Innlent

Ofsóttur vegna hunds

Fyrir um þremur vikum síðar logaði netsamfélagið stafnanna á milli vegna ásakana á hendur Helga Rafn Brynjarssyni sem var sagður hafa misþyrmt hundinum Lúkasi og sparkað hann til dauða á bíladögum á Akureyri.

Honum var hótað öllu illu, limlestingum og barsmíðum en bar af sér sakir og sagðist yfir höfuð ekki hafa verið á Akureyri þegar ódæðið átti að hafa verið framið.

Nú er svo búið að finna hundinn Lúkas á lífi rétt fyrir utan Akureyri og ljóst að minningarathafnir sem haldnar voru bæði í Reykjavík og á Akureyri voru um hund sem var þá enn á lífi.

Helgi Rafn settist hjá Oddi í Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×