Fleiri fréttir

Dagur vinnur í feðraorlofinu

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fór í fæðingarorlof þann fimmtánda þessa mánaðar og vék úr borgarstjórn um tíma. Í morgun, þann 27. febrúar, fór Dagur hins vegar í vinnuferð með skipulagsráði til Skandinavíu á vegum borgarinnar.

Lenti heilu og höldnu

Fokker flugvél Flugfélags Íslands var snúið við skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan hálf fimm í dag, vegna þess að nefhjól hennar fór ekki upp eftir flugtakið. Tuttugu og sex manns, farþegar og áhöfn, voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Ísafjarðar. Vélin lenti síðan án vandkvæða og viðbúnaðarstigi aflýst.

Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi.

Kjarvalsmyndin seld á 25 milljónir króna

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval var slegið hæstbjóðanda, sem bauð 1,3 milljónir danskra króna í verkið hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn núna á sjötta tímanum. Fulltrúi Gallerí Foldar keypti myndina fyrir hönd óþekkts kaupanda. Heildarverð með þóknun og sköttum telst um 25 milljónir íslenskra króna. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir íslenskt listaverk á uppboði.

Togarinn kominn á flot

Dala-Rafn VE 508, 237 brúttótonna togari, sem sat fastur í Grindavíkurhöfn eftir að hafa tekið niðri er nú laus. Reynt var að draga hann niður á meira dýpi til þess að reyna að losa hann og tókst það vel. Engar skemmdir voru sjáanlegar á skipinu. Liggur Dala-Rafn nú við bryggju.

Viðbúnaðarstig vegna flugvélar á Reykjavíkurflugvelli

Viðbúnaðarstigi var komið á Reykjavíkurflugvelli nú á fimmta tímanum þegar Fokker-vél kom þar til lendingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var um að ræða vandræði með lendingarbúnað en 26 manns voru um borð í vélinni. Hún lenti nú fyrir nokkrum mínútum heilu og höldnu og hefur viðbúnaðarstig því verið aflýst eftir því sem lögreglan segir. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að viðbúnaðarstigi var lýst en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, lenti vélin fyrir nokkrum mínútum.

Vill hlutkesti fremur en útboð á tollkvótum

Talsmaður neytenda telur hlutkesti vænlegri kost en útboð við úthlutun tollkvóta til innflutnings á landbúnaðarvörum. Með þeirri leið sé ólíkegra að neytendur gjaldi fyrir með hætta verði á landbúnaðarvörum.

Gæsluvarðhald yfir síbrotamanni

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni. Maðurinn er grunaður um þjófnaði og innbrot. Maðurinn var í byrjun janúar dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir rán.

Stjórnin vildi skýrari línur milli Baugs og Gaums

Hans C. Hustad, stjórnarmaður í Baugi, sagði umræður hafa farið fram í stjórn Baugs vorið 2002 um að draga þyrfti skýrari línur milli Baugs og Gaums. Hann vissi af lánveitingum til Gaums en þekkti þær þó ekki í smáatriðum enda hans mat að reksturinn ætti að vera í höndum stjórnenda fyrirtækisins.

Sextán mánaða fangelsi fyrir brotahrinu á síðasta ári

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í sextán mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot á síðasta ári, þar á meðal líflátshótanir, eignaspjöll, vörslu og sölu á fíkniefnum, steravörslu og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Uppsagnir hjá Símanum

Tveimur starfsmönnum Símans á Ísafirði hefur verið sagt upp. Ástæðan er verkefnaskortur, en mennirnir voru í sex manna hópi sem sá meðal annars um jarðvegsvinnu og lagningu strengja. Að sögn upplýsingafulltrúa Símans hefur uppbygging á staðnum verið að dragast saman og því þörf á að aðlaga deildina verkefnum sem fyrir liggja.

Vill að Wilson Muuga verði fjarlægt hið fyrsta

Hákon Magnússon, eigandi jarðarinnar Nýlendu í Sandgerði, vill að Wilson Muuga verði fjarlægt af strandstað án tafar. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Jónas Þór Guðmundsson, héraðsdómslögmaður, hafi sent bréf fyrir hönd Hákonar þess efnis til útgerðar, umboðsaðila og vátryggingarfélags skipsins, en bréfið hefur einnig verið lagt fram til kynningar hjá bæjarráði Sandgerðis.

Tilraunir með rykbindingu sagðar lofa góðu

Tilraunir á vegum framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar með rykbindingu á helstu umferðaræðum borgarinnar lofa góðu og virðast slá verulega á rykmyndun að því er segir á vef framkvæmdasviðs.

Öllum starfsmönnum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sagt upp

Öllum sex fastráðnum starfsmönnum Skíðasvæða höfuðborgarsvæðinsins hefur verið sagt upp störfum í kjölfar rekstarúttektar á starfseminni. Að sögn Önnu Kristinsdóttur, formanns stjórnar skíðasvæðanna, var ráðist í úttektina í haust og henni skilað eftir áramót.

Sakfelld fyrir árás á leigubílstjóra

Kona á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til að greiða 180 þúsund krónur í sekt vegna líkamsárásar á leigubílstjóra í mars í fyrra. Konan var jafnframt dæmd til að greiða leigubílstjóranum, sem er kona, 100 þúsund krónur í miskabætur.

Verk Svavars seldust á fjórföldu matsverði

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval verður boðið upp hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í dag. Búist hefur verið við að verkið verði selt á eina milljón til fimm milljónir króna en svo gæti farið að verkið seldist á miklu hærri upphæð. Tryggvi Friðriksson listmunasali nefndi 10 milljónir króna í hádegisviðtali Stöðvar 2. 15 verk eftir Svavar voru boðin upp í hádeginu hjá Bruun Rasmussen. Dýrasta myndin af þeim, var akrýlverk sem metin var á 6-8000 krónur danskar en fór á 32.000 krónur danskar eða um 375.ooo krónur íslenskar. eða með uppboðslaunum -- næstum hálfa milljón íslenskra króna.

Umferð gekk með besta móti í gær

Lögregla segir umferðina í gær hafa gengið með besta móti en þrettán umferðaróhöpp voru þá tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tími ástarjátninga á Alþingi

Tími ástarjátninga var á alþingi í dag þar sem heilbrigðisráðherra sakaði Vinstri - græna og Samfylkinguna um að sleikja upp Sjálfstæðisflokinn í von um að komast í ríkisstjórn.

Sveik út vörur og gjafakort með stolnu greiðslukorti

Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í fimm mánaða fangesli, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir fjársvik en hún tók greiðslukort ófrjálsri hendi og nýtti það í rúman mánuð í fyrra áður en það var tekið af henni.

Sparisjóður gefur Dalvíkingum menningarhús

Sparisjóður Svarfdæla ætlar að gefa Dalvíkingum eitt stykki menningarhús. Sparisjóðsstjórnin tilkynnti um gjöfina í morgun og er tilefnið það að síðasta ár var besta rekstrarár í sögu sjóðsins. Hagnaður eftir skatta varð tæpur milljarður króna.

Erlendir bankar gagnrýna hækkað lánshæfismat

Skotlandsbanki og einn stærsti banki Frakklands gagnrýna greiningafyrirtækið Moody's harðlega fyrir að hækka lánshæfismat íslensku bankanna. Þeir segja að þar með sé verið að segja að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga með íslensku bönkunum ef illa fer.

Ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar segir ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag eins og í gær. Fram kemur á heimasíðu umhverfissviðs að svifryksmengun hafi að meðaltali mælst 20,7 míkrógrömm á rúmmetra frá miðnætti við Grensás en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Bónus vinsælasta fyrirtækið

Bónus er það fyrirtæki landsins sem flestir landsmenn hafa jákvætt viðhorf til, samkvæmt könnun Frjálsar verslunar. Þetta er fimmta árið í röð sem Bónus mælist vinsælasta fyrirtækið.

Lögreglan leitar skuldseigra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnir nú sýslumanninum í Reykjavík í sérstöku átaki sem stendur yfir um þessar mundir. Það er tilkomið vegna fjölmargra krafna um fjárnám sem ekki hefur tekist að ljúka.

Kúbískt verk Kjarvals boðið upp í dag

Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval verður boðið upp hjá danska listaverkasalanum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í dag. Búist er við að verkið fari á eina til fimm milljónir króna. Búast má við að fleiri áður óþekkt verk eftir gömlu íslensku meistaranna komi í leitirnar á næstu árum, einkum í Danmörku, segir listfræðingur.

Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu

Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt.

Varar við fjársvikum tengdum erlendum hlutabréfum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að taka þátt í viðskiptum með hlutabréf erlendis en borið hefur á því að undanförnu að hringt hafi verið í fólk og því boðið hlutabréf í erlendum fyrirtækjum á hagstæðu verði.

Fullviss um gott gengi Samfylkingar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sannfærð um að Samfylkingunni vegni betur í alþingiskosningum í vor en skoðanakannanir gefa til kynna. Þetta kom fram í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð tvö í kvöld.

Sennilega minni loftmengun á morgun

„Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima.

Lögreglan sökuð um ofbeldi

Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin.

Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku

Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert.

Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag

Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk.

Samkeppnin grimm milli banka

Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina.

18 stútar teknir um helgina

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur.

Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas

Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling.

Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það.

Jóhannes spurður út í bátamál á Miami

Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Hann var spurður ítarlega út í bátamálin á Miami.

Vinstri-grænir fá listabókstafinn V

Búið er að samþykkja að veita Vinstri-grænum listabókstafinn V í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur hingað til haft listabókstafinn U í kosningum en Kvennalistinn hafði áður V sem sinn listabókstaf.

Jóhannes spurður út í Thee Viking

Jóhannes Jónsson bar vitni í Baugsmálinu í dag. Jóhannes var spurður út í Viking bátana en hann leit svo á að samningur yrði gerður um eignarhlut í bátunum en af því varð aldrei. Hann sagði mánaðarlegar greiðslur sem fóru til Jóns Geralds Sullenberger hafa verið til að styrkja rekstur Nordica en þær ekki farið í rekstur Thee Viking eins og haldið hefur verið fram.

Svifryk fór tvisvar yfir heilsuverndarmörk í morgun

Svifryksmengun í Reykjavík fór tvisvar yfir heilsuverndarmörk í morgun. Milli tíu og hálf ellefu í morgun mældist loftmengunin 186 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásstöð. Viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Á bifhjóli á ofsahraða í miðri borginni

Ungir piltar voru áberandi í hópi þeirra sextíu og níu sem stöðvaðir voru vegna hraðaaksturs á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tuttugu og þriggja ára bifhjólmaður mældist á 133 kílómetra hraða á Hringbraut í Reykjavík en þar er hámarkshraði 50. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi.

Sjá næstu 50 fréttir