Innlent

Geir og Ingibjörg ná kvöldmatnum

Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde.
Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde.

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra eru nú stödd í Stafangri í Noregi. Þar millilenti einkaþotan sem flutti þau á leiðtogafund Nato í Búkarest til þess að taka eldsneyti fyrir stundu.

Það þýðir að um þrír tíma eru í að þotan lendi á Reykjavíkurflugvelli og ná þau því kvöldmatnum hér á landi.

Geir og Ingibjörg fóru ásamt föruneyti sínu til Búkarest á miðvikudaginn en fundinum lauk í dag.


Tengdar fréttir

Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær.

Forsætisráðuneyti neitar að upplýsa kostnað við einkaþotu

Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.

Hættu við áætlunarflug vegna einkaþotu á kostakjörum

Forsætisráðuneytið var búið að bóka áætlunarflug til Búkarest með viðkomu í London í eina nótt áður en ákvörðun var tekin um að fljúga frekar á Nato fundinn með einkaþotu. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarkonu Geirs Haarde, var ákveðið að taka síðari kostinn þegar í ljós kom að kostnaðurinn væri aðeins 100 til 300 þúsund krónum meiri.

Geir og Ingibjörg Sólrún með einkaþotu á NATO-fund

Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna.

Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu

„Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu“ skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær.

Tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir engar athugasemdir við að ráðherrar ferðist með einkaþotu á NATO-fund og segir tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir það að sínu mati skjóta skökku við að ráðherrar velji þennan kost þegar þeir hafi boðað aðhald í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×