Fleiri fréttir Ólafur aleinn í meirihlutamyndun Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi F-listans segist í samtali við Vísi að Ólafur F Magnússon hafi hvorki ráðfært sig við hana eða aðra meðlimi listans áður en hann ákvað að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 21.1.2008 18:29 „Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“ Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið.“ 21.1.2008 18:26 „Ég er með eitthvað meira en hnífasett í bakinu“ „Ég er mjög undrandi yfir þessu og þetta er í engu samræmi við það sem Ólafur F sagði félögum sínum í dag," segir Björn Ingi Hrafnsson yfir þeim tíðindum að búið sé að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 18:23 Nýr meirihluti boðar blaðamannafund klukkan 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Nýr meirihluti hefur boðað til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. 21.1.2008 18:04 Sjáfstæðismenn mynda nýjan meirihluta með Ólafi F Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Þessu heldur Viðskiptablaðið fram á vefsíðu sinni. 21.1.2008 18:02 Ítreka áform um samstarf í jarðhitamálum Reykjavík Energy Invest, útrásararmur Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag yfirlýsingu ásamt ríkisstjórn Afríkuríkisins Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum. 21.1.2008 18:00 Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans. 21.1.2008 16:57 Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hafa ekki svarað í síma í allan dag. 21.1.2008 16:20 Varað við óveðri í nótt og á morgun - Samhæfingarmiðstöð virkjuð Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi í nótt og á morgun á landinu og segir líklegt að asahláka verði víða um land. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð í nótt vegna þessa 21.1.2008 16:14 Langskólagengnir kennarar ná ekki endum saman „Það var mjög súrt að útskýra fyrir nemendeum mínum að ég gæti ekki lengur verið kennarinn þeirra. En ég verð að ná endum saman." Þetta segir Þóra Margrét Birgisdóttir, ein fjölmargra kennara sem hafa flúið og eru að undirbúa flótta úr kennarastétt. Ástæðan fyrir flótta Þóru Margrétar er ekki flókin. Hún nær einfaldlega ekki endum saman með útborguðum launum grunnskólakennara. 21.1.2008 16:04 Álit mannréttindanefndar SÞ ótengt framboði til öryggisráðs Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir nýtt álit mannréttindandnefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem fóru kvótalausir á veiðar ótengt framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli hennar í utandagskrárumræðu um framboðið. 21.1.2008 15:59 Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. 21.1.2008 15:19 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu nærri 250 g af hassi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 250 grömm af hassi og lítilræði af kókaíni. 21.1.2008 14:58 Uppsögnin mikið áfall Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið að HB Grandi hyggist segja upp öllum starfsmönnum sínum í landvinnslu á Akranesi. 21.1.2008 14:45 Verkefni færð frá LSH til annarra stofnana á suðvesturhorninu Landspítalinn og fjögur sjúkrahús á suðvesturhorni landsins undirrituðu í dag samning um tilfærslu verkefna frá Landspítalanum til hinna stofnananna. 21.1.2008 14:30 Einn svartasti dagur í sögu bæjarins Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir fréttir af uppsögnum hjá HB Granda á Akranesi vera reiðarslag fyrir bæjarfélagið. „Þetta er einn svartasti dagur í sögu bæjarfélagsins," segir Vilhjálmur og minnir á að um sé að ræða fyrirtæki sem verið hefur í bænum í rúmlega heila öld. 21.1.2008 14:22 Komust ekki á miðpunkt Íslands Ferðahópurinn sem hugðist merkja miðju Íslands í gær komst aldrei á miðpunktinn og sneri við vegna ófærðar norðan Hofsjökuls þegar tíu kílómetrar voru eftir. 21.1.2008 14:14 SVÞ vill að seljendur fá debetkortagreiðslur samdægurs Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Seðlabankanum bréf og óskað eftir því að bankinn hlutist til um að andvirði vara og þjónustu, sem greitt er fyrir með debetkortum, færist inn á reikning seljanda á söludegi. 21.1.2008 13:54 Sakar Framsóknarforystu um að stinga höfðinu í sandinn Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir Guðna Ágústsson, formann flokksins, vel vita um hvað deilur Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa flokksins, og Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns, snúast um. Hún sakar forystumenn flokksins um að stinga höfðinu í sandinn. 21.1.2008 13:37 Unnusta Fischer komin til landsins Unnusta Bobby Fischer, Miyoko Watai, kom til landsins í nótt. Einar S. Einarsson, forsvarsmaður stuðningsmannahóps Fischers segir að til standi að funda með henni á næstunni. Þá verði farið yfir það hvernig staðið verði að útför Fischers. 21.1.2008 13:21 Starfsmönnum í landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp HB Grandi stefnir að því að leggja af landvinnslu botnfisks á Akranesi í núverandi mynd og hefja sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní næstkomandi. Þetta kallar á að öllum stafsmönnum félagsins á Akranesi verður sagt upp 1. febrúar, alls 59 manns, en tuttugu verða endurráðnir. 21.1.2008 12:51 Fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri í samvinnu við sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum í þremur fíkniefnamálum um síðastliðna helgi. 21.1.2008 12:30 Búist við stormi í nótt Búist er við suðaustan stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu í nótt samfara asahláku. Veðurhæðin verður mest milli klukkan sex og níu í fyrramálið á þessum svæðum. Á morgun gengur svo vindstrengurinn yfir landið og má búast við hvassviðri eða stormi víða um land á morgun með vætu í flestum landshlutum. 21.1.2008 12:28 Leitað að Tóbakslausa manni ársins 2008 Góður sagnamaður, sem er hættur að reykja eða ætlar að hætta, getur fengið ferð til Amsterdam og hundrað þúsund króna farareyri að launum fyrir góða sögu í verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008. 21.1.2008 12:19 Guðfríður Lilja kallar eftir ró vegna Fischers Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, kallar eftir meiri ró í kringum umræðuna um útför Bobby Fischers og vill að menn bíði með yfirlýsingar þar til vilji unnustu hans liggur. 21.1.2008 12:19 Friðrik Sophusson til Suður-Afríku? Friðrik Sophusson gerir ráð fyrir að láta af störfum sem forstjóri Landsvirkjunar þegar hann verður 65 ára í október, verði eiginkona hans áfram sendiherra á erlendum vetttvangi. 21.1.2008 12:12 Björn Ingi íhugar stöðu sína í dag Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni íhugar stöðu sína í flokknum í dag og ræðir við forystumenn og flokksfólk. Einn af þingmönnum flokksins er þess fullviss að Björn Ingi hverfi úr flokknum. 21.1.2008 12:09 Með hass milli rasskinnanna Lögreglan á Akureyri í samvinnu lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í þremur málum um helgina og naut stuðnings sérsveitarinnar á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu að lagt hafi verið hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum. 21.1.2008 11:56 Innbrot í Hveragerði Þrír unglingspiltar voru handteknir í Hveragerði um helgina vegna gruns um nokkur innbrot í bænum. Tveir þeirra viðurkenndu að hafa farið inn í tvö íbúðarhús í Hveragerði og stela flatskjáum. 21.1.2008 10:59 Ólafur og Vilhjálmur ræddu myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, funduðu um helgina um myndun mögulegs nýs borgarstjórnarmeirihluta. 21.1.2008 10:30 Safnmenn vilja friða húsin við Laugaveg Fjölmargir safnmenn og áhugamenn um varðveislu menningarminja sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í morgun þar sem mælt er eindregið er með því að friðun húsana við Laugaveg númer 4 og 6 verði staðfest og hafin verði vönduð endurgerð þeirra í samræmi við upprunalegan byggingastíl þeirra. 21.1.2008 09:38 Ljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í lag Vonir standa til að umferðarljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar komist í lag í dag þegar varahlutir berast frá útlöndum. 21.1.2008 09:22 Skylmingarmiðstöð á Laugardalsvelli Ný og glæsileg skylmingamiðstöð var opnuð með viðhöfn á laugardaginn í gamla Baldurshaga á Laugardalsvelli. Þar verður aðsetur Skylmingafélags Reykjavíkur og jafnframt þjóðarleikvangur Íslands í skylmingum. Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur Skylmingasambands Íslands og Landsbankans sem verður bakhjarl sambandsins til næstu tveggja ára. 21.1.2008 09:11 Bjarni Harðarson segir Björn Inga á leið úr flokknum Bjarni Harðarson einn af þingmönnum Framsóknarflokksins telur að Björn Ingi Hrafnsson sé á leið út úr flokknum. 21.1.2008 08:55 Hver er þessi Ólafur F. Magnússon? Ólafur Friðrik Magnússon, verðandi borgarstjóri í Reykjavík er fæddur á Akureyri þann 3. ágúst 1952. Ólafur er læknir að mennt og hann á fjögur börn með Guðrúnu Kjartansdóttur. Ólafur varð stúdent frá MH árið 1972 og hann lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ árið 1978. 21.1.2008 22:55 Össur býður Birni Inga í Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að ganga til liðs við Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem eru innan Framsóknarflokksins. 20.1.2008 23:33 Þjóðargrafreitur hvíli í friði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að þegjandi samkomulag hafi ríkt um það frá því að hann tók við formennsku í nefndinni fyrir 16 árum að þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum fái að hvíla í friði. 20.1.2008 23:06 Próflaus á óskráðum vélsleða með leyfi pabba Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði unglingspilt í dag þar sem hann ók óskráðum vélsleða innan bæjar við Heiðarból í Reykjanesbæ. 20.1.2008 22:51 Greiðslur hrundu þegar barnið fæddist fyrir áramót Mikill munur getur verið á greiðlsum úr fæðingarorlofssjóði eftir því hvort barn fæðist í byrjun eða lok árs. 20.1.2008 20:05 Kárahnjúkar skaffa vel Kárahnjúkavirkjun mun skila Landsvirkjun umtalsvert meiri arði en áður var áætlað, samkvæmt nýju endurmati. 20.1.2008 19:27 Blóðið fossar í Framsókn Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa flokksins, í Þættinum Silfur Egils á Ríkissjónvarpinu í dag. 20.1.2008 18:10 18 metra hár snjóvarnargarður á Ísafirði Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðar hefur verið auglýst en svæðið sem skipulagsbreytingin tekur til er í brattri hlíð undir fjallinu Kubba á Ísafirði. Fyrirhugað er að byggja snjóflóðavarnargarð ofan við byggðina og upptakastoðvirki í Bröttuhlíð. 20.1.2008 18:00 HR útskrifaði 279 nemendur Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík fór fram í gær, laugardaginn 19. janúar í Háskólabíói. 20.1.2008 17:25 Sólin er komin til Bolungarvíkur Dagurinn lengist nú hægt og örugglega, en það gerist misjafnlega snemma árs í hinum ýmsu byggðum landsins. Baldur Smári Egilsson á vikari.is segir frá sérstakri gleði bolvíkinga í dag: 20.1.2008 17:04 Norska RÚV gerir þátt um gosið í Eyjum Norski sjónvarpsmaðurinn Geir Helljesen var á ferðinni í Vestmannayjum í vikunni en hann var að vinna að gerð sjónvarpsþáttar um eldgosið sem sýndur verður á besta tíma í norska ríkissjónvarpinu. 20.1.2008 16:44 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur aleinn í meirihlutamyndun Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi F-listans segist í samtali við Vísi að Ólafur F Magnússon hafi hvorki ráðfært sig við hana eða aðra meðlimi listans áður en hann ákvað að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 21.1.2008 18:29
„Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“ Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið.“ 21.1.2008 18:26
„Ég er með eitthvað meira en hnífasett í bakinu“ „Ég er mjög undrandi yfir þessu og þetta er í engu samræmi við það sem Ólafur F sagði félögum sínum í dag," segir Björn Ingi Hrafnsson yfir þeim tíðindum að búið sé að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 21.1.2008 18:23
Nýr meirihluti boðar blaðamannafund klukkan 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Nýr meirihluti hefur boðað til blaðamannafundar á Kjarvalsstöðum klukkan 19:00. 21.1.2008 18:04
Sjáfstæðismenn mynda nýjan meirihluta með Ólafi F Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Þessu heldur Viðskiptablaðið fram á vefsíðu sinni. 21.1.2008 18:02
Ítreka áform um samstarf í jarðhitamálum Reykjavík Energy Invest, útrásararmur Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag yfirlýsingu ásamt ríkisstjórn Afríkuríkisins Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum. 21.1.2008 18:00
Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans. 21.1.2008 16:57
Fundað stíft um nýjan borgarstjórnarmeirihluta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hafa ekki svarað í síma í allan dag. 21.1.2008 16:20
Varað við óveðri í nótt og á morgun - Samhæfingarmiðstöð virkjuð Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra varar við stormi í nótt og á morgun á landinu og segir líklegt að asahláka verði víða um land. Samhæfingarmiðstöðin verður virkjuð í nótt vegna þessa 21.1.2008 16:14
Langskólagengnir kennarar ná ekki endum saman „Það var mjög súrt að útskýra fyrir nemendeum mínum að ég gæti ekki lengur verið kennarinn þeirra. En ég verð að ná endum saman." Þetta segir Þóra Margrét Birgisdóttir, ein fjölmargra kennara sem hafa flúið og eru að undirbúa flótta úr kennarastétt. Ástæðan fyrir flótta Þóru Margrétar er ekki flókin. Hún nær einfaldlega ekki endum saman með útborguðum launum grunnskólakennara. 21.1.2008 16:04
Álit mannréttindanefndar SÞ ótengt framboði til öryggisráðs Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir nýtt álit mannréttindandnefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem fóru kvótalausir á veiðar ótengt framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli hennar í utandagskrárumræðu um framboðið. 21.1.2008 15:59
Mótmælum komið á framfæri við Ísraela vegna aðgerða á Gasa Ástandið á Gasasvæðinu hefur aldrei verið verra en nú að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra sem ræddi í morgun við framkvæmdastjóra flóttamannasamtaka Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna. 21.1.2008 15:19
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu nærri 250 g af hassi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 250 grömm af hassi og lítilræði af kókaíni. 21.1.2008 14:58
Uppsögnin mikið áfall Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, segir það mikið áfall fyrir sveitarfélagið að HB Grandi hyggist segja upp öllum starfsmönnum sínum í landvinnslu á Akranesi. 21.1.2008 14:45
Verkefni færð frá LSH til annarra stofnana á suðvesturhorninu Landspítalinn og fjögur sjúkrahús á suðvesturhorni landsins undirrituðu í dag samning um tilfærslu verkefna frá Landspítalanum til hinna stofnananna. 21.1.2008 14:30
Einn svartasti dagur í sögu bæjarins Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir fréttir af uppsögnum hjá HB Granda á Akranesi vera reiðarslag fyrir bæjarfélagið. „Þetta er einn svartasti dagur í sögu bæjarfélagsins," segir Vilhjálmur og minnir á að um sé að ræða fyrirtæki sem verið hefur í bænum í rúmlega heila öld. 21.1.2008 14:22
Komust ekki á miðpunkt Íslands Ferðahópurinn sem hugðist merkja miðju Íslands í gær komst aldrei á miðpunktinn og sneri við vegna ófærðar norðan Hofsjökuls þegar tíu kílómetrar voru eftir. 21.1.2008 14:14
SVÞ vill að seljendur fá debetkortagreiðslur samdægurs Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Seðlabankanum bréf og óskað eftir því að bankinn hlutist til um að andvirði vara og þjónustu, sem greitt er fyrir með debetkortum, færist inn á reikning seljanda á söludegi. 21.1.2008 13:54
Sakar Framsóknarforystu um að stinga höfðinu í sandinn Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir Guðna Ágústsson, formann flokksins, vel vita um hvað deilur Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa flokksins, og Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns, snúast um. Hún sakar forystumenn flokksins um að stinga höfðinu í sandinn. 21.1.2008 13:37
Unnusta Fischer komin til landsins Unnusta Bobby Fischer, Miyoko Watai, kom til landsins í nótt. Einar S. Einarsson, forsvarsmaður stuðningsmannahóps Fischers segir að til standi að funda með henni á næstunni. Þá verði farið yfir það hvernig staðið verði að útför Fischers. 21.1.2008 13:21
Starfsmönnum í landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp HB Grandi stefnir að því að leggja af landvinnslu botnfisks á Akranesi í núverandi mynd og hefja sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní næstkomandi. Þetta kallar á að öllum stafsmönnum félagsins á Akranesi verður sagt upp 1. febrúar, alls 59 manns, en tuttugu verða endurráðnir. 21.1.2008 12:51
Fíkniefnamál á Akureyri Lögreglan á Akureyri í samvinnu við sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum í þremur fíkniefnamálum um síðastliðna helgi. 21.1.2008 12:30
Búist við stormi í nótt Búist er við suðaustan stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu í nótt samfara asahláku. Veðurhæðin verður mest milli klukkan sex og níu í fyrramálið á þessum svæðum. Á morgun gengur svo vindstrengurinn yfir landið og má búast við hvassviðri eða stormi víða um land á morgun með vætu í flestum landshlutum. 21.1.2008 12:28
Leitað að Tóbakslausa manni ársins 2008 Góður sagnamaður, sem er hættur að reykja eða ætlar að hætta, getur fengið ferð til Amsterdam og hundrað þúsund króna farareyri að launum fyrir góða sögu í verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008. 21.1.2008 12:19
Guðfríður Lilja kallar eftir ró vegna Fischers Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, kallar eftir meiri ró í kringum umræðuna um útför Bobby Fischers og vill að menn bíði með yfirlýsingar þar til vilji unnustu hans liggur. 21.1.2008 12:19
Friðrik Sophusson til Suður-Afríku? Friðrik Sophusson gerir ráð fyrir að láta af störfum sem forstjóri Landsvirkjunar þegar hann verður 65 ára í október, verði eiginkona hans áfram sendiherra á erlendum vetttvangi. 21.1.2008 12:12
Björn Ingi íhugar stöðu sína í dag Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni íhugar stöðu sína í flokknum í dag og ræðir við forystumenn og flokksfólk. Einn af þingmönnum flokksins er þess fullviss að Björn Ingi hverfi úr flokknum. 21.1.2008 12:09
Með hass milli rasskinnanna Lögreglan á Akureyri í samvinnu lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í þremur málum um helgina og naut stuðnings sérsveitarinnar á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu að lagt hafi verið hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum. 21.1.2008 11:56
Innbrot í Hveragerði Þrír unglingspiltar voru handteknir í Hveragerði um helgina vegna gruns um nokkur innbrot í bænum. Tveir þeirra viðurkenndu að hafa farið inn í tvö íbúðarhús í Hveragerði og stela flatskjáum. 21.1.2008 10:59
Ólafur og Vilhjálmur ræddu myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, funduðu um helgina um myndun mögulegs nýs borgarstjórnarmeirihluta. 21.1.2008 10:30
Safnmenn vilja friða húsin við Laugaveg Fjölmargir safnmenn og áhugamenn um varðveislu menningarminja sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í morgun þar sem mælt er eindregið er með því að friðun húsana við Laugaveg númer 4 og 6 verði staðfest og hafin verði vönduð endurgerð þeirra í samræmi við upprunalegan byggingastíl þeirra. 21.1.2008 09:38
Ljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í lag Vonir standa til að umferðarljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar komist í lag í dag þegar varahlutir berast frá útlöndum. 21.1.2008 09:22
Skylmingarmiðstöð á Laugardalsvelli Ný og glæsileg skylmingamiðstöð var opnuð með viðhöfn á laugardaginn í gamla Baldurshaga á Laugardalsvelli. Þar verður aðsetur Skylmingafélags Reykjavíkur og jafnframt þjóðarleikvangur Íslands í skylmingum. Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur Skylmingasambands Íslands og Landsbankans sem verður bakhjarl sambandsins til næstu tveggja ára. 21.1.2008 09:11
Bjarni Harðarson segir Björn Inga á leið úr flokknum Bjarni Harðarson einn af þingmönnum Framsóknarflokksins telur að Björn Ingi Hrafnsson sé á leið út úr flokknum. 21.1.2008 08:55
Hver er þessi Ólafur F. Magnússon? Ólafur Friðrik Magnússon, verðandi borgarstjóri í Reykjavík er fæddur á Akureyri þann 3. ágúst 1952. Ólafur er læknir að mennt og hann á fjögur börn með Guðrúnu Kjartansdóttur. Ólafur varð stúdent frá MH árið 1972 og hann lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ árið 1978. 21.1.2008 22:55
Össur býður Birni Inga í Samfylkinguna Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að ganga til liðs við Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem eru innan Framsóknarflokksins. 20.1.2008 23:33
Þjóðargrafreitur hvíli í friði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að þegjandi samkomulag hafi ríkt um það frá því að hann tók við formennsku í nefndinni fyrir 16 árum að þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum fái að hvíla í friði. 20.1.2008 23:06
Próflaus á óskráðum vélsleða með leyfi pabba Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði unglingspilt í dag þar sem hann ók óskráðum vélsleða innan bæjar við Heiðarból í Reykjanesbæ. 20.1.2008 22:51
Greiðslur hrundu þegar barnið fæddist fyrir áramót Mikill munur getur verið á greiðlsum úr fæðingarorlofssjóði eftir því hvort barn fæðist í byrjun eða lok árs. 20.1.2008 20:05
Kárahnjúkar skaffa vel Kárahnjúkavirkjun mun skila Landsvirkjun umtalsvert meiri arði en áður var áætlað, samkvæmt nýju endurmati. 20.1.2008 19:27
Blóðið fossar í Framsókn Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa flokksins, í Þættinum Silfur Egils á Ríkissjónvarpinu í dag. 20.1.2008 18:10
18 metra hár snjóvarnargarður á Ísafirði Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðar hefur verið auglýst en svæðið sem skipulagsbreytingin tekur til er í brattri hlíð undir fjallinu Kubba á Ísafirði. Fyrirhugað er að byggja snjóflóðavarnargarð ofan við byggðina og upptakastoðvirki í Bröttuhlíð. 20.1.2008 18:00
HR útskrifaði 279 nemendur Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík fór fram í gær, laugardaginn 19. janúar í Háskólabíói. 20.1.2008 17:25
Sólin er komin til Bolungarvíkur Dagurinn lengist nú hægt og örugglega, en það gerist misjafnlega snemma árs í hinum ýmsu byggðum landsins. Baldur Smári Egilsson á vikari.is segir frá sérstakri gleði bolvíkinga í dag: 20.1.2008 17:04
Norska RÚV gerir þátt um gosið í Eyjum Norski sjónvarpsmaðurinn Geir Helljesen var á ferðinni í Vestmannayjum í vikunni en hann var að vinna að gerð sjónvarpsþáttar um eldgosið sem sýndur verður á besta tíma í norska ríkissjónvarpinu. 20.1.2008 16:44