Innlent

Líðan fólksins eftir atvikum góð

Líðan fólksins sem slasaðist í bílveltu í Langadal í Húnavatnssýslu er eftir atvikum góð. Að sögn vakthafandi læknis slasaðist fólkið minna en óttast var í fyrstu en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í fljúgandi hálku. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fólkið á slysstað og flutti á Landspítalann. Fólkið, karl og kona, liggja nú á almennri skurðdeild og verða þau undir eftirliti næsta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×