Fleiri fréttir Fimm ný svínaflensu tilfelli Á síðastliðnum tveimur sólarhringum voru fimm ný H1N1, eða svokölluð svínaflensutilfelli, og heildarfjöldi staðfestra tilfella því 51 samtals, enginn er alvarlega veikur. 31.7.2009 14:03 Fundu fíkniefni í Herjólfi Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lögreglumenn á Selfossi og í Borgarnesi eru með virkt umferðareftirlit á stofnbrautum í umdæmunum alla helgina. Þá hefur Selfosslögreglan jafnframt verið með fíkniefnaeftirlit í kringum Herjólf, sem siglir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyjar. Lítilræði af fíkniefnum fundust á farþegum í Herjólfi í gær, en ekki er búið að vigta það magn. 31.7.2009 13:34 Líklegast seljast um 800 þúsund lítrar af áfengi fyrir helgina Opnunartími Vínbúða verður með hefðbundnum hætti um verslunarmannahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Vínbúðirnar á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi verða opnar til átta í kvöld og á morgun frá 11 - 18. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar til klukkan sjö í kvöld og frá 11-18 á morgun. 31.7.2009 12:57 Víða þungbúið með skúrum á laugardag „Þetta lítur nokkuð svipað út og búið er að spá. Við verðum með hæglætisveður þessa helgina síst þó norðvestanlands. 31.7.2009 12:22 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að birtast sem innheimtustofnun Krafa hinna Norðurlandanna um að Icesave málinu ljúki áður en lán frá þeim berast kemur í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti tekið endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands fyrir í næstu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í morgun. 31.7.2009 11:22 Róleg umferð enn sem komið er Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 31.7.2009 10:57 Björgunarbát stolið af sjúklingum Á sunnudaginn var björgunarbát Reykjalundar á Hafravatni stolið. Vitni segja að á sunnudeginum hafi komið tveir einstaklingar á gráum Yaris og leikið sér á björgunarbátnum. Þeir voru með eigin mótor. 31.7.2009 10:38 Umferðastofa varar við lestarstjórum og lausamunum Umferðarstofa leggur áherslu á öryggi ökumanna yfir verslunarmannahelgina og árétta að þeir sem leggi í ferðalag með hýbíli á hjólum athugi tímanlega að allt í sé í lagi. 31.7.2009 09:19 Öflugt umferðareftirlit um helgina Lögreglan og Landhelgisgæslan verða með eftirlit úr þyrlu um helgina. Fylgst verður með umferðinni á helstu umferðaræðum þjóðvegakerfisins auk þess sem ástand ökumanna á hálendinu verður kannað. 31.7.2009 07:08 Margmenni en rólegheit í Eyjum Mikill fjöldi fóllks hefur verið á gangi um Vestmannaeyjabæ í alla nótt og var enn fjölmenni í bænum á sjöunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu var óvenjufjölmennt í bænum í nótt, miðað við sömu nætur undanfarin ár. 31.7.2009 07:02 Jóni Gerald vísað út úr Bónus: Var ekki að njósna Jóni Gerald Sullenberg-er athafnamanni, var vísað út úr verslun Bónuss á Korputorgi á þriðjudaginn. 31.7.2009 06:30 Ávöxtun viðbótarlífeyris við núllið Raunávöxtun viðbótarlífeyris hefur verið um núll prósent undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna sem mat árangur viðbótarlífeyrissjóða. 31.7.2009 06:00 Lönd fara á myntkortið við inngöngu Íslandi verður bætt við á kort sem er á einnar og tveggja evru mynt Evrópusambandsins ef landið gengur í sambandið. Þetta kemur fram í svari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ísland er ekki á Evrópukorti á framhlið peninganna hvort sem um er að ræða upphaflega útgáfu frá 1999 eða uppfærða útgáfu frá 2005. 31.7.2009 05:30 Frítt að æfa á nýja golfvellinum tómstundir „Ég veit hreinlega ekki hvort þetta er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að komast ókeypis í golf, en mér þykir það líklegt,“ segir Halldór Rafnsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. 31.7.2009 05:30 Íslendingar óttast ekki flensufaraldurinn Tæplega þrír fjórðu hlutar þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudag sögðust lítið óttast svínaflensuna sem nú herjar á landsmenn. 31.7.2009 05:00 Verið að skoða starfshætti vegna innheimtu bílalána Starfshættir fjármögnunarfyrirtækja eru til skoðunar hjá nefnd þriggja ráðuneyta, félagsmála-, dómsmála- og viðskiptaráðuneytis. Þar er sérstaklega horft til réttarstöðu lántaka gagnvart fyrirtækjunum, en margir hafa kvartað yfir því að hart sé gengið fram í að innheimta bílalán. 31.7.2009 04:00 Einhver væta víðast hvar um helgina Búast má við einhverri vætu víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum og norðan- og austanlands verður rigning eða skúrir mestalla helgina. Einnig verður vætusamt sunnanlands. 31.7.2009 04:00 Álftanes: Segir þetta algjöran sirkus Allt bendir til þess að Á-listinn á Álftanesi muni halda meirihlutasamstarfi sínu áfram eftir að D-listinn hafnaði meirihlutasamstarfi við tvo bæjarfulltrúa Á-listann á þriðjudagskvöldið. 31.7.2009 04:00 Utanríkisráðherra Litháens sæmdi Jón Baldvin orðu Vygauda Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin Hannibalsson árþúsundsorðu Litháens í heimsókn sinni í síðustu viku. 31.7.2009 03:30 Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30.7.2009 22:20 Obama lægði kynþáttaöldur með bjór Barack Obama gerði sér lítið fyrir og bauð þeldökka háskólakennaranum Henry Louis Gates og hvíta lögregluþjóninum Jim Crowley heim í Hvíta húsið til bjórdrykkju eftir að þeim síðarnefndu hafði lent saman. 30.7.2009 23:45 Lögreglumenn vilja kjósa um breytingar á vaktakerfi Félagsfundur Lögreglufélags Reykjavíkur samþykkti í kvöld ályktun þar sem þeir lýsa almennri óánægju meðal lögreglumanna vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktakerrfi og starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 30.7.2009 22:50 Útskriftarferð til Mallorca: Er óróleg yfir hryðjuverki „Við erum að fara að vera í Palmanova - þar sem sprengingin var í dag," segir Sólrún Sigvaldadóttir, fráfarandi formaður nemendafélags MK. Árgangur hennar fer í útskriftarferð til eyjunnar Mallorca næsta miðvikudag, en mannskætt hryðjuverk átti sér stað í dag í sama bæ og þau koma til með að dvelja. 30.7.2009 21:23 Rökræður og þolinmæði sterkustu vopn lögreglu Mótmæli ársins 2008 eru fyrirferðarmikil í nýrri ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er talað um þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á haustmánuðum 2008 og fjallað um mótmæli bæði vörubílstjóra og almennings í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslunni segir sjaldan hafa reynt jafn mikið á lögregluna og á síðasta ári. 30.7.2009 20:40 Verkalýðsforingjar með tekjur langt umfram umbjóðendurna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með tvöfaldar tekjur viðsemjenda sinna eða tæpar tvær milljónir á mánuði. Verkalýðsforingjarnir eru með tekjur langt umfram laun umbjóðenda sinna. 30.7.2009 20:15 Gæsluvarðhald yfir lánasjóðssvikurum framlengt Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir um að hafa svikið tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði hefur verið framlengt til fjórða og fimmta ágúst. Hæstiréttur staðfesti gæslulvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms í dag. Fjórði maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru á tvítugs og þrítugsaldi og tókst þeim að blekkja þrjár ríkisstofnanir með fölsuðum pappírum. 30.7.2009 19:40 Segir þjóðina ekki hafa efni á nornaveiðum Þjóðin hefur ekki efni á fordómafullum nornaveiðum, hún þarf á reynslufólki úr bankageiranum að halda. Þetta segir fyrrverandi formaður Samtaka kvenna í atvinnurekstri. Fyrst þarf það að biðjast afsökunar á sínum þætti, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor. 30.7.2009 19:01 Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30.7.2009 18:56 Mikill munur á tekjum auðmanna Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. 30.7.2009 18:44 Hera fékk drátt í höfn Dragnótarbáturinn Hera ÞH 60 varð fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna út á Skagafirði nú fyrir stundu, að því er fram kemur á fréttavefnum Feykir.is. Eiður OF 13 frá Ólafsfirði dró bátinn að bryggju í Sauðárkrókshöfn og fengu bátarnir fylgd björgunarsveitarmanna úr Skagfirðingasveit. 30.7.2009 18:36 Ný útlánastofnun á Íslandi Nýja útlánastofnunin Uppspretta kemur til með að taka til starfa á landinu þegar hausta tekur. Hér er þó ekki um að ræða hefðbundinn banka, heldur svokallaða örlánamiðlun að asískri fyrirmynd. 30.7.2009 18:23 Sigurjón Þ. hættur kennslu í HR Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, kemur ekki til með að kenna við Háskólann í Reykjavík á komandi vetri. Eftir hrun hóf hann þar kennslu í ákveðnu námskeiði í verkfræði, en samkvæmt Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, upplýsingafulltrúa Háskólans, stóð aldrei til að hann kenndi meira. 30.7.2009 17:40 Hættuleg klifurgrind fjarlægð Klifurgrind á leikssvæði við Engidalsskóla í Hafnarfirði þar sem átta ára stúlka var hætt komin í fyrradag hefur verið tekin niður. Stúlkan sem var að leik í klifurgrindinni festist með reiðhjólahjálminn sinn á milli rimlanna og var nærri köfnuð. 30.7.2009 19:15 Lögreglan leitaði í bíl Annþórs Lögreglan gerði leit í bíl Annþórs Karlssonar rétt fyrir utan Selfoss áðan. Annþór keyrir um að hvítum Cadillac Escalade með einkanúmerinu Anni. Vitni sá að búið var að fjarlægja allan farangur úr bílnum og leggja það á leita í bílnum. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi haft staðfestan grun um að ólögleg efni leyndust í bílnum eða hvort um hefðbundið eftirlit lögreglu var að ræða. 30.7.2009 16:59 AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30.7.2009 15:36 Laugardagurinn verður þungbúinn um land allt „Það hafa orðið nokkrar breytingar á spánum frá því sem verið hefur síðustu daga. Laugardagurinn verður þungbúinn um allt land og á sunnanverðu landinu verða myndarlegar skúrir á víð og dreif síðdegis" 30.7.2009 15:05 Vill fækka lögreglustjórum í einn Til stendur að lögregluumdæmi landsins verði stækkuð frá því sem nú er og verði 6-8 talsins, og starfi þau undir forystu umdæmisstjóra. Ráðgert er að þeir verði undir stjórn eins lögreglustjóra á landsvísu, sem yrði nýtt embætti. Þannig verði lögregluembættin í landinu sameinuð í eitt lögreglulið. Þetta er á meðal tillagna sem Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti fyrir lögreglustjórum og stjórn Landssambands lögreglumanna í dag. Hafinn er undirbúningur að þessu breytta skipulagi. 30.7.2009 14:52 Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast á milli ára Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast milli ára samkvæmt tjónaskýrslum Sjóvá. Allt árið í fyrra var Sjóvá tilkynnt um 119 innbrot með tjón að verðmæti 9 milljónir og 400 þúsund krónur. 30.7.2009 14:06 Lögreglustjóri segir hugmyndir um breytingar á lögreglunni vel unnar „Ég held bara að þarna sé unnið að fagmennsku og með skynsemi að leiðarljósi og þá held ég að út úr því komi alltaf eitthvað gott," segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. 30.7.2009 13:53 Ingunn Wernersdóttir greiddi ekki krónu í útsvar árið 2008 Heildargreiðsla í opinber gjöld segir ekki alla söguna um launatekjur viðkomandi aðila. Eins og fram hefur fram á Vísi, greiddi Hreiðar Már Sigurðsson, hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík fyrir árið 2008. Ingunn Wernersdóttir, greiðir ekki krónu í útsvar samkvæmt álagningarskrám fyrir síðasta árs. Því má leiða að því líkum að hún framfleyti sér eingöngu á fjármagnstekjum. 30.7.2009 13:25 Allt á lausu varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Enn er allt í lausu lofti varðandi fyrirtöku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á málefnum Íslands. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegir þunnu hljóði. 30.7.2009 12:08 Lögreglan verður með eftirlit í öllum hverfum um helgina Lögreglan mun halda úti öflugu eftirliti í öllum hverfum um verslunarmannahelgina. Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast grannt með íbúðarhúsnæði um 30.7.2009 12:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er skattakóngur Íslands Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008. Næstur á eftir Þorsteini kemur Hreiðar Már Guðmundsson sem gegndi stöðu bankastjóra Kaupþings við hrun bankans. 30.7.2009 11:21 Er bíllinn í lagi? Áður en lagt er af stað í ferðalag geta bíleigendur sjálfir athugað og framkvæmt ýmislegt, til dæmis: Eru dekk og felgur í lagi? Eru dekkin óslitin, mynsturdýpt skal vera minnst 1,6 millimetrar eða ekki meira slitin en svo að þeim sé treystandi út á þjóðvegina, ekki síst malarvegina? Er nóg loft í dekkjunum? Er nóg loft í varadekkinu? Er tjakkur og felgulykill í bílnum? 30.7.2009 10:25 Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30.7.2009 07:13 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm ný svínaflensu tilfelli Á síðastliðnum tveimur sólarhringum voru fimm ný H1N1, eða svokölluð svínaflensutilfelli, og heildarfjöldi staðfestra tilfella því 51 samtals, enginn er alvarlega veikur. 31.7.2009 14:03
Fundu fíkniefni í Herjólfi Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lögreglumenn á Selfossi og í Borgarnesi eru með virkt umferðareftirlit á stofnbrautum í umdæmunum alla helgina. Þá hefur Selfosslögreglan jafnframt verið með fíkniefnaeftirlit í kringum Herjólf, sem siglir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyjar. Lítilræði af fíkniefnum fundust á farþegum í Herjólfi í gær, en ekki er búið að vigta það magn. 31.7.2009 13:34
Líklegast seljast um 800 þúsund lítrar af áfengi fyrir helgina Opnunartími Vínbúða verður með hefðbundnum hætti um verslunarmannahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Vínbúðirnar á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi verða opnar til átta í kvöld og á morgun frá 11 - 18. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar til klukkan sjö í kvöld og frá 11-18 á morgun. 31.7.2009 12:57
Víða þungbúið með skúrum á laugardag „Þetta lítur nokkuð svipað út og búið er að spá. Við verðum með hæglætisveður þessa helgina síst þó norðvestanlands. 31.7.2009 12:22
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að birtast sem innheimtustofnun Krafa hinna Norðurlandanna um að Icesave málinu ljúki áður en lán frá þeim berast kemur í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti tekið endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands fyrir í næstu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í morgun. 31.7.2009 11:22
Róleg umferð enn sem komið er Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 31.7.2009 10:57
Björgunarbát stolið af sjúklingum Á sunnudaginn var björgunarbát Reykjalundar á Hafravatni stolið. Vitni segja að á sunnudeginum hafi komið tveir einstaklingar á gráum Yaris og leikið sér á björgunarbátnum. Þeir voru með eigin mótor. 31.7.2009 10:38
Umferðastofa varar við lestarstjórum og lausamunum Umferðarstofa leggur áherslu á öryggi ökumanna yfir verslunarmannahelgina og árétta að þeir sem leggi í ferðalag með hýbíli á hjólum athugi tímanlega að allt í sé í lagi. 31.7.2009 09:19
Öflugt umferðareftirlit um helgina Lögreglan og Landhelgisgæslan verða með eftirlit úr þyrlu um helgina. Fylgst verður með umferðinni á helstu umferðaræðum þjóðvegakerfisins auk þess sem ástand ökumanna á hálendinu verður kannað. 31.7.2009 07:08
Margmenni en rólegheit í Eyjum Mikill fjöldi fóllks hefur verið á gangi um Vestmannaeyjabæ í alla nótt og var enn fjölmenni í bænum á sjöunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu var óvenjufjölmennt í bænum í nótt, miðað við sömu nætur undanfarin ár. 31.7.2009 07:02
Jóni Gerald vísað út úr Bónus: Var ekki að njósna Jóni Gerald Sullenberg-er athafnamanni, var vísað út úr verslun Bónuss á Korputorgi á þriðjudaginn. 31.7.2009 06:30
Ávöxtun viðbótarlífeyris við núllið Raunávöxtun viðbótarlífeyris hefur verið um núll prósent undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Fortuna sem mat árangur viðbótarlífeyrissjóða. 31.7.2009 06:00
Lönd fara á myntkortið við inngöngu Íslandi verður bætt við á kort sem er á einnar og tveggja evru mynt Evrópusambandsins ef landið gengur í sambandið. Þetta kemur fram í svari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ísland er ekki á Evrópukorti á framhlið peninganna hvort sem um er að ræða upphaflega útgáfu frá 1999 eða uppfærða útgáfu frá 2005. 31.7.2009 05:30
Frítt að æfa á nýja golfvellinum tómstundir „Ég veit hreinlega ekki hvort þetta er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að komast ókeypis í golf, en mér þykir það líklegt,“ segir Halldór Rafnsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. 31.7.2009 05:30
Íslendingar óttast ekki flensufaraldurinn Tæplega þrír fjórðu hlutar þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudag sögðust lítið óttast svínaflensuna sem nú herjar á landsmenn. 31.7.2009 05:00
Verið að skoða starfshætti vegna innheimtu bílalána Starfshættir fjármögnunarfyrirtækja eru til skoðunar hjá nefnd þriggja ráðuneyta, félagsmála-, dómsmála- og viðskiptaráðuneytis. Þar er sérstaklega horft til réttarstöðu lántaka gagnvart fyrirtækjunum, en margir hafa kvartað yfir því að hart sé gengið fram í að innheimta bílalán. 31.7.2009 04:00
Einhver væta víðast hvar um helgina Búast má við einhverri vætu víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum og norðan- og austanlands verður rigning eða skúrir mestalla helgina. Einnig verður vætusamt sunnanlands. 31.7.2009 04:00
Álftanes: Segir þetta algjöran sirkus Allt bendir til þess að Á-listinn á Álftanesi muni halda meirihlutasamstarfi sínu áfram eftir að D-listinn hafnaði meirihlutasamstarfi við tvo bæjarfulltrúa Á-listann á þriðjudagskvöldið. 31.7.2009 04:00
Utanríkisráðherra Litháens sæmdi Jón Baldvin orðu Vygauda Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin Hannibalsson árþúsundsorðu Litháens í heimsókn sinni í síðustu viku. 31.7.2009 03:30
Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30.7.2009 22:20
Obama lægði kynþáttaöldur með bjór Barack Obama gerði sér lítið fyrir og bauð þeldökka háskólakennaranum Henry Louis Gates og hvíta lögregluþjóninum Jim Crowley heim í Hvíta húsið til bjórdrykkju eftir að þeim síðarnefndu hafði lent saman. 30.7.2009 23:45
Lögreglumenn vilja kjósa um breytingar á vaktakerfi Félagsfundur Lögreglufélags Reykjavíkur samþykkti í kvöld ályktun þar sem þeir lýsa almennri óánægju meðal lögreglumanna vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktakerrfi og starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 30.7.2009 22:50
Útskriftarferð til Mallorca: Er óróleg yfir hryðjuverki „Við erum að fara að vera í Palmanova - þar sem sprengingin var í dag," segir Sólrún Sigvaldadóttir, fráfarandi formaður nemendafélags MK. Árgangur hennar fer í útskriftarferð til eyjunnar Mallorca næsta miðvikudag, en mannskætt hryðjuverk átti sér stað í dag í sama bæ og þau koma til með að dvelja. 30.7.2009 21:23
Rökræður og þolinmæði sterkustu vopn lögreglu Mótmæli ársins 2008 eru fyrirferðarmikil í nýrri ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er talað um þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á haustmánuðum 2008 og fjallað um mótmæli bæði vörubílstjóra og almennings í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslunni segir sjaldan hafa reynt jafn mikið á lögregluna og á síðasta ári. 30.7.2009 20:40
Verkalýðsforingjar með tekjur langt umfram umbjóðendurna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er með tvöfaldar tekjur viðsemjenda sinna eða tæpar tvær milljónir á mánuði. Verkalýðsforingjarnir eru með tekjur langt umfram laun umbjóðenda sinna. 30.7.2009 20:15
Gæsluvarðhald yfir lánasjóðssvikurum framlengt Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir um að hafa svikið tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði hefur verið framlengt til fjórða og fimmta ágúst. Hæstiréttur staðfesti gæslulvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms í dag. Fjórði maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi. Mennirnir eru á tvítugs og þrítugsaldi og tókst þeim að blekkja þrjár ríkisstofnanir með fölsuðum pappírum. 30.7.2009 19:40
Segir þjóðina ekki hafa efni á nornaveiðum Þjóðin hefur ekki efni á fordómafullum nornaveiðum, hún þarf á reynslufólki úr bankageiranum að halda. Þetta segir fyrrverandi formaður Samtaka kvenna í atvinnurekstri. Fyrst þarf það að biðjast afsökunar á sínum þætti, segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor. 30.7.2009 19:01
Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30.7.2009 18:56
Mikill munur á tekjum auðmanna Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. 30.7.2009 18:44
Hera fékk drátt í höfn Dragnótarbáturinn Hera ÞH 60 varð fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna út á Skagafirði nú fyrir stundu, að því er fram kemur á fréttavefnum Feykir.is. Eiður OF 13 frá Ólafsfirði dró bátinn að bryggju í Sauðárkrókshöfn og fengu bátarnir fylgd björgunarsveitarmanna úr Skagfirðingasveit. 30.7.2009 18:36
Ný útlánastofnun á Íslandi Nýja útlánastofnunin Uppspretta kemur til með að taka til starfa á landinu þegar hausta tekur. Hér er þó ekki um að ræða hefðbundinn banka, heldur svokallaða örlánamiðlun að asískri fyrirmynd. 30.7.2009 18:23
Sigurjón Þ. hættur kennslu í HR Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, kemur ekki til með að kenna við Háskólann í Reykjavík á komandi vetri. Eftir hrun hóf hann þar kennslu í ákveðnu námskeiði í verkfræði, en samkvæmt Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, upplýsingafulltrúa Háskólans, stóð aldrei til að hann kenndi meira. 30.7.2009 17:40
Hættuleg klifurgrind fjarlægð Klifurgrind á leikssvæði við Engidalsskóla í Hafnarfirði þar sem átta ára stúlka var hætt komin í fyrradag hefur verið tekin niður. Stúlkan sem var að leik í klifurgrindinni festist með reiðhjólahjálminn sinn á milli rimlanna og var nærri köfnuð. 30.7.2009 19:15
Lögreglan leitaði í bíl Annþórs Lögreglan gerði leit í bíl Annþórs Karlssonar rétt fyrir utan Selfoss áðan. Annþór keyrir um að hvítum Cadillac Escalade með einkanúmerinu Anni. Vitni sá að búið var að fjarlægja allan farangur úr bílnum og leggja það á leita í bílnum. Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi haft staðfestan grun um að ólögleg efni leyndust í bílnum eða hvort um hefðbundið eftirlit lögreglu var að ræða. 30.7.2009 16:59
AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30.7.2009 15:36
Laugardagurinn verður þungbúinn um land allt „Það hafa orðið nokkrar breytingar á spánum frá því sem verið hefur síðustu daga. Laugardagurinn verður þungbúinn um allt land og á sunnanverðu landinu verða myndarlegar skúrir á víð og dreif síðdegis" 30.7.2009 15:05
Vill fækka lögreglustjórum í einn Til stendur að lögregluumdæmi landsins verði stækkuð frá því sem nú er og verði 6-8 talsins, og starfi þau undir forystu umdæmisstjóra. Ráðgert er að þeir verði undir stjórn eins lögreglustjóra á landsvísu, sem yrði nýtt embætti. Þannig verði lögregluembættin í landinu sameinuð í eitt lögreglulið. Þetta er á meðal tillagna sem Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti fyrir lögreglustjórum og stjórn Landssambands lögreglumanna í dag. Hafinn er undirbúningur að þessu breytta skipulagi. 30.7.2009 14:52
Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast á milli ára Innbrot í bíla hafa nærri tvöfaldast milli ára samkvæmt tjónaskýrslum Sjóvá. Allt árið í fyrra var Sjóvá tilkynnt um 119 innbrot með tjón að verðmæti 9 milljónir og 400 þúsund krónur. 30.7.2009 14:06
Lögreglustjóri segir hugmyndir um breytingar á lögreglunni vel unnar „Ég held bara að þarna sé unnið að fagmennsku og með skynsemi að leiðarljósi og þá held ég að út úr því komi alltaf eitthvað gott," segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. 30.7.2009 13:53
Ingunn Wernersdóttir greiddi ekki krónu í útsvar árið 2008 Heildargreiðsla í opinber gjöld segir ekki alla söguna um launatekjur viðkomandi aðila. Eins og fram hefur fram á Vísi, greiddi Hreiðar Már Sigurðsson, hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík fyrir árið 2008. Ingunn Wernersdóttir, greiðir ekki krónu í útsvar samkvæmt álagningarskrám fyrir síðasta árs. Því má leiða að því líkum að hún framfleyti sér eingöngu á fjármagnstekjum. 30.7.2009 13:25
Allt á lausu varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Enn er allt í lausu lofti varðandi fyrirtöku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á málefnum Íslands. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegir þunnu hljóði. 30.7.2009 12:08
Lögreglan verður með eftirlit í öllum hverfum um helgina Lögreglan mun halda úti öflugu eftirliti í öllum hverfum um verslunarmannahelgina. Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast grannt með íbúðarhúsnæði um 30.7.2009 12:00
Þorsteinn Már Baldvinsson er skattakóngur Íslands Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008. Næstur á eftir Þorsteini kemur Hreiðar Már Guðmundsson sem gegndi stöðu bankastjóra Kaupþings við hrun bankans. 30.7.2009 11:21
Er bíllinn í lagi? Áður en lagt er af stað í ferðalag geta bíleigendur sjálfir athugað og framkvæmt ýmislegt, til dæmis: Eru dekk og felgur í lagi? Eru dekkin óslitin, mynsturdýpt skal vera minnst 1,6 millimetrar eða ekki meira slitin en svo að þeim sé treystandi út á þjóðvegina, ekki síst malarvegina? Er nóg loft í dekkjunum? Er nóg loft í varadekkinu? Er tjakkur og felgulykill í bílnum? 30.7.2009 10:25
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30.7.2009 07:13