðið/valli

Fjölþrepa skattkerfi með lágu þrepi fyrir láglaunafólk er ein þeirra leiða sem ríkisstjórnin hefur til athugunar við endurskoðun skattkerfisins.

Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Höskuldur spurði hvort láglaunafólk mætti eiga von á því að persónuafslátturinn yrði hækkaður um næstu áramót í takt við verðlagsbreytingar, eins og umsamið var árið 2006.

Í svari Jóhönnu kom fram að sú hækkun persónuafsláttar, sem samið hefur verið um að taki gildi næstu áramót muni kosta ríkissjóð níu milljarða króna. Flöt 2.000 króna hækkun kosti alls 4,5 milljarða og hækkun vegna verðlagsbreytinga 4,5 milljarða til viðbótar.

Jóhanna sagði að vinna við endur­skoðun skattkerfisins væri ekki komin á leiðarenda. Lagt yrði kapp á að að finna leiðir til þess að skila þeim sem lægst hefðu launin hækkuðum persónuafslætti. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×