Innlent

Verð á þorski mun hækka

Gissur Sigurðsson skrifar
Verð á þorskafurðum á eftir að hækka í Bretlandi í kjölfar niðurskurðar á þorskveiðiheimildum við Ísland. Bretar þurfa að fara að læra að borða aðrar fisktegundir, segir Bill Hobson, stjórnarformaður samtaka fiskkaupmanna í Grimsby.

Hobson segir á vefsíunni Fish update, að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa mikil áhrif á breska fiskmarkaðinn og við blasi að fara venja neytendur á að borða aðrar fisktegundir í auknum mæli, á kostnað þorsksins, sem er afar vinsæll í Bretlandi. Hann nefnir í því sambandi ýsu og hvítfisktegund, sem nú berst á breska markaðinn frá Vietnam. Verð á þorski í Bretlandi nálgast nú sögulegt hámark, í pundum talið, en þegar því hámarki var náð, fyrir all nokkrum árum, dró skyndilega úr sölu og verð lækkaði ört fyrst á eftir, en jafnaði sig aftur á nokkrum tíma. Hobson spáir þó ekki verðfalli núna , þvert á móti telur hann að þorskverð haldist hátt í Bretlandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Verð á fikstegunum sem Bretar velji í staðinn fyrir þorsk kunni líka að hækka og nú þegar gæti þrýstings um verðhækkanir á ýsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×