Innlent

Eitt land ver meira fé til menntamála en Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Menntamálaráðuneytið. Mynd/ Stefán.
Menntamálaráðuneytið. Mynd/ Stefán.
Einungis eitt land í Evrópu ver meira fé en Ísland til menntamála miðað við verga landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Key Data on Education in Europe 2009 sem er nýkomið út.

Í ritinu eru birtar margvíslegar samanburðarhæfar upplýsingar um menntamál í 31 landi í Evrópu en upplýsingarnar eru frá árinu 2006. Í ritinu kemur fram að árið 2006 er í meira en helmingi landanna varið yfir 5% af vergri landsframleiðslu til menntamála. Hlutfallið á Íslandi var umtalsvert hærra sama ár eða 7,6%. Eina landið sem varði hærra hlutfalli en Ísland til menntamála var Danmörk með 8%.

Frá ritinu Key Data on Education er sagt í vefriti menntamálaráðuneytisins. Þar kemur jafnframt fram að ung börn í Evrópu sækja í vaxandi mæli leikskóla þótt skólasókn á þessu skólastigi sé ekki skylda og foreldrar þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Ísland er í hópi níu landa þar sem yfir 90% fjögurra ára barna sótti leikskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×