Innlent

Skip missti fimm gáma þegar það fékk yfir sig brotsjó

Frá Kópavogshöfn.
Frá Kópavogshöfn. MYND/Vilhelm

Kársnes, skip Atlantsskipa, missti út fimm gáma fyrr í kvöld á leið sinni til landsins frá Danmörku. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Atlantsskipum reið brotsjór yfir skipum um klukkan hálfsjö og var skipið þá við Garðskaga. Kallaðir voru út tryggingamenn um leið og skipið kom í höfn í Kópavogi um hálfníu. Þeir hafa tekið sínar skýrslur og skoðað ástand skipsins en á því eru engar sjáanlegar skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×