Innlent

Kviknaði í út frá gasgrilli

Líklegasta orsök bruna Hótels Valhallar er að eldur hafi komið upp í gasgrilli í eldhúsinu, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á Selfossi. Mikil fita hafði safnast á grillinu og líklegt sé að kviknað hafi í henni. Eldurinn hafi við það farið upp um háf í eldhúsinu. Þaðan hafi eldurinn náð upp á milliloft og svo breiðst hratt út.

„Um leið og hann náði að brjótast niður úr loftinu og fá súrefni hefur hann farið út um allt," segir Þorgrímur. Ekkert bendir til refsiverðrar háttsemi.

Rannsókn er ekki lokið, en hún gæti tekið nokkrar vikur, að sögn Þorgríms. Rannsóknin er unnin af lögreglunni á Selfossi í samstarfi við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var tryggt fyrir 280 milljónir króna. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×