Fleiri fréttir Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina. 15.3.2007 14:40 Farsæld til framtíðar á Iðnþingi Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar." 15.3.2007 14:14 Uppákomur í Álafosskvosinni um helgina Á næstkomandi laugardag standa íbúar, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ fyrir uppákomum á svæðinu. Ákveðið var fyrir skömmu að stöðva tímabundið lagningu Helgafellsvegar um Álafosskvosina en fjöldi íbúa á svæðinu hefur lagst gegn lagningu vegarins. 15.3.2007 14:01 Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent. 15.3.2007 13:40 Mótmæla breytingum á lögum um Gæsluna Félag vélstjóra og málmtæknimanna ætlar að afhenda forseta Alþingis undirskriftalista sjómanna á skipum Landhelgisgæslunnar á eftir vegna breytinga á björgunarlaunum í nýjum lögum um LHG. Afhendingin fer fram í skálanum við Alþingishúsið klukkan tvö síðdegis. 15.3.2007 12:23 Ökuníðingur verður kærður fyrir hegningarlagabrot Ökuníðingur sem lögreglumenn á Austfjörðum eltu á ofsahraða á milli byggðarlaga í tvær klukkustundir í gær, verður kærður fyrir brot á hegningarlögum auk ótal umferðarlagabrota gærdagsins. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Eskifirði eltu hann á ofsahraða fram og aftur á milli þéttbýlisstaða á Austfjörðum, meðal annars um Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð. 15.3.2007 12:16 Einn gámanna fundinn Þyrla Landhelgisgæslunnar fann fyrir stundu einn af gámunum sem féllu fyrir borð af flutningaskipi við Reykjanes í gærkvöldi, og skipum stafar hætta af. Varðskip á að reyna að draga gáminn til lands. Samtals féllu fimm 40 feta langir gámar af flutningaskipinu Kársnesi, þegar það fékk á sig brotsjó úti af Garðskaga á Reykjanesi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. 15.3.2007 12:15 Áfram heilbrigðisþjónusta í húsi gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar Gerður hefur verið samningur um að fyrirtækið Heilsuverndarstöðin taki við rekstri húsnæðisins sem áður hýsti Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. 15.3.2007 12:14 Sérfræðingar gagnrýna auðlindaákvæði Stjórnskipunarnefndin hefur ekki enn afgreitt frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Nefndin sat á rökstólum frá því laust eftir átta i morgun og lauk störfum skömmu fyrir þingfund. Sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina hafa verið afar gagnrýnir á ákvæðið. 15.3.2007 12:02 Blindir beðið eftir þjónustumiðstöð árum saman Þekkingarmiðstöð fyrir blinda hefur enn ekki verið stofnuð, þó að nefnd um málefni blindra og sjónskertra nemenda hafi lagt það til fyrir nokkrum árum. Helgi Hjörvar sagði á Alþingi í morgun að þetta væri dæmi um einstakt aðgerðarleysi stjórnvalda. Menntamálaráðherra segir framkvæmdahóp vinna að málinu. 15.3.2007 12:01 Veitingahús og mötuneyti lækki verð Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. 15.3.2007 11:21 Stjórnarandstaðan vill funda um lok þingsins Stjórnarandstaðan fór fram á Alþingi það að hún yrði kölluð til samráðsfundar vegna loka þingsins. Áttatíu mál liggja fyrir þinginu í dag og sagði stjórnarandstaðan ljóst að það væri tæpt að það næðist að afgreiða þau öll. Fara þyrfti því yfir hvaða mál næðist að afgreiða. 15.3.2007 11:21 Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent. 15.3.2007 10:57 Skip missti fimm gáma þegar það fékk yfir sig brotsjó Kársnes, skip Atlantsskipa, missti út fimm gáma fyrr í kvöld á leið sinni til landsins frá Danmörku. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Atlantsskipum reið brotsjór yfir skipum um klukkan hálfsjö og var skipið þá við Garðskaga. 14.3.2007 22:48 Losa þarf byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld að losa þyrfti byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarrétt sem af þeim hefði verið tekinn. Þá sagði hann frjálslynda vilja hækka atvinnuleysisbætur upp í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að vinna án þess að skerða tekjur þeirra. 14.3.2007 22:41 Heitir á stjórnarandstöðu um samstarf í auðlindamáli Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hét á stjórnarandstöðuna um samstarf í auðlindamálinu og sagði erindi Framsóknarflokksins aldrei hafa verið meira en nú í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 22:08 Þurfum ekki að hlaupa og kaupa málningu „Við höfum staðið vaktina á hverju sem gengur og við þurfum því ekki að hlaupa út í búð og kaupa málningu þegar vindurinn hefur snúist og stóriðjustefnan er orðin óvinsæl," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 21:40 Varaði við stöðvun eða frestun vinstri manna Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ekki sjálfgefið að lífskjör landsmanna héldu áfram að batna og varaði við hugmyndum Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar um frestun og eða stöðvun framkvæmda. „Stopp þýðir afturför ... ótti við breytingar skilar okkur engu," sagði Geir í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. 14.3.2007 21:14 Réttlætiskröfu almennings svarað með sjónhverfingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sakaði stjórnarflokanna um að hafa stjórnarskrána að leiksoppi og að svara réttlætiskröfu almennings um sameign auðlinda með sjónhverfingu í nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 20:02 Stofna samtök þeirra sem dvalið hafa á upptökuheimilum Stofnuð verða samtök þeirra sem voru á barna- og unglingaheimilum hins opinbera á árunum 1950-80. Á fjölmennum fundi þessa fólks var skorað á stjórnvöld að bjóða öllum þessum hópi sömu úrræði og nú eru í boði fyrir drengi sem voru í Breiðavík. Frumvarp um opinbera rannsóknarnefnd á málefnum þessara heimila hefur verið afgreidd frá allsherjarnefnd þingsins. 14.3.2007 20:00 Bjóða stjórnvöldum 95 þúsund pund fyrir síðustu langreyðarnar Dýraverndunarsamtökin World Society for Protection of Animals (WSPA) hafa sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem ríkisstjórn Íslands eru boðin 95 þúsund pund, jafnvirði um 12,4 milljóna króna, fyrir að veiða ekki þær tvær langreyðar sem eftir eru af veiðikvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í haust. 14.3.2007 19:27 Læsti ljósmyndara inni á landi svo kalla þurfti til lögreglu Ljósmyndari Fréttablaðsins ætlaði í dag að mynda landið þar sem fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins ætlar að hafa lögbýli. Guðmundur Jónsson brást ókvæða við og læsti ljósmyndarann inni á landinu og kalla þurfti til lögreglu til að aðstoða hann við að komast burt. 14.3.2007 19:06 Hlógu að Davíð Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hlógu að Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að trúa að álagning á vörur frá Baugi væri lægri en raun var. Þetta sagði Jónína Benediktsdóttir að hefði átt sér stað eftir fund þremenninganna í Stjórnarráðinu. Viðtal við Jónínu fylgir fréttinni. 14.3.2007 19:00 Birgjar svara fyrir sig Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. 14.3.2007 18:56 Gaskútaþjófar gripnir Gaskútaþjófum sem stálu þremur gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði varð ekki kápan úr því klæðinu því lögregla greip þá á sunnudagskvöld eftir að þeir höfðu reynt að fá skilagjald fyrir kútana á nokkrum bensínstöðum. 14.3.2007 18:45 Sjóntæki til hjálpar börnum á leið upp úr kössunum Foreldrar drengs með alvarlegan augnsjúkdóm vissu ekki að þau gætu leitað eftir aðstoð fyrir hann hjá sjálfstætt starfandi augnlæknum. En tæki sem Sjónstöð Íslands fékk að gjöf fyrir ári til að útbúa sérstakar linsur vegna sjúkdósmins, hafa verið í kössum frá því þau komu til landsins fyrir um sjö mánuðum. 14.3.2007 18:30 Stöðvaður eftir hraðakstur í Fagradal Lögreglan á Egilsstöðum hefur haft hendur í hári ökumanns sem hún veitti eftirför í dag en hann virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu eftir hraðakstur. 14.3.2007 18:25 Sérfræðingar sjá mikla annmarka á auðlindatillögu Flestir þeir sérfræðingar, sem komið hafa fyrir stjórnarskrárnefnd í gær og í dag, telja að tillaga stjórnarflokkanna til breytingar á stjórnarskránni auki réttaróvissu um eignarhald á auðlindum. Fulltrúar útgerðarmanna segja tillöguna engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. 14.3.2007 18:19 Fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla Sjö ára piltur fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla í austurborginni í gærmorgun. Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni var pilturinn við nafnakall í íþróttasal skólans þegar óhappið varð. 14.3.2007 18:15 Eldhúsdagur á Alþingi í beinni á Vísi Hinn hefðbundni eldhúsdagur eða almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld eins og venjan er í lok þings. Sýnt verður beint frá umræðunum á Vísi en þær hefjast klukkann 19.50. 14.3.2007 18:09 Rauðum sportbíl veitt eftirför Sjónarvottar á Reyðarfirði hafa orðið varir við það að lögreglan á svæðinu veitir rauðum sportbíl eftirför. Ekki er vitað hvað ökumaður sportbílsins hefur í hyggju en hann ekur á mikilli ferð. Lögreglan getur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. 14.3.2007 17:47 Maður slasaðist þegar krani skekktist Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur. 14.3.2007 16:49 Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu. 14.3.2007 16:29 Farið á bakvið hreyfihamlaða Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi. 14.3.2007 16:10 Þeir fórust 14.3.2007 15:48 Erindi um kvennamorð í Mexíkó Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um morð 400 kvenna í Ciudad Juárez borg í Mexíkó í Háskóla Íslands á morgun. Marisela er hér á landi í boði Amnesty International og Cervantes setursins. Hún hefur síðustu sex ár barist ötullega gegn refisleysi vegna morðanna, en konurnar voru myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum. 14.3.2007 15:22 Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skipaskráningu Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskráningu. Frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok á Alþingi á morgun. ASÍ telur 11. grein þess brjóta gegn stjórnarskrá. Þar er gerð kjarasamninga um störf á farskipum sem sigla undir íslenskum fána útilokuð öðrum en íslenskum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi. 14.3.2007 15:02 Harður árekstur á Kringlumýrarbraut Rétt upp úr klukkan tvö varð harður árekstur tveggja fólksbíla á Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Bílarnir eru mikið skemmdir. Tveir menn voru fluttir á slysadeild og samkvæmt vakthafandi lækni eru þeir til skoðunar, en meiðsl þeirra líta ekki út fyrir að vera alvarleg. 14.3.2007 14:40 Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. 14.3.2007 13:44 Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur. 14.3.2007 12:30 Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. 14.3.2007 12:30 Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu. 14.3.2007 11:51 Voganíðingur grunaður um að hafa brotið gegn tíu stúlkum Lögreglan rannsakar hvort að tæplega þrítugur maður, sem grunaður er um að hafa kynferðislega áreitt og brotið gegn sjö ungum stúlkum, hafi brotið gegn þremur stúlkum til viðbótar. 13.3.2007 23:14 Surtseyjarsýning undirbúin Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí. 13.3.2007 22:39 Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn. 13.3.2007 21:24 Sjá næstu 50 fréttir
Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina. 15.3.2007 14:40
Farsæld til framtíðar á Iðnþingi Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar." 15.3.2007 14:14
Uppákomur í Álafosskvosinni um helgina Á næstkomandi laugardag standa íbúar, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ fyrir uppákomum á svæðinu. Ákveðið var fyrir skömmu að stöðva tímabundið lagningu Helgafellsvegar um Álafosskvosina en fjöldi íbúa á svæðinu hefur lagst gegn lagningu vegarins. 15.3.2007 14:01
Lækkun veitingahúsa ætti að vera meiri Lækkun virðisaukaskatts ætti að stuðla að allt að 13 prósenta verðlækkun á mat á veitingahúsum segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Áætlun Hagstofunnar um 8,6 prósenta lækkun á veitingum er meðaltalsprósenta. Í henni er tekin saman í eina tölu lækkun á seldum veitingum úr 24,5 prósentum, og lækkun á útleigu hótel- og gistiherbergja um 14 prósent. 15.3.2007 13:40
Mótmæla breytingum á lögum um Gæsluna Félag vélstjóra og málmtæknimanna ætlar að afhenda forseta Alþingis undirskriftalista sjómanna á skipum Landhelgisgæslunnar á eftir vegna breytinga á björgunarlaunum í nýjum lögum um LHG. Afhendingin fer fram í skálanum við Alþingishúsið klukkan tvö síðdegis. 15.3.2007 12:23
Ökuníðingur verður kærður fyrir hegningarlagabrot Ökuníðingur sem lögreglumenn á Austfjörðum eltu á ofsahraða á milli byggðarlaga í tvær klukkustundir í gær, verður kærður fyrir brot á hegningarlögum auk ótal umferðarlagabrota gærdagsins. Lögreglumenn frá Egilsstöðum og Eskifirði eltu hann á ofsahraða fram og aftur á milli þéttbýlisstaða á Austfjörðum, meðal annars um Egilsstaði, Reyðarfjörð og Eskifjörð. 15.3.2007 12:16
Einn gámanna fundinn Þyrla Landhelgisgæslunnar fann fyrir stundu einn af gámunum sem féllu fyrir borð af flutningaskipi við Reykjanes í gærkvöldi, og skipum stafar hætta af. Varðskip á að reyna að draga gáminn til lands. Samtals féllu fimm 40 feta langir gámar af flutningaskipinu Kársnesi, þegar það fékk á sig brotsjó úti af Garðskaga á Reykjanesi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. 15.3.2007 12:15
Áfram heilbrigðisþjónusta í húsi gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar Gerður hefur verið samningur um að fyrirtækið Heilsuverndarstöðin taki við rekstri húsnæðisins sem áður hýsti Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. 15.3.2007 12:14
Sérfræðingar gagnrýna auðlindaákvæði Stjórnskipunarnefndin hefur ekki enn afgreitt frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Nefndin sat á rökstólum frá því laust eftir átta i morgun og lauk störfum skömmu fyrir þingfund. Sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina hafa verið afar gagnrýnir á ákvæðið. 15.3.2007 12:02
Blindir beðið eftir þjónustumiðstöð árum saman Þekkingarmiðstöð fyrir blinda hefur enn ekki verið stofnuð, þó að nefnd um málefni blindra og sjónskertra nemenda hafi lagt það til fyrir nokkrum árum. Helgi Hjörvar sagði á Alþingi í morgun að þetta væri dæmi um einstakt aðgerðarleysi stjórnvalda. Menntamálaráðherra segir framkvæmdahóp vinna að málinu. 15.3.2007 12:01
Veitingahús og mötuneyti lækki verð Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. 15.3.2007 11:21
Stjórnarandstaðan vill funda um lok þingsins Stjórnarandstaðan fór fram á Alþingi það að hún yrði kölluð til samráðsfundar vegna loka þingsins. Áttatíu mál liggja fyrir þinginu í dag og sagði stjórnarandstaðan ljóst að það væri tæpt að það næðist að afgreiða þau öll. Fara þyrfti því yfir hvaða mál næðist að afgreiða. 15.3.2007 11:21
Tilboð opnuð vegna Neðri Þjórsár Tilboð vegna ráðgjafaþjónustu vegna virkjana í Neðri Þjórsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Útboðsgögn voru dagsett í desember 2006 og buðu þrír í verkið. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 1400 milljónir króna og var frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikningu hf. Þeir fengu einnig bestu tæknilegu einkunn, eða 99,8 prósent. 15.3.2007 10:57
Skip missti fimm gáma þegar það fékk yfir sig brotsjó Kársnes, skip Atlantsskipa, missti út fimm gáma fyrr í kvöld á leið sinni til landsins frá Danmörku. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Atlantsskipum reið brotsjór yfir skipum um klukkan hálfsjö og var skipið þá við Garðskaga. 14.3.2007 22:48
Losa þarf byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld að losa þyrfti byggðir landsins við drápsklyfjar kvótakerfisins og færa þeim aftur atvinnufrelsi og nýtingarrétt sem af þeim hefði verið tekinn. Þá sagði hann frjálslynda vilja hækka atvinnuleysisbætur upp í 150 þúsund krónur og leyfa bótaþegum að vinna án þess að skerða tekjur þeirra. 14.3.2007 22:41
Heitir á stjórnarandstöðu um samstarf í auðlindamáli Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hét á stjórnarandstöðuna um samstarf í auðlindamálinu og sagði erindi Framsóknarflokksins aldrei hafa verið meira en nú í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 22:08
Þurfum ekki að hlaupa og kaupa málningu „Við höfum staðið vaktina á hverju sem gengur og við þurfum því ekki að hlaupa út í búð og kaupa málningu þegar vindurinn hefur snúist og stóriðjustefnan er orðin óvinsæl," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 21:40
Varaði við stöðvun eða frestun vinstri manna Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ekki sjálfgefið að lífskjör landsmanna héldu áfram að batna og varaði við hugmyndum Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar um frestun og eða stöðvun framkvæmda. „Stopp þýðir afturför ... ótti við breytingar skilar okkur engu," sagði Geir í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. 14.3.2007 21:14
Réttlætiskröfu almennings svarað með sjónhverfingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sakaði stjórnarflokanna um að hafa stjórnarskrána að leiksoppi og að svara réttlætiskröfu almennings um sameign auðlinda með sjónhverfingu í nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 14.3.2007 20:02
Stofna samtök þeirra sem dvalið hafa á upptökuheimilum Stofnuð verða samtök þeirra sem voru á barna- og unglingaheimilum hins opinbera á árunum 1950-80. Á fjölmennum fundi þessa fólks var skorað á stjórnvöld að bjóða öllum þessum hópi sömu úrræði og nú eru í boði fyrir drengi sem voru í Breiðavík. Frumvarp um opinbera rannsóknarnefnd á málefnum þessara heimila hefur verið afgreidd frá allsherjarnefnd þingsins. 14.3.2007 20:00
Bjóða stjórnvöldum 95 þúsund pund fyrir síðustu langreyðarnar Dýraverndunarsamtökin World Society for Protection of Animals (WSPA) hafa sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem ríkisstjórn Íslands eru boðin 95 þúsund pund, jafnvirði um 12,4 milljóna króna, fyrir að veiða ekki þær tvær langreyðar sem eftir eru af veiðikvóta sem sjávarútvegsráðherra gaf út í haust. 14.3.2007 19:27
Læsti ljósmyndara inni á landi svo kalla þurfti til lögreglu Ljósmyndari Fréttablaðsins ætlaði í dag að mynda landið þar sem fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins ætlar að hafa lögbýli. Guðmundur Jónsson brást ókvæða við og læsti ljósmyndarann inni á landinu og kalla þurfti til lögreglu til að aðstoða hann við að komast burt. 14.3.2007 19:06
Hlógu að Davíð Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hlógu að Davíð Oddssyni fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að trúa að álagning á vörur frá Baugi væri lægri en raun var. Þetta sagði Jónína Benediktsdóttir að hefði átt sér stað eftir fund þremenninganna í Stjórnarráðinu. Viðtal við Jónínu fylgir fréttinni. 14.3.2007 19:00
Birgjar svara fyrir sig Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. 14.3.2007 18:56
Gaskútaþjófar gripnir Gaskútaþjófum sem stálu þremur gaskútum frá tveimur heimilum í Hafnarfirði varð ekki kápan úr því klæðinu því lögregla greip þá á sunnudagskvöld eftir að þeir höfðu reynt að fá skilagjald fyrir kútana á nokkrum bensínstöðum. 14.3.2007 18:45
Sjóntæki til hjálpar börnum á leið upp úr kössunum Foreldrar drengs með alvarlegan augnsjúkdóm vissu ekki að þau gætu leitað eftir aðstoð fyrir hann hjá sjálfstætt starfandi augnlæknum. En tæki sem Sjónstöð Íslands fékk að gjöf fyrir ári til að útbúa sérstakar linsur vegna sjúkdósmins, hafa verið í kössum frá því þau komu til landsins fyrir um sjö mánuðum. 14.3.2007 18:30
Stöðvaður eftir hraðakstur í Fagradal Lögreglan á Egilsstöðum hefur haft hendur í hári ökumanns sem hún veitti eftirför í dag en hann virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu eftir hraðakstur. 14.3.2007 18:25
Sérfræðingar sjá mikla annmarka á auðlindatillögu Flestir þeir sérfræðingar, sem komið hafa fyrir stjórnarskrárnefnd í gær og í dag, telja að tillaga stjórnarflokkanna til breytingar á stjórnarskránni auki réttaróvissu um eignarhald á auðlindum. Fulltrúar útgerðarmanna segja tillöguna engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. 14.3.2007 18:19
Fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla Sjö ára piltur fingurbrotnaði þegar mark féll á hann í grunnskóla í austurborginni í gærmorgun. Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni var pilturinn við nafnakall í íþróttasal skólans þegar óhappið varð. 14.3.2007 18:15
Eldhúsdagur á Alþingi í beinni á Vísi Hinn hefðbundni eldhúsdagur eða almennar stjórnmálaumræður verða á Alþingi í kvöld eins og venjan er í lok þings. Sýnt verður beint frá umræðunum á Vísi en þær hefjast klukkann 19.50. 14.3.2007 18:09
Rauðum sportbíl veitt eftirför Sjónarvottar á Reyðarfirði hafa orðið varir við það að lögreglan á svæðinu veitir rauðum sportbíl eftirför. Ekki er vitað hvað ökumaður sportbílsins hefur í hyggju en hann ekur á mikilli ferð. Lögreglan getur ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. 14.3.2007 17:47
Maður slasaðist þegar krani skekktist Kalmaður á þrítugsaldri slasaðist á höfði við byggingarvinnu í Kópavogi í gær. Hann var að festa þakplötur á nýbyggingu ásamt öðrum þegar óhappið átti sér stað. Mennirnir voru umluktir sérstakri körfu sem krani heldur uppi til öryggis, en karfan er færð til eftir þörfum. Svo óheppilega vildi til að karfan skekktist til og við það fékk annar mannanna skurð á höfuðið, en hinn slapp ómeiddur. 14.3.2007 16:49
Alþingi vinnur gegn lækkun matvöruverðs Samtök verslunar og þjónustu undrast afgreiðslu Alþingis á tillögum samtakanna og Samtaka Atvinnulífsins um að úthluta tollkvótum vegna innflutnings án kvótasölu þegar umsóknir um kvóta eru meiri en framboð. Í ljósi þjóðarátaks um lækkun matvöruverðs sé það afar óábyrgt af hálfu þingsins og telja samtökin ákvarðanir Alþingis vinna gegn átakinu. 14.3.2007 16:29
Farið á bakvið hreyfihamlaða Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi. 14.3.2007 16:10
Erindi um kvennamorð í Mexíkó Marisela Ortiz Rivera heldur erindi um morð 400 kvenna í Ciudad Juárez borg í Mexíkó í Háskóla Íslands á morgun. Marisela er hér á landi í boði Amnesty International og Cervantes setursins. Hún hefur síðustu sex ár barist ötullega gegn refisleysi vegna morðanna, en konurnar voru myrtar á hrottalegan hátt á síðustu árum. 14.3.2007 15:22
Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skipaskráningu Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskráningu. Frumvarpið verður afgreitt fyrir þinglok á Alþingi á morgun. ASÍ telur 11. grein þess brjóta gegn stjórnarskrá. Þar er gerð kjarasamninga um störf á farskipum sem sigla undir íslenskum fána útilokuð öðrum en íslenskum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi. 14.3.2007 15:02
Harður árekstur á Kringlumýrarbraut Rétt upp úr klukkan tvö varð harður árekstur tveggja fólksbíla á Kringlumýrabraut við Hamrahlíð. Bílarnir eru mikið skemmdir. Tveir menn voru fluttir á slysadeild og samkvæmt vakthafandi lækni eru þeir til skoðunar, en meiðsl þeirra líta ekki út fyrir að vera alvarleg. 14.3.2007 14:40
Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. 14.3.2007 13:44
Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur. 14.3.2007 12:30
Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. 14.3.2007 12:30
Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu. 14.3.2007 11:51
Voganíðingur grunaður um að hafa brotið gegn tíu stúlkum Lögreglan rannsakar hvort að tæplega þrítugur maður, sem grunaður er um að hafa kynferðislega áreitt og brotið gegn sjö ungum stúlkum, hafi brotið gegn þremur stúlkum til viðbótar. 13.3.2007 23:14
Surtseyjarsýning undirbúin Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí. 13.3.2007 22:39
Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn. 13.3.2007 21:24