Innlent

Skoðuðu jafnt gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og sekt

Jón H.B. Snorrason.
Jón H.B. Snorrason. MYND/Anton

Jón H.B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar, mætti í yfirheyrslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna Baugsmálsins. Verjendur sakborninga höfðu mestan áhuga á að Jón upplýsti hvort að í allri rannsókninni hafi jafnt verið skoðuð gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og þau sem hugsanlega gætu sýnt fram á sekt.

Jón sagði að lög gerðu ráð fyrir þannig væri unnið og það hefði að sjálfsögðu verið gert. Sakborningar báru við skýrslutöku hjá lögreglu að viðskipti Baugs við Nordica væru sambærileg og viðskipti sem Baugur átt við önnur fyrirtæki eins og Simon Aketur í Danmörku. Gestur Jónsson, lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þráspurði Jón hvers vegna efnahagsbrotadeildin hefði ekki kannað þau viðskipti til að renna stoðum undir vitnisburð sakborninga. Jón sagði rannsakendur hafa litið þannig á að þetta væru ekki sambærileg viðskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×