Fleiri fréttir Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07 Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33 Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28 Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19 Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05 Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41 Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46 Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45 Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21 Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13 Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11 Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05 Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00 Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32 Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29 Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28 Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22 Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03 Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59 Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51 250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45 Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44 Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26 Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25 Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43 Ekki stjórnvalda að breyta ákvörðun Hafnfirðinga Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. 19.3.2007 18:30 Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. 19.3.2007 18:30 Borgin vill reka tilraunaframhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkur vill að þegar verði teknar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um að borgin taki að sér að reka einn af framhaldsskólum borgarinnar í tilraunaskyni. Formaður menntaráðs segir að í slíkum skóla ætti að bjóða upp á einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám. 19.3.2007 18:30 Jarðýta valt Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist. 19.3.2007 18:24 Fíkniefnamál mörg um helgina Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum. 19.3.2007 18:00 94 umferðaróhöpp um helgina 94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild. 19.3.2007 17:40 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks. 19.3.2007 17:29 Tíu vilja Kjalarnersbrauð Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi. 19.3.2007 17:08 Feginn lokum aðalmeðferðar Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna. 19.3.2007 16:49 Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra. 19.3.2007 16:29 Ungt fólk borðar minni fisk Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára. 19.3.2007 16:12 Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 16:09 Hvalreki í Ólafsfirði Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó. 19.3.2007 15:42 Borgin reki framhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni. 19.3.2007 15:06 Banaslys á Reyðarfirði Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði. 19.3.2007 14:15 Sjóðandi vatnsleki í gamla Morgunblaðshúsinu Sjóðandi heitt vatn lak inn á loftræstikerfi í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni þar sem Háskólinn í Reykjavík rekur nú kennslustofur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatnið niður á milliþil og náði eitthvað að fara niður um eina hæð. Kennsla var í gangi í kennslustofum þegar lekinn uppgötvaðist. Lítil truflun varð þó á kennslu þrátt fyrir störf slökkviliðsmanna. 19.3.2007 13:57 Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni ,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér. 19.3.2007 13:23 Eldfjallagarður á Reykjanesskaga Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman. 19.3.2007 13:02 Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum. 19.3.2007 12:19 Fjárhagslegur ávinningur brostinn Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn. 19.3.2007 12:17 Sjá næstu 50 fréttir
Hætta á niðurföll stíflist Búast má við miklu vatnsveðri þegar líður á daginn samfara hlýindum. Hætta er á að niðurföll stíflist en þau eru mörg hver eru full af ís eftir kuldakastið síðustu daga. 20.3.2007 15:07
Fangelsi fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Kona á þrítugsaldri var í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur og er skilorðsbundinn til fimm ára. Ákæra gegn karlmanni sem lést 11. þessa mánaðar var felld niður. 20.3.2007 14:33
Íslendingar fara yngstir í klámið Börn og unglingar á Norðurlöndunum eru stórfelldir klámneytendur og íslensk börn byrja langfyrst að skoða það. Samnorræn könnun náði til ungmenna á aldrinum 12-20 ára og þriðjungur þeirra skoðar klám nánast á hverjum einasta degi. Könnunin var gerð á vegum samtakanna NIKK sem er "Nordisk institut for kvinde- og könsforskning." Drengir skoða klám meira en stúlkur. Þeir eru oftast einir og helsti tilgangur þeirra að fróa sér. Stúlkur skoða aðallega klám vegna þess að þær eru forvitnar, eða bara sér til gamans 20.3.2007 14:28
Rúta með 30 unglingum fauk útaf Rúta með um þrjátíu unglinga innanborðs fauk útaf Suðurlandsvegi vestan Markafljót skömmu fyrir hádegi. Engan sakaði. Um borð í rútunni voru erlendir nemar á leið frá Reykjavík á Vík í Mýrdal. 20.3.2007 14:19
Yfirbygging fauk af flutningabíl Yfirbygging fauk af flutningabíl á tvo fólksbíla á Reykjanesbrautinni við Ásvelli í Hafnarfirði á öðrum tímanum. Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki. Miklar umferðatafir eru á Reykjanesbrautinni í átt til vesturs vegna óhappsins. 20.3.2007 14:05
Suðurlandsvegur opinn á ný - Ekkert ferðaveður enn Suðurlandsvegur hefur verið opnaður aftur. Honum var lokað á tólfta tímanum vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að aðstoða ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. Vonskuveður er víða á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ekki ferðaveður og versnandi færð, segir Vegagerðin. 20.3.2007 13:41
Strætó fauk út af á Kjalanesi Fimmtíu manna rúta með sjö manns innanborðs fauk út af á Kjalarnesi á ellefta tímanum í morgun. Atvikið átti sér stað rétt ofan við Hvalfjarðargöngin í snarpri vindhviðu. Farþega og ökumann sakaði ekki og engar skemmdir urðu á bifreiðinni, sem er í eigu Teits Jónassonar. Fyrirtækið sér um áætlunarferðir á Kjalarnesi fyrir Strætó bs. 20.3.2007 12:46
Hjólbarðar í hættu á Akureyri Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum. Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. 20.3.2007 12:45
Semja þurfi um frestun stækkunar álvers Formaður Samfylkingar tekur undir með bæjarstjóranum í Hafnarfirði um að semja þurfi við Alcan og orkufyrirtæki um frestun á stækkun álversins í Straumsvík, samþykki Hafnfirðingar stækkunina í lok mánaðarins. 20.3.2007 12:21
Samherji kaupir Engey Samherji á Akureyri hefur keypt Engey, flaggskip íslenska fiskiskipaflotans af Granda, en Grandi ætlaði að gera skipið út við Afríkustrendur. Engey er umþaðbil fjórum sinnum stærri en meðal stór frystitogari. Hún kom til hafnar í Færeyjum úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Granda, þegar gengið var frá kaupunum upp á hátt í þrá milljarða króna. 20.3.2007 12:13
Dómsmálaráðherra vill kaupa þyrlur með Norðmönnum Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði í morgun til á ríkisstjórnarfundi að áfram verði rætt við norsk stjórnvöld um sameiginlegt útboð Íslands og Noregs vegna kaupa á nýjum þyrlum. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps um þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands 20.3.2007 12:11
Fiskverð upp úr öllu valdi Fiskverð fór upp úr öllu valdi á innlendum fiskmörkuðum í síðustu viku og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verð á leigukvóta hefur líka náð sögulegum hæðum. Verð fyrir kílóið af nýveiddum fiski upp úr bát var að meðaltali tæpar 193 krónur fyrir allar tegundir og stærðir. 20.3.2007 12:05
Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00
Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32
Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29
Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28
Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22
Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03
Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59
Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51
250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45
Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44
Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26
Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25
Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43
Ekki stjórnvalda að breyta ákvörðun Hafnfirðinga Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. 19.3.2007 18:30
Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. 19.3.2007 18:30
Borgin vill reka tilraunaframhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkur vill að þegar verði teknar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um að borgin taki að sér að reka einn af framhaldsskólum borgarinnar í tilraunaskyni. Formaður menntaráðs segir að í slíkum skóla ætti að bjóða upp á einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám. 19.3.2007 18:30
Jarðýta valt Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist. 19.3.2007 18:24
Fíkniefnamál mörg um helgina Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum. 19.3.2007 18:00
94 umferðaróhöpp um helgina 94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild. 19.3.2007 17:40
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks. 19.3.2007 17:29
Tíu vilja Kjalarnersbrauð Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi. 19.3.2007 17:08
Feginn lokum aðalmeðferðar Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna. 19.3.2007 16:49
Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra. 19.3.2007 16:29
Ungt fólk borðar minni fisk Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára. 19.3.2007 16:12
Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 16:09
Hvalreki í Ólafsfirði Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó. 19.3.2007 15:42
Borgin reki framhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni. 19.3.2007 15:06
Banaslys á Reyðarfirði Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði. 19.3.2007 14:15
Sjóðandi vatnsleki í gamla Morgunblaðshúsinu Sjóðandi heitt vatn lak inn á loftræstikerfi í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni þar sem Háskólinn í Reykjavík rekur nú kennslustofur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatnið niður á milliþil og náði eitthvað að fara niður um eina hæð. Kennsla var í gangi í kennslustofum þegar lekinn uppgötvaðist. Lítil truflun varð þó á kennslu þrátt fyrir störf slökkviliðsmanna. 19.3.2007 13:57
Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni ,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér. 19.3.2007 13:23
Eldfjallagarður á Reykjanesskaga Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman. 19.3.2007 13:02
Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum. 19.3.2007 12:19
Fjárhagslegur ávinningur brostinn Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn. 19.3.2007 12:17