Innlent

Fuglaflensa hreiðrar um sig í Egyptalandi

Egypskur karlmaður lést í dag af völdum H5N1 afbrigði fuglaflensu. Þar með hafa 21 manns látið lífið af völdum fuglaflensu í Egyptalandi undanfarin misseri.

Karlmaðurinn sem lést í dag var 19 ára gamall og sýktist þegar hann komst í snertingu við sýkta fugla. 25 ára kona lést af völdum H5N1 afbrigðisins í síðasta mánuði. Þetta er þriðji veturinn í röð sem fuglaflensa lætur á sér kræla en veiran lætur lítið fyrir sér fara á sumrin. Fuglaflensa fannst fyrst í Egyptalandi árið 2006.

230 hafa látist af völdum fuglaflensu síðan árið 2003 en Egyptaland er það land utan Asíu sem mátt hefur þola flestu dauðsföllinn af völdum fuglaflensu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×