Innlent

Hópslagsmál á Smiðjustíg

Hópslagsmál brutust út fyrir framan veitingahús á Smiðjustíg í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang var mikill æsingur og um það bil tíu manns að slást.

Lögregla skakkaði leikinn og endaði með því að þrír voru handteknir og tveir af þeim gistu fangageymslur. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar áverka en hann var sleginn í andlitið og bitinn i hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×