Fleiri fréttir

Ekki á leið á Landspítalann

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrverandi forstjóri Byko, þvertekur fyrir það að hún muni taka við starfi forstjóra Landspítalans. Eins og Fréttablaðið greinir frá í morgun hefur nafn Ásdísar Höllu ítrekað verið nefnt innan spítalans í umræðum um hver næsti stjórnandi spítalans verði. Þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gærmorgun sagði slíkar vangaveltur ekki á rökum reistar.

Flest skíðasvæði opin í dag

Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli verður opið til klukkan sex en þar er um þriggja stiga frost og aðstæður til skíðaiðkunar með besta móti.

Magnús fer vegna samskiptaörðugleika

Samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Magnúsar Péturssonar, fráfarandi forstjóra Landspítalans, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum Vísis.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða eykst

Útflutningsverðmæti áls og sjávarafurða hefur aukist um allt að tuttugu milljarða vegna veikingar krónunnar. Hækkanir á erlendum mörkuðum auka verðmætið enn frekar.

Krónan ekki veikari í fjölda ára

Krónan hélt áfram að veikjast í dag og hefur hún ekki verið veikari í yfir sex ár. Verðhækkanir hellast yfir landsmenn með vorinu að óbreyttu.

Norðurálsmenn halda áfram leikriti

Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir forsvarsmenn Norðuráls hafa haldið áfram leikriti í morgun í tengslum við byggingu álvers í Helguvík til þess að láta líta svo út að þeir séu búnir að landa málinu.

Komið í veg fyrir svifryksmengun með rykbindiefnum

Svifryksmengun er undir heilsuverndarmörkum í dag þótt götur borgarinnar séu þurrar og veður stillt. Ástæðan er sú að í nótt og í morgun voru 290 km eknir til að dreifa 27 þúsund lítrum af rykbindiefnum á allar helstu umferðargötur í Reykjavík.

Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn

Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins.

Fangaflugvél lenti í Keflavík í hádeginu

Tveggja hreyfla vél í eigu fyrirtækisins Aviation Specialities lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Aviation Specialities er skúffufyrirtæki í eigu CIA sem grunað hefur verið um að notað í fangaflug.

Vísbendingar um minni athygli ökumanna við stýrið

Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar voru tjónamestu gatnamót landsins í fyrra samkvæmt samantekt Forvarnahúss Sjóvar. Þar urðu 58 bótaskyld tjón og þar slösuðust 16 manns og nam tjónið 95 milljónum króna.

Póstmenn samþykkja kjarasamning

Póstmannafélag Íslands samþykkti kjarasamning félagsins við Íslandspóst með rúmum 76 prósentum atkvæða þeirra sem greiddu atkvæði.

Geitungar í Kópavogi boða vorið

Heiðlóan á undir högg að sækja í samkeppni sinni við aðra íslenska vorboða en geitungar eru löngu orðnir fastur liður hér á landi með hækkandi sól. Nokkrir smiðir sem vinna að viðhaldi gamals húss við Þinghólsbraut í Kópavogi töldu sig greina vor í nánd þegar einn gulbröndóttur í stærri kantinum birtist á vinnupallinum hjá þeim nú í hádeginu.

Segir Baugsmál hafa molnað í höndum skattayfirvalda

„Þetta mál hefur molnað niður í höndum skattyfirvalda og núna þarf að endurgreiða okkur rúmlega 75 milljónir af þeim 142 sem okkur var gert að greiða. Þá spyr maður sig hvort ekki hafi verið full hátt reitt til höggs af þeirra hálfu?,“ segir Hreinn Loftsson stjórnarmaður í Baugi og lögmaður félagsins.

Búið að gera við um helming Nissan Navara bíla

Öryggisbúnaður í rúmlega tvö hundruð Nissan Navara pallbílum hér á landi hefur verið endurbættur eftir að bíllinn fékk falleinkunn í árekstraprófun. Í endurteknum prófunum eftir breytingar fær bíllinn hins vegar mun betri einkunn.

Magnús Pétursson hættir sem forstjóri Landspítala

Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans hefur ákveðið að láta af störfum. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að ákvörðun Magnúsar hafi verið tekin í samkomulagi við ráðherra. Anna Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga munu fylla skarð Magnúsar uns nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Ný heilsugæslustöð rís í Árbæjarhverfi

Smíði nýrrar heilsugæslustöðvar í Árbæjarhverfi í Reykjavík er hafin og stóð til að heilbrigðisráðherra skrifaði undir leigusamning um húsnæðið nú laust fyrir hádegi.

Dagur segir borgarstjóra hafa frestað tillögu frá meirihluta

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar segir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi farið fram á frestun á sameiginlegri tillögu allra borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Tillagan gekk út á að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og léttlestakerfi í Reykjavík.

Inflúensan sögð væg og seint á ferðinni

Inflúensan hefur að því er virðist verið fremur væg það sem af þessum vetri og kom tiltölulega seint. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttarfréttum Landslæknisembættisins.

Aðalmeðferð í Byrgismáli í fjóra daga

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Guðmundir Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, vegna meintra kynferðisbrota hans gegn fjórum konum hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.

Andmæla hugmyndum um einkavæðingu Hólaskóla

Vinstri - græn í Skagafirði skora á stjórnvöld að standa vörð um Hólaskóla, Háskólann á Hólum, sem sjálfstætt menntasetur í þjóðareigu eins og hann hafi verið um aldir og andmælir harðlega hugmyndum um einkavæðingu.

Vill neðanjarðarlestir í Reykjavík

Hægt er að leysa vandamál almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu án fjölgunar strætisvagna eða taka dýrmætt land undir vegi. Björn Kristinsson verkfræðingur segist hafa lausnina.

Bjarni ósáttur við leka í röðum framsóknarmanna

Valgerður Sverrisdóttir vill ekki tjá sig um gagnrýni Bjarna Harðarsonar sem birtist í bréfi sem hann ritaði nokkrum samflokksmönnum sínum á dögunum. DV birtir nokkra kafla úr bréfinu í dag en í því kemur fram gagnrýni á ræðu sem Valgerður flutti um Evrópumál á Iðnþingi.

Settu upp stíflu í anddyri Landsvirkjunar

Nokkrir krakkar settu upp stíflu við inngang Landsvirkjunar í morgun. Tilefnið var alþjóðlegur baráttudagur fyrir ár og fljót í heiminum. Krakkarnir voru prúðir og kurteisir en hurfu fljótt á brott þar sem þau þurftu að mæta í skóla.

Játar á sig fjársvik í Tryggingarstofnunarmáli

Fjölmennasta þingfesting í sögu Héraðsdóms Reykjavíkur var í morgun í máli ríkislögreglustjóra á hendur 20 manns sem ákærðir eru í tengslum við fjársvik innan Tryggingarstofununar ríkisins sem talin eru nema um 76 milljónum króna.

Óku inn í Árbæjarapótek

Lögreglan rannsakar nú tilraun til innbrots í Árbæjarapótek í Hraunbæ í Reykjavík. Svo virðist sem þjófarnir hafi keyrt fólksbifreið á hurð apóteksins. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.

Dæmd til að greiða um tíu milljónir vegna slyss í Mýrarhúsaskóla

Móðir barns í Mýrarhúsaskóla sem skellti hurð á höfuð kennara með þeim afleiðingum að hann hlaut örorku var dæmd til að greiða kennaranum 9,7 milljónir króna í bætur vegna slyssins. Seltjarnarnesbær var hins vegar sýknaður í málinu. Þá var móðirin dæmd til að greiða eina milljón króna í málskostnað.

Tekjuafgangur hins opinbera um 67 milljarðar í fyrra

Tekjuafgangur hins opinbera í fyrra reyndist nærri 67 milljarðar króna samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Til samanburðar reyndist tekjuafgangurinn árið 2006 um 74 milljarðar eða sjö milljörðum króna meiri.

Sérsveitin umkringdi hús í Reykjanesbæ

Sérsveit ríkislögreglustjóra var í gærkvöldi kölluð að húsi í Reykjanesbæ eftir að heimilisfaðirinn lokaði sig inni á salerni með haglabyssu og sagðist ætla að fyrirfara sér.

Myndir: Sérsveitin yfirbugar mann í Keflavík

Sérsveitin yfirbugaði 36 ára karlmann sem hafði læst sig inn á klósetti með haglabyssu í kvöld. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og sendi Vísi myndir. Hægt er að skoða myndirnar í meðfylgjandi myndasafni.

Læsti sig inni á klósetti með haglabyssu

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð að húsi í Reykjanesbæ nú í kvöld. Þar hafði 36 ára gamall karlmaður læst sig inni á klósetti með haglabyssu. Heimilisfólkið flúði og lögregla var kölluð til.

Áfrýjunarnefnd lækkar sekt Eimskips um 80 milljónir

Áfrýjunarnefnd samkeppniskeppnismála hefur staðfest þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar hefur áfrýjunarnefndin minnkað sekt félagsins um 80 milljónir króna, í 230 milljónir.

Skrifaði um Laxness í góðri trú

„Stærstum hluta krafna Auðar er hafnað og því ber að fagna. Hinsvegar eru einhverjar þeirra viðurkenndar og það er byggt á sjónarmiðum sem var útilokað fyrir Hannes að þekkja þegar hann ritaði bók sína,“ segir Heimir Örn Herbertsson lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Sjá næstu 50 fréttir