Vilja fund með ráðherrum vegna uppsagna í fiskvinnslu 24. janúar 2008 15:25 Kristján Gunnarsson er formaður Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasamband Íslands hyggst óska eftir fundi með forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem sé að skapast í fiskvinnslu. Fram kemur á heimasíðu sambandsins að það hafi verið ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins í gær. Bent er á að uppsagnir og óvissa muni hafa atgervisflótta í för með sér sem skaða mun greinina til lengri tíma. Farið er fram á að uppstokkun á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það yrði endanlega um seinan.Bent er á að sjávarútvegsráðherra hafi hvatt til þess í fyrrasumar, þegar þorskkvótinn var skorinn niður, að málefnaleg umræða færi fram um sjávarútveginn. „Sú umræða hefur ekki farið fram að neinu gagni og ekki skilað árangi. Þær uppsagnir sem nú dynja á verkafólki í fiskvinnslu minnir enn á þá staðreynd að íslenskir kvótaeigendur, geta landað öllum afla af Íslandsmiðum hvar sem þeim sýnist, jafnvel í útlöndum, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Fiskvinnslufólkið situr í sárum. Þessu ástandi verður að linna," segir á heimasíðunni.Bent er á að sjávarútvegurinn hafi veikst á síðustu árum og greinin hafi aldrei verið skuldssettari. Nýsköpun sé lítil sem engin, vísindaleg nálgun í fiskvinnslu, menntun, markaðs- og þróunarvinna sé í skötulíki og framtíðarsýn óljós. Þá hafi kvótabrask og græðgi verið aðall greinarinnar.Bent er á að starfólk í sjávarútvegi og fiskvinnslu sé nú um níu þúsund og hafi fækkað um rúmlega fjögur þúsund á tæpum áratug og stefni hraðbyri niður á við. „Hagræðingin og tæknivæðingin skilar sér ekki til fiskvinnslufólks, þar miðar frekar afturábak en áfram í launkjörum í samanburði við aðra hópa," segir Starfsgreinasamandið enn fremur. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands hyggst óska eftir fundi með forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem sé að skapast í fiskvinnslu. Fram kemur á heimasíðu sambandsins að það hafi verið ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins í gær. Bent er á að uppsagnir og óvissa muni hafa atgervisflótta í för með sér sem skaða mun greinina til lengri tíma. Farið er fram á að uppstokkun á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það yrði endanlega um seinan.Bent er á að sjávarútvegsráðherra hafi hvatt til þess í fyrrasumar, þegar þorskkvótinn var skorinn niður, að málefnaleg umræða færi fram um sjávarútveginn. „Sú umræða hefur ekki farið fram að neinu gagni og ekki skilað árangi. Þær uppsagnir sem nú dynja á verkafólki í fiskvinnslu minnir enn á þá staðreynd að íslenskir kvótaeigendur, geta landað öllum afla af Íslandsmiðum hvar sem þeim sýnist, jafnvel í útlöndum, án nokkurrar samfélagslegrar ábyrgðar. Fiskvinnslufólkið situr í sárum. Þessu ástandi verður að linna," segir á heimasíðunni.Bent er á að sjávarútvegurinn hafi veikst á síðustu árum og greinin hafi aldrei verið skuldssettari. Nýsköpun sé lítil sem engin, vísindaleg nálgun í fiskvinnslu, menntun, markaðs- og þróunarvinna sé í skötulíki og framtíðarsýn óljós. Þá hafi kvótabrask og græðgi verið aðall greinarinnar.Bent er á að starfólk í sjávarútvegi og fiskvinnslu sé nú um níu þúsund og hafi fækkað um rúmlega fjögur þúsund á tæpum áratug og stefni hraðbyri niður á við. „Hagræðingin og tæknivæðingin skilar sér ekki til fiskvinnslufólks, þar miðar frekar afturábak en áfram í launkjörum í samanburði við aðra hópa," segir Starfsgreinasamandið enn fremur.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira