Fleiri fréttir Áform Iceland Express ýti á borgaryfirvöld að finna flugvellinum nýjan stað Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavík ýta á borgaryfirvöld um að finna flugvellinum nýjan stað. 30.6.2007 18:56 Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum. 30.6.2007 18:55 Átök um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja Átök eru um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á milli tveggja blokka, annars vegar Reykjanesbæjar og fjárfestingafélagins Geysis Green Energy og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Geysis efast um að markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Hitaveitunnar nái fram að ganga þar sem sveitarfélög berjist um bitann. 30.6.2007 18:52 Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. 30.6.2007 18:37 Sólskin og sumar á 75 ára afmæli Verkó Verkóbúar slógu upp mikilli veislu í dag vegna sjötíu og fimm ára afmælis fyrstu verkamannabústaðanna í Reykjavík. 30.6.2007 18:30 Aldrei stærra skemmtiferðaskip í Reykjavík Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn í morgun. Skemmtiferðaskipið Grand Princess er engin smásmíð, skipið er alls um 109 þúsund brúttólestir og var um tíma stærsta skemmtiferðaskip heims. Það er núna það tuttugasta og þriðja í röðinni yfir slík skemmtiskip. 30.6.2007 18:30 Umferðarslys á Biskupstungnabraut Tveir eru hugsanlega slasaðir eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og hefur veginum verið lokað ofan við Þrastalund. Umferðin á svæðinu er töluvert þung og viðbúið er að óhappið valdi enn frekari töfum. 30.6.2007 17:15 Freonleki í Sláturfélaginu á Fosshálsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks hjá Sláturfélagi Suðurlands á Fosshálsi. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að ekki reyndist kviknað í heldur var um freonleka að ræða. Slökkvilið hefur komist fyrir lekann og er að ganga frá á vettvangi. 30.6.2007 16:15 Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega hátíðarræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn og segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðunni. 30.6.2007 14:56 Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun“ eða „Critical Mass“ og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu. 30.6.2007 14:38 Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar. 30.6.2007 14:02 Ætlar að halda Hitaveitunni á Suðurnesjum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, segir að bærinn ætli sér að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum. Hann segir að æskilegast hefði verið að fá fyrirtækið Geysi Green Energy inn í Hitaveituna. Hann er ósáttur við framgöngu Orkuveitunnar í málinu. 30.6.2007 14:01 Risastórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn núna í morgun. Jón Örn Guðbjartsson skoðaði skipið. 30.6.2007 12:59 Íbúum í Smáranum mun fjölga um helming Íbúar í Smáranum í Kópavogi eru afar ósáttir við þétta byggð og háhýsi á svæði sem nú er merkt grænt á aðalskipulagi. Íbúum mun fjölga um tæplega helming á svæðinu. Á fundi í Smáraskóla var tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt. Í því er gert ráð fyrir byggingu tveggja átta hæða turna í stað bensínstöðvar við Arnarsmára. 30.6.2007 12:55 Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins. 30.6.2007 12:52 Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi. 30.6.2007 12:17 Á annað þúsund gesta á Humarhátíð Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð. 30.6.2007 11:09 Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum. 30.6.2007 10:17 Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. 29.6.2007 22:07 Umferð gengur vel Enn er töluverð umferð út úr bænum og virðist hún aukast eftir því sem líður á kvöldið. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel og aðeins örfá óhöpp verið tilkynnt. Þau hafa öll verið minniháttar. 29.6.2007 21:08 Á annan tug tilkynninga vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar á dýrum Á annan tug tilkynninga berast Bændasamtökunum á ári hverju vegna verulegrar vanrækslu á húsdýrum hér á landi. Dæmi eru um að dýrin séu vannærð svo dögum skipti og séu hýst í lélegum og illa þrifnum húsum. Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu á hrossum og sauðfé. 29.6.2007 19:22 Hraðamælt úr þyrlu um helgina Viðbúnaður er hjá lögreglu og björgunarsveitum vegna einnar stærstu ferðahelgar sumarsins, sem nú er að ganga í garð. Þyrla verður notuð til að mæla umferðarhraðann á fjölförnustu leiðum. 29.6.2007 19:16 Óvíst hvort tekið verði við flóttamönnum á Möltu Ekki er vitað hvað verður um tuttugu og einn flóttamann frá Afríku sem íslenskur skipstjóri ber nú ábyrgð á. Hópurinn er um borð í íslenskum togara sem siglir til Möltu en fólkið fannst í flotkvíum sem skipið dregur. Stjórnvöld á Möltu hafa ekki viljað gefa nein loforð um að þau taki við hópnum. 29.6.2007 19:12 Stór hrygningarstofn engin trygging Það tryggir ekki góða nýliðun að byggja upp stóran hrygningarstofn, segir Jón Kristjánssonm, fiskifræðingur. Hann leggur fram töluleg gögn sem sýna að samhengið sé raunar þveröfugt. Hann bendir einnig á að nýliðun sé til muna lélegri síðustu tuttugu ár í kvótakerfi en tvo áratugi á undan í frjálsum veiðum. 29.6.2007 18:29 Maður féll fram af klettum við Laxárvirkjun Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem féll fram af klettum við brúnna við Laxárvirkjun. Féll maðurinn í ánna en náðist að komast upp á bakka hennar af sjálfsdáðum en kemst ekki alla leið upp vegna kletta. Sigmenn frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og Hjálparsveit skáta í Aðaldal eru á leið á staðinn til aðstoðar lögreglu og sjúkraliði. 29.6.2007 18:29 Landsvirkjun gefur Alcan frest Landsvirkjun mun ekki hefja samningaviðræður við aðra um örkusölu til stóriðju fyrr en erindi Alcan um framlengingu forgangs að orku hefur verið afgreitt. Þó að þessi forgangur rennur úr gildi um helgina ætlar Landsvirkjun að taka sér einhverjar vikur í að afgreiða erindi Alcan. 29.6.2007 18:23 Rýr efirtekja í Baugsmáli segir Tryggvi Jónsson Baugsmálið hefur verið keyrt áfram af hörku og með saumnálaleit, segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Hann hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í gær meðal annars fyrir að draga sér fé vegna garðsláttuvélar og golfsetts. Hann segir þetta rýra eftirtekju eftir fimm ár og þegar lagt hafi verið upp með ákærur um ellefuhundurð milljóna króna fjársvik. 29.6.2007 18:19 Vestmannaeyjabær selur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar ákvað í morgun að selja hlut Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 7,1. 29.6.2007 18:04 Tugir bifreiða hafa skemmst Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim. 29.6.2007 17:59 Talið að tugir bíla hafi skemmst Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim. 29.6.2007 17:55 Stakk af frá vettvangi umferðarslyss Ökumaður vélhjóls var fluttur á slysadeild eftir að bíll kastaðist á hjól hans á Höfðabakkabrúnni á fimmta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið aftan á annan bíl sem kastaðist á vélhjólið. 29.6.2007 17:10 Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat. 29.6.2007 16:51 Öflugt umferðareftirlit í lofti og á landi um helgina Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verður í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar. 29.6.2007 16:36 Leitað eftir hugmyndum að uppbyggingu í Kvosinni Reykjavíkurborg hefur valið sex arkítektastofur til að setja fram tillögur að uppbyggingu í Kvosinni eftir brunann á horni Austurstrætist og Lækjargötu í apríl síðastliðnum. Þá geta aðrir einnig komið hugmyndum sínum að uppbyggingu á framfæri. 29.6.2007 16:04 Jón Þór verður aðstoðarmaður Björgvins Jón Þór Sturluson verður að líkindum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, nýs viðskiptaráðherra, en verið er að ganga frá ráðningu hans þessi dægrin. Jón Þór er dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík en hann er með doktorspróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla. 29.6.2007 15:56 Vilja að ríkið haldi sínum hlut í HS Þingflokkur Vinstri - grænna vill að ríkisstjórnin endurheimti aftur fimmtán prósenta hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja en ríkið bauð hann út á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá þingflokknum að hann vilji að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu til þess að koma í veg fyrir að raforkuverð verið hækkað neytendum til skaða. 29.6.2007 14:57 Skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisræktun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisræktun og fyrir að hafa ætlað að selja efnin. 29.6.2007 14:26 Björgunarsveitir halda á hálendið Fjórar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar halda upp á hálendið í dag og verða í fimm hópum til 12. ágúst. Tilgangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með viðbragðsstaðsetningar á hálendinu. 29.6.2007 14:16 Forsetinn ræddi fíkniefnavarnir í Istanbúl Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun ítarlegan fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum. 29.6.2007 14:11 Frestað að taka ákvörðun um hugsanleg kaup á hlutum í HS Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frestaði því fram yfir helgi að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið kaupi hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði fjölmörg sveitarfélög sem eiga hlut í Hitaveitunni, hafa haft samband við Orkuveituna með það fyrir augum að selja henni hlut sinn. 29.6.2007 14:01 Eyborg á leið til Möltu með laumufarþega Togarinn Eyborg frá Hrísey er nú á leið til Möltu með 21 laumufarþega frá Afríku sem fundust í gærmorgun í þremur flotkvíum sem torgarinn dró á Miðjarðarhafi. Skipstjóri togarans er íslenskur en auk hans eru tveir Rúmenar og sex Indónesíumenn í áhöfninni. 29.6.2007 13:50 Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. 29.6.2007 13:32 Sótti fund matvælaráðherra Norðurlanda Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í gær sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Björneborg í Finnlandi. 29.6.2007 13:02 SMS-helgi í uppsiglingu Svonefnd SMS-helgi fer nú í hönd, en þá eiga unglingar það til að mæla sér mót á laun með SMS-skilaboðum og slá upp teiti á ólíklegustu stöðum. 29.6.2007 12:15 Áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli Flugfélagið Iceland Express áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Kaupmannahafnar. Fái félagið úthlutað 6500 fermetra lóð við Reykjavíkurflugvöll sem það hefur sótt um er ráðgert að flug þaðan hefjist næsta vor. Forstjóri félagsins segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi. 29.6.2007 12:14 Sjá næstu 50 fréttir
Áform Iceland Express ýti á borgaryfirvöld að finna flugvellinum nýjan stað Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir fyrirætlanir Iceland Express um að hefja innanlands- og millilandaflug frá Reykjavík ýta á borgaryfirvöld um að finna flugvellinum nýjan stað. 30.6.2007 18:56
Samskipti sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnámi Þingflokksformaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina hafa komið samskiptum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi í uppnám vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Einkavæðing orkufyrirtækja leiði einungis til hækkunar raforkuverðs sem bitni alfarið á heimilunum. 30.6.2007 18:55
Átök um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja Átök eru um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja á milli tveggja blokka, annars vegar Reykjanesbæjar og fjárfestingafélagins Geysis Green Energy og hins vegar Hafnarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur. Forstjóri Geysis efast um að markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Hitaveitunnar nái fram að ganga þar sem sveitarfélög berjist um bitann. 30.6.2007 18:52
Lögregla í þyrlu grípur fjölda ökumanna fyrir hraðakstur Lögreglumenn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í dag. Sumir voru langt fyrir ofan hámarkshraða með tengivagna og fellihýsi í eftirdragi. 30.6.2007 18:37
Sólskin og sumar á 75 ára afmæli Verkó Verkóbúar slógu upp mikilli veislu í dag vegna sjötíu og fimm ára afmælis fyrstu verkamannabústaðanna í Reykjavík. 30.6.2007 18:30
Aldrei stærra skemmtiferðaskip í Reykjavík Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn í morgun. Skemmtiferðaskipið Grand Princess er engin smásmíð, skipið er alls um 109 þúsund brúttólestir og var um tíma stærsta skemmtiferðaskip heims. Það er núna það tuttugasta og þriðja í röðinni yfir slík skemmtiskip. 30.6.2007 18:30
Umferðarslys á Biskupstungnabraut Tveir eru hugsanlega slasaðir eftir umferðarslys á Biskupstungnabraut. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og hefur veginum verið lokað ofan við Þrastalund. Umferðin á svæðinu er töluvert þung og viðbúið er að óhappið valdi enn frekari töfum. 30.6.2007 17:15
Freonleki í Sláturfélaginu á Fosshálsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna reyks hjá Sláturfélagi Suðurlands á Fosshálsi. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að ekki reyndist kviknað í heldur var um freonleka að ræða. Slökkvilið hefur komist fyrir lekann og er að ganga frá á vettvangi. 30.6.2007 16:15
Hagfræðingur LÍÚ gagnrýnir Sturlu Böðvarsson Hagfræðingur LÍÚ, Sveinn Hjartarson, skýtur föstum skotum á Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis í pistli sem hann ritar í nýjasta tölublað Fiskifrétta. Hann gagnrýnir harðlega hátíðarræðu Sturlu á þjóðhátíðardaginn og segir þá sem best til þekkja í sjávarútvegsmálum vera orðlausa yfir ræðunni. 30.6.2007 14:56
Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun“ eða „Critical Mass“ og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu. 30.6.2007 14:38
Skrúðganga við verkamannabústaðina við Hringbraut Hátíðahöld í tilefni 75 ára afmælis verkamannabústaðanna við Hringbraut í Reykjavík hefjast hefjast kl 14:30 í dag með skrúðgöngu frá horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu undir blæstri Lúðrasveitar verkalýðsins. Gengið verður umhverfis bústaðina með viðkomu hjá styttu Héðins Valdimarssonar. 30.6.2007 14:02
Ætlar að halda Hitaveitunni á Suðurnesjum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja, segir að bærinn ætli sér að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Hitaveitu Suðurnesja á Suðurnesjum. Hann segir að æskilegast hefði verið að fá fyrirtækið Geysi Green Energy inn í Hitaveituna. Hann er ósáttur við framgöngu Orkuveitunnar í málinu. 30.6.2007 14:01
Risastórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn Stærsta skemmtiferðaskip sem nokkru sinni hefur komið til Íslands lagðist að bryggju í Sundahöfn núna í morgun. Jón Örn Guðbjartsson skoðaði skipið. 30.6.2007 12:59
Íbúum í Smáranum mun fjölga um helming Íbúar í Smáranum í Kópavogi eru afar ósáttir við þétta byggð og háhýsi á svæði sem nú er merkt grænt á aðalskipulagi. Íbúum mun fjölga um tæplega helming á svæðinu. Á fundi í Smáraskóla var tillaga að nýju deiliskipulagi kynnt. Í því er gert ráð fyrir byggingu tveggja átta hæða turna í stað bensínstöðvar við Arnarsmára. 30.6.2007 12:55
Lokuðu umferðargötum í mótmælaskyni Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í gær til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Hópurinn vakti allnokkra athygli í borginni í gær og urðu nokkrar tafir á umferð vegna þessara aðgerða Saving Iceland hópsins. 30.6.2007 12:52
Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi. 30.6.2007 12:17
Á annað þúsund gesta á Humarhátíð Góð stemmning var á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði í gær en hátíðin var sett í gær. Á annað þúsund gesta hafa lagt leið sína til bæjarins í tilefni hátíðarinnar. Lögregla segir hátíðina hafa farið mjög vel fram en þó hafi nokkuð borið á ölvun þegar líða tók á nóttina. Ein líkamsárás hefur verið kærð. 30.6.2007 11:09
Fíkniefnasali handtekinn í fyrsta skipti á Hólmavík Fíkniefnasali var handtekinn af lögreglunni á Hólmavík í nótt en þetta er í fyrsta skipti sem lögregla á staðnum handtekur meintan fíkniefnasala við iðju sína í bænum. Málið er nú í rannsókn sem og þau efni sem maðurinn hafði í fórum sínum. 30.6.2007 10:17
Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Maðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. 29.6.2007 22:07
Umferð gengur vel Enn er töluverð umferð út úr bænum og virðist hún aukast eftir því sem líður á kvöldið. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið vel og aðeins örfá óhöpp verið tilkynnt. Þau hafa öll verið minniháttar. 29.6.2007 21:08
Á annan tug tilkynninga vegna vanrækslu og slæmrar meðferðar á dýrum Á annan tug tilkynninga berast Bændasamtökunum á ári hverju vegna verulegrar vanrækslu á húsdýrum hér á landi. Dæmi eru um að dýrin séu vannærð svo dögum skipti og séu hýst í lélegum og illa þrifnum húsum. Flestar tilkynningar berast vegna vanrækslu á hrossum og sauðfé. 29.6.2007 19:22
Hraðamælt úr þyrlu um helgina Viðbúnaður er hjá lögreglu og björgunarsveitum vegna einnar stærstu ferðahelgar sumarsins, sem nú er að ganga í garð. Þyrla verður notuð til að mæla umferðarhraðann á fjölförnustu leiðum. 29.6.2007 19:16
Óvíst hvort tekið verði við flóttamönnum á Möltu Ekki er vitað hvað verður um tuttugu og einn flóttamann frá Afríku sem íslenskur skipstjóri ber nú ábyrgð á. Hópurinn er um borð í íslenskum togara sem siglir til Möltu en fólkið fannst í flotkvíum sem skipið dregur. Stjórnvöld á Möltu hafa ekki viljað gefa nein loforð um að þau taki við hópnum. 29.6.2007 19:12
Stór hrygningarstofn engin trygging Það tryggir ekki góða nýliðun að byggja upp stóran hrygningarstofn, segir Jón Kristjánssonm, fiskifræðingur. Hann leggur fram töluleg gögn sem sýna að samhengið sé raunar þveröfugt. Hann bendir einnig á að nýliðun sé til muna lélegri síðustu tuttugu ár í kvótakerfi en tvo áratugi á undan í frjálsum veiðum. 29.6.2007 18:29
Maður féll fram af klettum við Laxárvirkjun Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem féll fram af klettum við brúnna við Laxárvirkjun. Féll maðurinn í ánna en náðist að komast upp á bakka hennar af sjálfsdáðum en kemst ekki alla leið upp vegna kletta. Sigmenn frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og Hjálparsveit skáta í Aðaldal eru á leið á staðinn til aðstoðar lögreglu og sjúkraliði. 29.6.2007 18:29
Landsvirkjun gefur Alcan frest Landsvirkjun mun ekki hefja samningaviðræður við aðra um örkusölu til stóriðju fyrr en erindi Alcan um framlengingu forgangs að orku hefur verið afgreitt. Þó að þessi forgangur rennur úr gildi um helgina ætlar Landsvirkjun að taka sér einhverjar vikur í að afgreiða erindi Alcan. 29.6.2007 18:23
Rýr efirtekja í Baugsmáli segir Tryggvi Jónsson Baugsmálið hefur verið keyrt áfram af hörku og með saumnálaleit, segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Hann hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í gær meðal annars fyrir að draga sér fé vegna garðsláttuvélar og golfsetts. Hann segir þetta rýra eftirtekju eftir fimm ár og þegar lagt hafi verið upp með ákærur um ellefuhundurð milljóna króna fjársvik. 29.6.2007 18:19
Vestmannaeyjabær selur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar ákvað í morgun að selja hlut Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 7,1. 29.6.2007 18:04
Tugir bifreiða hafa skemmst Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim. 29.6.2007 17:59
Talið að tugir bíla hafi skemmst Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim. 29.6.2007 17:55
Stakk af frá vettvangi umferðarslyss Ökumaður vélhjóls var fluttur á slysadeild eftir að bíll kastaðist á hjól hans á Höfðabakkabrúnni á fimmta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið aftan á annan bíl sem kastaðist á vélhjólið. 29.6.2007 17:10
Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat. 29.6.2007 16:51
Öflugt umferðareftirlit í lofti og á landi um helgina Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verður í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar. 29.6.2007 16:36
Leitað eftir hugmyndum að uppbyggingu í Kvosinni Reykjavíkurborg hefur valið sex arkítektastofur til að setja fram tillögur að uppbyggingu í Kvosinni eftir brunann á horni Austurstrætist og Lækjargötu í apríl síðastliðnum. Þá geta aðrir einnig komið hugmyndum sínum að uppbyggingu á framfæri. 29.6.2007 16:04
Jón Þór verður aðstoðarmaður Björgvins Jón Þór Sturluson verður að líkindum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, nýs viðskiptaráðherra, en verið er að ganga frá ráðningu hans þessi dægrin. Jón Þór er dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík en hann er með doktorspróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla. 29.6.2007 15:56
Vilja að ríkið haldi sínum hlut í HS Þingflokkur Vinstri - grænna vill að ríkisstjórnin endurheimti aftur fimmtán prósenta hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja en ríkið bauð hann út á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá þingflokknum að hann vilji að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu til þess að koma í veg fyrir að raforkuverð verið hækkað neytendum til skaða. 29.6.2007 14:57
Skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisræktun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisræktun og fyrir að hafa ætlað að selja efnin. 29.6.2007 14:26
Björgunarsveitir halda á hálendið Fjórar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar halda upp á hálendið í dag og verða í fimm hópum til 12. ágúst. Tilgangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með viðbragðsstaðsetningar á hálendinu. 29.6.2007 14:16
Forsetinn ræddi fíkniefnavarnir í Istanbúl Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun ítarlegan fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum. 29.6.2007 14:11
Frestað að taka ákvörðun um hugsanleg kaup á hlutum í HS Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frestaði því fram yfir helgi að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið kaupi hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði fjölmörg sveitarfélög sem eiga hlut í Hitaveitunni, hafa haft samband við Orkuveituna með það fyrir augum að selja henni hlut sinn. 29.6.2007 14:01
Eyborg á leið til Möltu með laumufarþega Togarinn Eyborg frá Hrísey er nú á leið til Möltu með 21 laumufarþega frá Afríku sem fundust í gærmorgun í þremur flotkvíum sem torgarinn dró á Miðjarðarhafi. Skipstjóri togarans er íslenskur en auk hans eru tveir Rúmenar og sex Indónesíumenn í áhöfninni. 29.6.2007 13:50
Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. 29.6.2007 13:32
Sótti fund matvælaráðherra Norðurlanda Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í gær sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Björneborg í Finnlandi. 29.6.2007 13:02
SMS-helgi í uppsiglingu Svonefnd SMS-helgi fer nú í hönd, en þá eiga unglingar það til að mæla sér mót á laun með SMS-skilaboðum og slá upp teiti á ólíklegustu stöðum. 29.6.2007 12:15
Áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli Flugfélagið Iceland Express áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Kaupmannahafnar. Fái félagið úthlutað 6500 fermetra lóð við Reykjavíkurflugvöll sem það hefur sótt um er ráðgert að flug þaðan hefjist næsta vor. Forstjóri félagsins segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi. 29.6.2007 12:14