Jón býður Ingibjörgu forsætisráðherrastólinn 18. maí 2007 11:37 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vegna þess einkennilega vinnulags sem sjálfstæðismenn hafa viðhaft þess daga, að ræða við Samfylkinguna og Vinstri græna á meðan rætt hafi verið framsóknarmenn. Býður hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, forsætisráðherrastól í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.Jón ritar grein á vef Framsóknarflokksins, framsókn.is, þar sem hann sakar Sjálfstæðisflokkinn um ekki aðeins tvöfeldni heldur margfeldni. „Augljóst er að viðræður milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar hafa verið komnar á flug áður en viðræðum milli stjórnarflokkanna var lokið í gær. Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í morgunfréttum Ríkisútvarpsins á miðvikudagsmorguninn og aftur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi staðfesta þetta. Í Kastljósinu í gærkvöldi sagði hún berum orðum að hún sjálf og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu talast við á miðvikudeginum," segir Jón.Jón segir enn fremur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins. Það hafi komið berlega fram í sérblaði DV sem gefið var út í kosningavikunni Framsóknarflokknum til ófrægingar. Ef þessi nýja ríkisstjórn komist á koppinn verði hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin.„Nú er ljóst að eiginlegar og formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan. Rétt er að það komi skýrlega fram af hálfu Framsóknarflokksins að það liggur fyrir að Framsóknarmenn hafa vel getað hugsað sér að benda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að leiða viðræður við aðra núverandi stjórnarandstæðinga og Framsóknarmenn, ef slíkur stjórnarmyndunarkostur kemur yfirleitt til greina af hálfu Samfylkingarinnar," segir Jón að lokum.Pistil Jóns má sjá í heild sinni hér. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vegna þess einkennilega vinnulags sem sjálfstæðismenn hafa viðhaft þess daga, að ræða við Samfylkinguna og Vinstri græna á meðan rætt hafi verið framsóknarmenn. Býður hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, forsætisráðherrastól í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.Jón ritar grein á vef Framsóknarflokksins, framsókn.is, þar sem hann sakar Sjálfstæðisflokkinn um ekki aðeins tvöfeldni heldur margfeldni. „Augljóst er að viðræður milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar hafa verið komnar á flug áður en viðræðum milli stjórnarflokkanna var lokið í gær. Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í morgunfréttum Ríkisútvarpsins á miðvikudagsmorguninn og aftur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi staðfesta þetta. Í Kastljósinu í gærkvöldi sagði hún berum orðum að hún sjálf og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu talast við á miðvikudeginum," segir Jón.Jón segir enn fremur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins. Það hafi komið berlega fram í sérblaði DV sem gefið var út í kosningavikunni Framsóknarflokknum til ófrægingar. Ef þessi nýja ríkisstjórn komist á koppinn verði hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin.„Nú er ljóst að eiginlegar og formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan. Rétt er að það komi skýrlega fram af hálfu Framsóknarflokksins að það liggur fyrir að Framsóknarmenn hafa vel getað hugsað sér að benda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að leiða viðræður við aðra núverandi stjórnarandstæðinga og Framsóknarmenn, ef slíkur stjórnarmyndunarkostur kemur yfirleitt til greina af hálfu Samfylkingarinnar," segir Jón að lokum.Pistil Jóns má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira