Innlent

Sjómaður sóttur á haf út

Sjómaður meiddist á auga um borð í rússneskum togara suðvestur af landinu í nótt og óskaði skipstjórinn eftir að Landhelgisgæslan sækti hann og flytti á sjúkrahús.

Þyrla var þegar send eftir manninum og gekk vel að ná honum um borð þrátt fyrir samskiptaörðugleika við skipstjórnarmenn, sem töluðu bara rússnesku. Maðurinn komst undir læknishendur á Landsspítalanum upp úr klukkan fjögur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×