Innlent

Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun

Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist.

Það hefur vakið nokkra athygli sú breyting á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna að fyrning brota gegn börnum lengist. Þetta hefur verið skoðað sem mikil réttarbót enda koma slík mál oftar en ekki uppá yfirborðið fyrr en barnið sem brotið er gegn er komið á fullorðinsár. En það er annað nýmæli í breytingum á þessum málum sem snýr að refsingum. Eftir breytinguna er litið svo á að samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára jafngildi nauðgun. Refsimörkin verða hin sömu það er fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Í greinagerð með lögunum segir að emð þessu sé "...lögð áhersla á hve alvarleg þessi brot eru þegar þau beinast gegn börnum, og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en 14 ára alvarlegustu kynferðisbrotin, í stað nauðgunar einnar áður. "

Það má telja líkur á því að þessi breyting leiði til þess að refsingar þyngist fyrir brot af þessu tagi en óhætt er að fullyrða að umtalsverður þrýstingur hafi verið í samfélaginu á að dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum þyngist til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×