Innlent

Byggingarkostnaður lækkar

MYND/EÓ

Vísitala byggingarkostnaðar hefur lækkað um 0,03 prósent frá því í apríl samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitalan hins vegar hækkað um 10,5 prósent.

Reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí mældist vísitalan 370,2 stig og hefur hún því lækkað um 0,03 prósent frá fyrra mánuði. Er þetta í fyrsta skipti sem vísitalan lækkar milli mánaða síðan í júlí 2005.

Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 8,6 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×