Fleiri fréttir

Þráinn segir sig úr þingflokknum

Þráinn Bertelsson hyggst hætta í þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og sagt að von sé á yfirlýsingu frá Þráni vegna málsins.

Þjónusta lögreglunnar mun skerðast

Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári, nái hann fram að ganga óbreyttur, mun augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglunnar um allt land, segir í ályktun stjórnar Landssambands lögreglumanna . Lögreglan mun þurfa, enn frekar, að forgangsraða verkefnum sínum og ljóst að einhverjum þeim verkefnum, sem lögreglan er að sinna í dag mun ekki verða sinnt á næsta ári.

Margrét hefur enn áhyggjur af Þráni

„Mér gekk gott eitt til. Ég hef áhyggjur af Þráni og hef þær enn. Viðbrögð hans við þessu hafa ekki slegið á þessar áhyggjur," segir Margrét Tryggvadóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar.

Formaður Borgarahreyfingarinnar hættur

Herbert Sveinbjörnsson hefur látið af embætti sem formaður Borgarahreyfingarinnar. Herbert gerir málinu skil á vefsíðu sinni. Þar segist hann eiga erfitt með að horfa á barnið sitt verða að athlægi og gera sig að fífli, horfa á það breytast í það sem hann fyrirlíti.

Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi

Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur.

Lýsir áhyggjum af heilsu Þráins í tölvupósti

Margrét Tryggvadóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar óttast að Þráinn Bertelsson þingmaður í sama flokki sé með alzheimer á byrjunarstigi og að hann hafi snemma í sumar verið að síga inn í þunglyndi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Margrét sendi fyrir mistök á nokkra félagsmenn í Borgarahreyfingunni. Hún ætlaði að senda póstinn á varamann Þráins inni á þingi.

Engin þverpólitísk sátt í sjónmáli

Engin þverpólitísk sátt virðist í sjónmáli á Alþingi í Icesave deilunni eftir tíðindi gærdagsins og næturinnar. Þingmenn ríkisstjórnarfllokkanna höfðu vonast til þess að hægt yrði að ljúka umfjöllun um málið í fjárlaganefnd í gær.

Þrír Bretar felldir í Afganistan

Þrír breskir hermenn létust í Afganistan í gær þegar sprengja sprakk nærri þeim en þeir voru fótgangandi á eftirlitsferð í Helmand héraði. Bretar hafa nú misst 199 hermenn í landinu frá því Bretar hófu ásamt öðrum löndum hernaðaraðgerðir í landinu árið 2002.

Segja Hollendinga og Breta hóta því að koma í veg fyrir ESB inngöngu

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter fullyrðir í grein á vef sínum í gær sem fjallar um Ísland og icesave málið, að Hollendingar og Bretar hóti að beita neitunarvaldi sínu gegn því að Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið verði ekki samið um Icesave reikningana.

Komu göngukonu til aðstoðar

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í gærkvöldi til að aðstoða fjallgöngukonu, sem hafði snúið sig illa á fæti í hlíðum Helgafells, sunnan við Hafnarfjörð. Leiðangurinn gekk vel, enda veður gott, og var konunni komið undir læknis hendur. Óvenju mikið hefur verið um það að undanförnu, að göngufólki hlekkist eitthvað á, en kunnugir segja að það megi eflaust rekja til þess að sjaldan eða aldrei hafi jafn margt göngufólk verið á ferðinni og í sumar, bæði Íslendingar og útlendingar

Brotist inn hjá Póstinum

Brotist var inn í aðalskrifstofur Íslandspósts í Stórhöfða i Reykjavík í nótt og komst þjófurinn undan. Hann rótaði víða í skúffum og skápum í leit að verðmætum , en ekki er enn vitað hvort, eða hvað hann hafði upp úr krafsinu. Þá er líka óljóst hvort hann hefur gramsað eitthvað í póstsendingum.

Icesave enn fast í fjárlaganefnd

Fjárlaganefnd Alþingis frestaði fundi sínum um Icesave málð um klukkan hálf tvö í nótt og kemur aftur saman í hádeginu. Þingflokkum voru kynnt drög að nefndaráliti í gærkvöldi og reyndust mjög skiptar skoðanir um þau.

Ógnuðu manni með riffli í Höfðahverfi

Fjórir ungir menn voru handteknir seint í gærkvöldi, eftir að þeir höfðu beint riffli að manni, sem var við vinnu sína í Höfðahverfi í Reykjavík. Manninum var að vonum brugðið.

Níu ára drengur rekinn úr fótboltaliði

Níu ára gamall drengur hefur verið rekinn úr 6. flokki ÍR í fótbolta vegna hegðunarvandamála. Hann má því ekki mæta á æfingar hjá félaginu. Foreldrar hans voru látnir vita af brottrekstrinum í bréfi. Móðir hans gagnrýnir þetta harðlega. Að sögn Halldórs Þ. Halldórssonar, yfirþjálfara yngri flokka ÍR, var þetta síðasta úrræði félagsins.

Talsmenn neytenda fordæma verðmerkingar

„Ég vil fá þetta burt. Það hefur lengi verið skoðun Neytendasamtakanna að það eigi að banna forverðmerktar vörur. Stærsti ágallinn er sá að þær halda uppi verði. Því fyrr sem þær verða bannaðar, því betra," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir löngu tímabært að stöðva forverðmerkingar á matvöru.

Hækkun álverðs mikið ánægjuefni fyrir orkufyrirtækin í landinu

Verðið á áli hefur hækkað um 59 prósent frá því í mars og kostaði tonnið 1.997 dali í gær. „Þetta er mikið ánægjuefni fyrir orkufyrirtækin og hefur jákvæð áhrif á tekjurnar,“ segir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar.

Kvótaúthlutun á makríl: Samningsstaða Íslands er óljós

„Ekki er enn ljóst hvort Íslandi verður meinuð þátttaka í fundum hinna strandríkjanna um stjórnun veiða úr makrílstofninum fyrir árið 2010. Þar til þau viður­kenna Ísland sem fullgildan aðila að stjórn veiðanna og réttmæta hlutdeild okkar munum við stunda lögmætar makrílveiðar á okkar forsendum," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í niðurlagi greinar sem birtist í Fiskifréttum í gær.

Stöð 2 Sport: Leikdögum fjölgar í Meistaradeildinni

„Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnu­áhugamenn hér landi, en ekki síður viðurkenning fyrir fyrirtækið. Það hefur komið skýrt fram hjá sölu­aðilum þessa efnis að þeir telja að við höfum verið að þjóna markaðnum mjög vel og séum besti samstarfsaðilinn á markaðnum. Þeir líta á það sem sína hagsmuni að við komumst í gegnum þetta," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Eftirlit á miðunum: Um borð í 23 báta

Fiskistofa og Landhelgisgæslan fóru í júlí í sameiginlegan leiðangur í eftirliti á grunnslóð við landið. Leiðangurinn stóð í átta daga, en á þeim fimm dögum sem nýttust til verksins var farið um borð í alls 23 báta; tuttugu handfærabáta, einn togbát, einn línubát og einn netabát.

Með riffil út um bílgluggann

Lögregla fékk tilkynningu um að verið væri að ógna vegfarendum með skotvopni út úr bíl í grennd við Bíldshöfða um klukkan hálftíu í kvöld.

Lögreglukona gagnrýnir Stefán Eiríksson í opnu bréfi

Lögreglukonan Bylgja Hrönn Baldursdóttir sendir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, tóninn í opnu bréfi sem hún sendi honum í dag. Hún segir lögreglustjórann því miður á góðri leið með að missa lögreglumennina frá sér.

Jóhanna tekur til varna í grein á vef FT

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýnir beitingu hryðjuverkalaganna og þrýsting Hollendinga vegna láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í varnargrein sem birtist á vef Financial Times rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Enn fundað í fjárlaganefnd

Kristján Þór Júlíusson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd, segir enn unnið að fyrirvaraleiðinni í nefndinni. Enn hefur nefndin ekki náð saman.

Tollverðir felldu líka kjarasamninga

Tollverðir felldu í dag nýjan kjarasamning félagsins sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn. Á kjörskrá voru 115, en alls greiddu 48 atkvæði í rafrænni kosningu á heimasíðu Tollvarðafélagsins.

Fjórir lögreglubílar stöðvuðu einn á Sæbrautinni

Fjórir lögreglubílar stöðvuðu einn fólksbíl á Sæbrautinni milli klukkan 21 og 22 í kvöld. Lögregla vildi ekki gefa neinar upplýsingar um hvað væri á seyði, en staðfesti hins vegar að slíkur fjöldi bíla hefði farið í mál á svæðinu.

Dýrbítur gengur laus í Mosfellsdalnum

Hreinn Ólafsson, bóndi í Helgadal segir að bændur á svæðinu hafi síðasta hálfa mánuðinn fundið sex dauðar ær sem augljóslega hafi veið drepnar af hundi.

Frí frá þingstörfum hvarfla ekki að Þráni

Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir það ekki hvarfla að sér að taka sér frí frá þingstörfum þó restin af þingflokknum vilji að hann geri það.

Vilja leikfrestun vegna svínaflensu

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur óskað eftir þvi við mótanefnd knattspyrnusambands Íslands að leik Grindavíkur og ÍBV á sunnudag verði frestað.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn höfnuðu líka kjarasamningum

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn höfnuðu í dag kjarasamningum sem gerðir voru í sumar með afgerandi meirihluta. Póstatkvæðagreiðsla um framlengingu og breytingar á kjarasamningum sem skrifað var undir í júlí hófst 6. ágúst og lauk í dag.

Davíð Oddsson á Austurvelli

Um þrjúþúsund manns eru mættir á samstöðufund á Austurvelli, en þar á meðal er Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri.

Búsáhaldabylting í ítölskum smábæ

Kirkjuklukkurnar í ítalska smáþorpinu Mezzema hljóðnuðu fyrr í mánuðinum fyrir tilstuðlan prestsins á staðnum. Ástæðan var sú að ferðamaður hafði kvartað yfir hávaðanum sem þær framkölluðu snemma á morgnana.

Langflestir ganga niður Laugaveginn

Langflestir vegfarendur á Laugavegi og Skólavörðustíg í júlí eru fótgangandi samkvæmt könnun sem voru gerð var á ferðavenjum þeirra. „Veðrið hefur leikið við okkur í sumar og margir gengið Laugaveginn til að versla, skoða í glugga, fá sér matarbita eða bara til að njóta mannlífsins," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs í tilkynningu.

Lögfræðingar á fundi fjárlaganefndar

Hópur lögfræðinga sem fenginn var til þess að útbúa breytingar á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave settist á fund með fjárlaganefnd rétt uppúr klukkan þrjú í dag.

Annað innbrotið í Langholtskirkju á skömmum tima

Innbrotið í Langholtskirkju í nótt er annað innbrotið í kirkjuna á skömmum tíma. Brotamennirnir sem fóru inn í kirkjuna í nótt höfðu ekkert upp úr krafsinu nema ef vera skyldi að hafa svalað skemmdarfýsn sinni en þeir komust inn með því að brjóta rúðu á skrifstofu kirkjunnar.

Lögreglumenn höfnuðu kjarasamningi

Lögreglumenn höfnuðu með miklum meirihluta kjarasamningi sem gerður var við hið opinbera í sumar. Mikil óánægja hefur verið meðal lögreglumanna undanfarin misseri með launakjör og starfsaðstæður. Því höfnuðu rúmlega 91% félaga í Landssambandi lögreglumanna samningnum.

Sjá næstu 50 fréttir