Innlent

Mikilvægt að kanna hvað veldur fjölgun barnaverndarmála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason segir mikilvægt að kanna ástæður fyrir fjölgun barnaverndamála. Mynd/ Arnþór.
Árni Páll Árnason segir mikilvægt að kanna ástæður fyrir fjölgun barnaverndamála. Mynd/ Arnþór.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, lítur það mjög alvarlegum augum að tilkynningum til barnaverndaryfirvalda séu að aukast.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Alþingi í dag og spurði ráðherra hvernig ráðuneyti hans ætlaði að bregðast við þessari fjölgun. Benti hún á að á höfuðborgarsvæðinu hefði tilkynningum fjölgað um allt að 40%.

Árni Páll sagði að af reynslu nágrannaríkja að dæma væri mikil hætta á því erfiðleikar í efnahagslífi bitni fljótt á börnum og ungmennum. „Það eru ekki bara börn heldur líka unglingar sem eiga erfitt með að fóta sig á atvinnumarkaði sem verða fyrir barðinu á kreppunni." sagði Árni Páll.

Árni benti á að af hálfu ráðuneytisins hefði verið sett á fót svokölluð velferðarvakt sem væru skipuð fulltrúum ráðuneyta, sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og líknarsamtaka. Í raun allra þeirra sem koma að málum sem varða velferðarþjónustuna. Velferðarvaktin hygðist leggja pening í að láta rannsaka hvað væri að valda fjölgun tilkynninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×