Fleiri fréttir Slysum á Miklubraut fjölgaði um 45% Aftanákeyrslum í Reykjavík fjölgaði um 25% árið 2006. Flest tjón verða á Miklubrautinni og fjöldi slasaðra þar aukist um 45%. Og enn einu sinni eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þau tjónamestu. Þetta kemur fram í samantekt Sjóvá Forvarnarhússins fyrir árið 2006. 17.7.2007 10:27 Lögreglan rannsakar árásina við tívolíið í Smáralind Mál stúlkunnar sem réðst á jafnöldru sína við tívolíið í Smáralind á þriðjudag í síðustu viku er í athugun lögreglu. Lögreglumenn sem tóku stúlkuna á vettvangi hafa sent skýrslu til ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stúlkan sem ráðist var á hefur ekki kært árásina en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. 17.7.2007 10:09 Heildarafli jókst í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði var 6,4% meiri en í júní 2006, en það sem af er árinu hefur hann dregist saman um 1,6% miðað við sama tímabil 2006, miðað við fast verðlag. Aflinn nam alls 111.570 tonnum í júní 2007 samanborið við 135.515 tonn í júní 2006. 17.7.2007 09:35 Björgunarbátur kallaður út í nótt Bátsverjar á litlum skemmtibáti óskuðu eftir aðstoð þegar vél bátsins bilaði þegar hann var staddur skammt utan við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan hálf tvö í nótt. 17.7.2007 08:16 Unnið að því að ná flugrita úr TF Sif Unnið er að því að ná flugrita TF Sif, þyrlu Landhelgisgæslunnar, úr flakinu samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknarnefnd flugslysa. Ekkert er hægt að segja ennþá um orsakir slyssins. 16.7.2007 23:29 Bók um Jón Ásgeir gefin út í Bretlandi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, starfandi stjórnarformanni Baugs, er lýst sem glaumgosa sem sé að kaupa upp Bretland í nýrri bók sem komin er í forsölu. Bókin er gefin út í óþökk Jóns Ásgeirs og ber heitið Sex, Lies and Supermarkets eða kynlíf, lygar og stórmarkaðir. 16.7.2007 23:15 Margir teknir fyrir hraðakstur Alls þrjátíu ökumenn tvoru eknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Blöndósi í dag. 16.7.2007 23:05 Bílvelta við Borgarfjarðarbrú Einn slasaðist þegar bíll valt útaf Vesturlandsvegi við Borgarfjarðarbrú laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu. 16.7.2007 23:03 Reynt að hífa TF Sif upp úr sjónum Reynt verður að hífa TF Sif, þyrlu landhelgisgæslunnar, upp úr sjónum í kvöld. Þyrlan liggur á hvolfi úti af Hvaleyrarholti milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðar en kafarar eru nú að losa spaðana af þyrlunni til þess hægt verði að snúa henni við. 16.7.2007 22:36 Karlmaður lætur lífið í umferðarslysi við Akrafjall Karlmaður á fertugsaldri lét lífið þegar móturhjól sem hann var á lenti í árekstri við strætisvagn á Akrafjallsvegi til móts við bæinn Vestri Reynir. 16.7.2007 22:15 Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16.7.2007 22:05 Ofsóttur vegna hunds Fyrir um þremur vikum síðar logaði netsamfélagið stafnanna á milli vegna ásakana á hendur Helga Rafn Brynjarssyni sem var sagður hafa misþyrmt hundinum Lúkasi og sparkað hann til dauða á bíladögum á Akureyri. 16.7.2007 20:55 TF Sif líklega ónýt Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. 16.7.2007 20:55 Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16.7.2007 19:44 Heimilin skulda 86 milljarða í lánum í erlendri mynt Heimilin í landinu skulda áttatíu og sex milljarða króna erlendri mynt en þetta er tólf prósent af heildarlánum heimilanna. Lánin geta stórhækkað ef gengi krónunnar fellur og hefur seðlabankastjóri varað við þeim. 16.7.2007 19:31 Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16.7.2007 19:14 Óvíst hvort olíuhreinsistöð rúmist innan mengunarkvóta Skuldbindingar Íslendinga vegna Kyotobókunarinnar geta komið í veg fyrir að hægt verði að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þetta er mat formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. 16.7.2007 19:10 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16.7.2007 19:01 Rekin frá Bandaríkjunum en barnið varð eftir Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. 16.7.2007 18:58 Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. 16.7.2007 18:43 Flutningabíll valt út í Eyjafjarðará Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll fór útaf vegi og valt út í Eyjafjarðará rétt innan við Hrafnagil síðdegis í dag. Bíllinn var við malarflutninga þegar slysið átti sér stað og var einn maður um borð. Hann sakaði ekki. 16.7.2007 18:35 Um þrjú hundruð barrtré felld á Þingvöllum á næstu árum Hátt í þrjú hundruð barrtré á Þingvöllum verða felld á næstu árum því þau teljast ekki upprunaleg samkvæmt Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Heimsminjaskrá setur það ekki að skilyrði að tréin verði felld en það verður engu að síður framkvæmt svo Þingvellir verði í sinni upprunalegu mynd frá þjóðveldistímanum. 16.7.2007 18:24 Hundurinn Lúkas er sagður á lífi Hundurinn Lúkas er að öllum líkindum á lífi. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunar á Akureyri, segir að lögreglumenn hafi ásamt eiganda hundsins séð Lúkas fyrir ofan bæinn eftir ábendingar frá vegfaranda. 16.7.2007 16:43 Á 160 kílómetra hraða á leið til kærustunnar Tveir ökumenn á fertugsaldri voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laugardag. Annar ökumaðurinn sem var á um 160 kílómetra hraða gaf þá skýringu að hann þyrfti að koma farsíma kærustunnar sem hann hafði undir höndum til hennar og mátti það ekki þola neina bið. 16.7.2007 15:37 Ökumenn og bíll í annarlegu ástandi Nítján ára piltur var tekinn í miðborginni á föstudag fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum voru tveir piltar og ein stúlka. Ungmennin voru öll í annarlegu ástandi og voru flutt á lögreglustöð. Ökumaður bílsins reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og bíll hans var auk þess búinn nagladekkjum. 16.7.2007 14:46 Keppt í kleinubakstri á Egilstöðum Fjórðungsmót Minjasafns Austurlands í kleinubakstri var haldið á Egilstöðum í gær, en þá var jafnframt íslenski safnadagurinn. Voru keppendur beðnir um að koma með 15 bakaðar kleinur sem yrðu dæmdar eftir útliti, bragði og áferð. 16.7.2007 13:10 Eitraður kræklingur Kræklingur í Hvalfirði er að öllum líkindum eitraður um þessar mundir og varar Umhverfisstofnun fólk við að tína hann sér til matar. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að mælingar sýni að magn eitraðra svifþörunga sé yfir viðmiðunarmörkum og skelfiskurinn sé því óætur. 16.7.2007 12:56 Ernir fær nýja vél Flugfélagið Ernir er að fá nýja flugvél til landsins í dag. Ernir halda uppi áætlunarflugi til Hafnar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Þetta er 19 sæta Jet Stream -vél, samskonar og félagið á fyrir. 16.7.2007 12:54 Sinueldar á Grundartanga Slökkviliðinu á Akranesi, ásamt björgunarsveitarmönnum þaðan, lögreglunni í Borgarnesi og bændum, sem mættu á vettvang með haugsugur, tókst í gærkvöldi að ráða niðurlögum sinuelda sem blossuðu upp í grennd við álverið á Grundartanga um sexleytið í gærkvöldi. 16.7.2007 12:51 Ísland fremst Evrópulanda í lífsgæðum Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Könnunin á þrjátíu löndum álfunnar leiddi í ljós að lífshamingja Evrópubúa er ekki háð neyslu. Samtökin New Economics Foundation stóðu að könnuninni og tóku tillit til kolefnisútblásturs, hversu ánægt fólk var með lífið og lífslíkur. 16.7.2007 12:49 Útskrifuð af spítala eftir bílslys Kona, sem slasaðist í umferðarslysi á Gjábakkavegi í gærdag, verður væntanlega útskrifuð af Landsspítalanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir henni á vettvang þar sem í fyrstu var óttast að konan væri mjög alvarlega slösuð, en annað kom í ljós. 16.7.2007 12:46 Slasaðist eftir slys á Gullinbrú Sautján ára ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann lenti í hörðum árekstri við sendibíl skammt frá Gullinbrú í Reykjavík í morgun. Í fyrstu var óttast að pilturinn væri lífshættulega slasaður, en svo reyndist ekki. Hann brotnaði meðal annars á úlnlið og ökkla og var fluttur með sjúkrabíl á slysdeild Landspítalans. Ökumann sendibílsins sakaði ekki. 16.7.2007 12:42 Verð á þorski mun hækka Verð á þorskafurðum á eftir að hækka í Bretlandi í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum við Ísland. Bretar þurfa að fara að læra að borða aðrar fisktegundir, segir Bill Hobson, stjórnarformaður samtaka fiskkaupmanna í Grimsby. 16.7.2007 12:37 Utanríkisráðherra hittir Shimon Peres á morgun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt í gær í vinnuferð til Mið-Austurlanda. Ferðinni er heitið til Ísraels, á heimastjórnarsvæði Palestínumanna og til Jórdaníu. Á morgun mun hún eiga fund með Shimon Peres, nýkjörnum forseta Ísraels. 16.7.2007 12:14 Vill tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu Vinstrihreyfingin - grænt framboðs vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi frumkvæði að umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu. 16.7.2007 12:13 Búið að opna fyrir umferð yfir Borgarfjarðabrú eftir umferðarslys Opnað hefur verið fyrir umferð yfir Borgarfjarðarbrú, en henni var lokað um hálf 12 vegna umferðarslyss þar sem tveir bílar lentu í árekstri. Tvennt var flutt á sjúkrahús, en meiðsl munu ekki vera alvarleg. Umferð gengur nú vel að sögn lögreglu. 16.7.2007 12:02 Heræfingar bandamanna og sérsveitar í ágúst Þrjú hundruð manns taka þátt í varnaræfingu sem haldin verður á Íslandi dagana 13. - 16. ágúst næstkomandi. Æfingin er sú fyrsta sem fram fer á Íslandi á grundvelli samkomulags íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 11. október, 2006. 16.7.2007 11:44 Í farangursgeymslu bíls í laki einu klæða Lögregla stöðvaði ökumann á Snorrabraut á áttunda tímanum í morgun. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar var maður í laki einu klæða. Auk ökumanns og þess fáklædda voru fjórir aðrir farþegar í bílnum. 16.7.2007 10:37 Vegavinnuframkvæmdir við Þingvallaveg Í dag og á morgun verður unnið við fræsun og malbiksframkvæmdir á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 16.7.2007 09:47 Ala lömb á hvönn Matvælarannsóknir Íslands (Matís) er byrjað að kanna hvaða áhrif það hefur ala íslensk lömb upp á hvönn. Stefnt er að því að hefja sölu á slíku lambakjöti ef verkefnið skilar jákvæðum niðurstöðum. 16.7.2007 09:29 Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman við Gullinbrú nú í morgun. Lögregla er þegar kominn á staðinn. Sjúkrabílar eru þar einnig. Á þessari stundu er ekki vitað hvort einhver slasaðist. Töluverðar umferðartafir hafa hlotist af slysinu og lögregla biður fólk að sýna þolinmæði. 16.7.2007 08:40 Þung umferð til Reykjavíkur Gríðarmikil umferð er nú til Reykjavíkur. Umferð gengur hægt á Kjalarnesinu og Hvalfjarðargöngunum er sem stendur lokað vegna umferðarþunga. Það er í annað sinn í kvöld sem þeim er lokað vegna umferðarþungans. 15.7.2007 21:00 Slökkvilið Borgarness kallað út vegna elds við Surtshelli Slökkvilið Borgarness var í kvöld sent út að göngustíg við Surtshelli í kvöld til þess að slökkva eld sem þar hafði kviknað í útfrá sígarettum. Gróðurinn á svæðinu er gríðarlega þurr og slökkviliðið vill beina því til fólks að slökkva í sígarettum og ferðagrillum áður en það losar sig við slíka hluti. 15.7.2007 20:51 Slökkviliðið notar dælubíla til að verjast ökuníðingum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið að grípa til þess verklags að senda stóra dælubíla á vettvang umferðarslysa. Það er gert til að verja líf og limi sjúkraflutningamanna fyrir tillitslausum ökuníðingum sem eiga leið hjá. 15.7.2007 20:00 Bitlaus peningastefna Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu. 15.7.2007 19:15 Sjá næstu 50 fréttir
Slysum á Miklubraut fjölgaði um 45% Aftanákeyrslum í Reykjavík fjölgaði um 25% árið 2006. Flest tjón verða á Miklubrautinni og fjöldi slasaðra þar aukist um 45%. Og enn einu sinni eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þau tjónamestu. Þetta kemur fram í samantekt Sjóvá Forvarnarhússins fyrir árið 2006. 17.7.2007 10:27
Lögreglan rannsakar árásina við tívolíið í Smáralind Mál stúlkunnar sem réðst á jafnöldru sína við tívolíið í Smáralind á þriðjudag í síðustu viku er í athugun lögreglu. Lögreglumenn sem tóku stúlkuna á vettvangi hafa sent skýrslu til ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stúlkan sem ráðist var á hefur ekki kært árásina en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. 17.7.2007 10:09
Heildarafli jókst í júní Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði var 6,4% meiri en í júní 2006, en það sem af er árinu hefur hann dregist saman um 1,6% miðað við sama tímabil 2006, miðað við fast verðlag. Aflinn nam alls 111.570 tonnum í júní 2007 samanborið við 135.515 tonn í júní 2006. 17.7.2007 09:35
Björgunarbátur kallaður út í nótt Bátsverjar á litlum skemmtibáti óskuðu eftir aðstoð þegar vél bátsins bilaði þegar hann var staddur skammt utan við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan hálf tvö í nótt. 17.7.2007 08:16
Unnið að því að ná flugrita úr TF Sif Unnið er að því að ná flugrita TF Sif, þyrlu Landhelgisgæslunnar, úr flakinu samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknarnefnd flugslysa. Ekkert er hægt að segja ennþá um orsakir slyssins. 16.7.2007 23:29
Bók um Jón Ásgeir gefin út í Bretlandi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, starfandi stjórnarformanni Baugs, er lýst sem glaumgosa sem sé að kaupa upp Bretland í nýrri bók sem komin er í forsölu. Bókin er gefin út í óþökk Jóns Ásgeirs og ber heitið Sex, Lies and Supermarkets eða kynlíf, lygar og stórmarkaðir. 16.7.2007 23:15
Margir teknir fyrir hraðakstur Alls þrjátíu ökumenn tvoru eknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Blöndósi í dag. 16.7.2007 23:05
Bílvelta við Borgarfjarðarbrú Einn slasaðist þegar bíll valt útaf Vesturlandsvegi við Borgarfjarðarbrú laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu. 16.7.2007 23:03
Reynt að hífa TF Sif upp úr sjónum Reynt verður að hífa TF Sif, þyrlu landhelgisgæslunnar, upp úr sjónum í kvöld. Þyrlan liggur á hvolfi úti af Hvaleyrarholti milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðar en kafarar eru nú að losa spaðana af þyrlunni til þess hægt verði að snúa henni við. 16.7.2007 22:36
Karlmaður lætur lífið í umferðarslysi við Akrafjall Karlmaður á fertugsaldri lét lífið þegar móturhjól sem hann var á lenti í árekstri við strætisvagn á Akrafjallsvegi til móts við bæinn Vestri Reynir. 16.7.2007 22:15
Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16.7.2007 22:05
Ofsóttur vegna hunds Fyrir um þremur vikum síðar logaði netsamfélagið stafnanna á milli vegna ásakana á hendur Helga Rafn Brynjarssyni sem var sagður hafa misþyrmt hundinum Lúkasi og sparkað hann til dauða á bíladögum á Akureyri. 16.7.2007 20:55
TF Sif líklega ónýt Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. 16.7.2007 20:55
Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16.7.2007 19:44
Heimilin skulda 86 milljarða í lánum í erlendri mynt Heimilin í landinu skulda áttatíu og sex milljarða króna erlendri mynt en þetta er tólf prósent af heildarlánum heimilanna. Lánin geta stórhækkað ef gengi krónunnar fellur og hefur seðlabankastjóri varað við þeim. 16.7.2007 19:31
Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16.7.2007 19:14
Óvíst hvort olíuhreinsistöð rúmist innan mengunarkvóta Skuldbindingar Íslendinga vegna Kyotobókunarinnar geta komið í veg fyrir að hægt verði að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þetta er mat formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. 16.7.2007 19:10
Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16.7.2007 19:01
Rekin frá Bandaríkjunum en barnið varð eftir Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. 16.7.2007 18:58
Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. 16.7.2007 18:43
Flutningabíll valt út í Eyjafjarðará Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll fór útaf vegi og valt út í Eyjafjarðará rétt innan við Hrafnagil síðdegis í dag. Bíllinn var við malarflutninga þegar slysið átti sér stað og var einn maður um borð. Hann sakaði ekki. 16.7.2007 18:35
Um þrjú hundruð barrtré felld á Þingvöllum á næstu árum Hátt í þrjú hundruð barrtré á Þingvöllum verða felld á næstu árum því þau teljast ekki upprunaleg samkvæmt Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Heimsminjaskrá setur það ekki að skilyrði að tréin verði felld en það verður engu að síður framkvæmt svo Þingvellir verði í sinni upprunalegu mynd frá þjóðveldistímanum. 16.7.2007 18:24
Hundurinn Lúkas er sagður á lífi Hundurinn Lúkas er að öllum líkindum á lífi. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunar á Akureyri, segir að lögreglumenn hafi ásamt eiganda hundsins séð Lúkas fyrir ofan bæinn eftir ábendingar frá vegfaranda. 16.7.2007 16:43
Á 160 kílómetra hraða á leið til kærustunnar Tveir ökumenn á fertugsaldri voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laugardag. Annar ökumaðurinn sem var á um 160 kílómetra hraða gaf þá skýringu að hann þyrfti að koma farsíma kærustunnar sem hann hafði undir höndum til hennar og mátti það ekki þola neina bið. 16.7.2007 15:37
Ökumenn og bíll í annarlegu ástandi Nítján ára piltur var tekinn í miðborginni á föstudag fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum voru tveir piltar og ein stúlka. Ungmennin voru öll í annarlegu ástandi og voru flutt á lögreglustöð. Ökumaður bílsins reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og bíll hans var auk þess búinn nagladekkjum. 16.7.2007 14:46
Keppt í kleinubakstri á Egilstöðum Fjórðungsmót Minjasafns Austurlands í kleinubakstri var haldið á Egilstöðum í gær, en þá var jafnframt íslenski safnadagurinn. Voru keppendur beðnir um að koma með 15 bakaðar kleinur sem yrðu dæmdar eftir útliti, bragði og áferð. 16.7.2007 13:10
Eitraður kræklingur Kræklingur í Hvalfirði er að öllum líkindum eitraður um þessar mundir og varar Umhverfisstofnun fólk við að tína hann sér til matar. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að mælingar sýni að magn eitraðra svifþörunga sé yfir viðmiðunarmörkum og skelfiskurinn sé því óætur. 16.7.2007 12:56
Ernir fær nýja vél Flugfélagið Ernir er að fá nýja flugvél til landsins í dag. Ernir halda uppi áætlunarflugi til Hafnar, Sauðárkróks, Bíldudals og Gjögurs. Þetta er 19 sæta Jet Stream -vél, samskonar og félagið á fyrir. 16.7.2007 12:54
Sinueldar á Grundartanga Slökkviliðinu á Akranesi, ásamt björgunarsveitarmönnum þaðan, lögreglunni í Borgarnesi og bændum, sem mættu á vettvang með haugsugur, tókst í gærkvöldi að ráða niðurlögum sinuelda sem blossuðu upp í grennd við álverið á Grundartanga um sexleytið í gærkvöldi. 16.7.2007 12:51
Ísland fremst Evrópulanda í lífsgæðum Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Könnunin á þrjátíu löndum álfunnar leiddi í ljós að lífshamingja Evrópubúa er ekki háð neyslu. Samtökin New Economics Foundation stóðu að könnuninni og tóku tillit til kolefnisútblásturs, hversu ánægt fólk var með lífið og lífslíkur. 16.7.2007 12:49
Útskrifuð af spítala eftir bílslys Kona, sem slasaðist í umferðarslysi á Gjábakkavegi í gærdag, verður væntanlega útskrifuð af Landsspítalanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir henni á vettvang þar sem í fyrstu var óttast að konan væri mjög alvarlega slösuð, en annað kom í ljós. 16.7.2007 12:46
Slasaðist eftir slys á Gullinbrú Sautján ára ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann lenti í hörðum árekstri við sendibíl skammt frá Gullinbrú í Reykjavík í morgun. Í fyrstu var óttast að pilturinn væri lífshættulega slasaður, en svo reyndist ekki. Hann brotnaði meðal annars á úlnlið og ökkla og var fluttur með sjúkrabíl á slysdeild Landspítalans. Ökumann sendibílsins sakaði ekki. 16.7.2007 12:42
Verð á þorski mun hækka Verð á þorskafurðum á eftir að hækka í Bretlandi í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum við Ísland. Bretar þurfa að fara að læra að borða aðrar fisktegundir, segir Bill Hobson, stjórnarformaður samtaka fiskkaupmanna í Grimsby. 16.7.2007 12:37
Utanríkisráðherra hittir Shimon Peres á morgun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt í gær í vinnuferð til Mið-Austurlanda. Ferðinni er heitið til Ísraels, á heimastjórnarsvæði Palestínumanna og til Jórdaníu. Á morgun mun hún eiga fund með Shimon Peres, nýkjörnum forseta Ísraels. 16.7.2007 12:14
Vill tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu Vinstrihreyfingin - grænt framboðs vill að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi frumkvæði að umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í almannaeigu. 16.7.2007 12:13
Búið að opna fyrir umferð yfir Borgarfjarðabrú eftir umferðarslys Opnað hefur verið fyrir umferð yfir Borgarfjarðarbrú, en henni var lokað um hálf 12 vegna umferðarslyss þar sem tveir bílar lentu í árekstri. Tvennt var flutt á sjúkrahús, en meiðsl munu ekki vera alvarleg. Umferð gengur nú vel að sögn lögreglu. 16.7.2007 12:02
Heræfingar bandamanna og sérsveitar í ágúst Þrjú hundruð manns taka þátt í varnaræfingu sem haldin verður á Íslandi dagana 13. - 16. ágúst næstkomandi. Æfingin er sú fyrsta sem fram fer á Íslandi á grundvelli samkomulags íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 11. október, 2006. 16.7.2007 11:44
Í farangursgeymslu bíls í laki einu klæða Lögregla stöðvaði ökumann á Snorrabraut á áttunda tímanum í morgun. Í farangursgeymslu bifreiðarinnar var maður í laki einu klæða. Auk ökumanns og þess fáklædda voru fjórir aðrir farþegar í bílnum. 16.7.2007 10:37
Vegavinnuframkvæmdir við Þingvallaveg Í dag og á morgun verður unnið við fræsun og malbiksframkvæmdir á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 16.7.2007 09:47
Ala lömb á hvönn Matvælarannsóknir Íslands (Matís) er byrjað að kanna hvaða áhrif það hefur ala íslensk lömb upp á hvönn. Stefnt er að því að hefja sölu á slíku lambakjöti ef verkefnið skilar jákvæðum niðurstöðum. 16.7.2007 09:29
Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman við Gullinbrú nú í morgun. Lögregla er þegar kominn á staðinn. Sjúkrabílar eru þar einnig. Á þessari stundu er ekki vitað hvort einhver slasaðist. Töluverðar umferðartafir hafa hlotist af slysinu og lögregla biður fólk að sýna þolinmæði. 16.7.2007 08:40
Þung umferð til Reykjavíkur Gríðarmikil umferð er nú til Reykjavíkur. Umferð gengur hægt á Kjalarnesinu og Hvalfjarðargöngunum er sem stendur lokað vegna umferðarþunga. Það er í annað sinn í kvöld sem þeim er lokað vegna umferðarþungans. 15.7.2007 21:00
Slökkvilið Borgarness kallað út vegna elds við Surtshelli Slökkvilið Borgarness var í kvöld sent út að göngustíg við Surtshelli í kvöld til þess að slökkva eld sem þar hafði kviknað í útfrá sígarettum. Gróðurinn á svæðinu er gríðarlega þurr og slökkviliðið vill beina því til fólks að slökkva í sígarettum og ferðagrillum áður en það losar sig við slíka hluti. 15.7.2007 20:51
Slökkviliðið notar dælubíla til að verjast ökuníðingum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið að grípa til þess verklags að senda stóra dælubíla á vettvang umferðarslysa. Það er gert til að verja líf og limi sjúkraflutningamanna fyrir tillitslausum ökuníðingum sem eiga leið hjá. 15.7.2007 20:00
Bitlaus peningastefna Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu. 15.7.2007 19:15