Innlent

Kastljós stendur við umfjöllun sína

Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir Kastljósið standa við umfjöllun sína um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Spurningu ráðherrans um hvort þátturinn láti misnota sig í pólitískum tilgangi er er jafnframt hafnað.

Jónína sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hafnaði því sem hún kallar ásökunum Kastljóss og spurði hvort Kastljósið léti misnota sig með því að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninga.

Þórhallur hafnar því að Kastljós hafi verið misnotað. Hann segir meðal annars í yfirlýsingunni, að aldrei hafi verið sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu, heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan búi á heimili umhverfisráðherra sé full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×