Innlent

Karlmaður lætur lífið í umferðarslysi við Akrafjall

Slökkviliðsmenn að störfum á slysstað í kvöld.
Slökkviliðsmenn að störfum á slysstað í kvöld. MYND/Einar

Karlmaður á fertugsaldri lét lífið þegar móturhjól sem hann var á lenti í árekstri við strætisvagn á Akrafjallsvegi til móts við bæinn Vestri Reynir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni átti slysið sér stað um klukkan 19.09 í kvöld. Vegurinn var lokaður tímabundið vegna slyssins en ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×