Innlent

Læsti ljósmyndara inni á landi svo kalla þurfti til lögreglu

MYND/GVA

Ljósmyndari Fréttablaðsins ætlaði í dag að mynda landið þar sem fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins ætlar að hafa lögbýli. Guðmundur Jónsson brást ókvæða við og læsti ljósmyndarann inni á landinu og kalla þurfti til lögreglu til að aðstoða hann við að komast burt.

Um er að ræða sex sumarhúsalóðir sem Guðmundur hefur sóst eftir að breyta í tvö lögbýli, Bjarg og Klett, en lóðirnar eru í landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×