Innlent

Fullviss um gott gengi Samfylkingar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sannfærð um að Samfylkingunni vegni betur í alþingiskosningum í vor en skoðanakannanir gefa til kynna. Þetta kom fram í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð tvö í kvöld.

Samfylkingin hefur haldið marga fundi um land allt undanfarin misseri. Síðastliðna helgi hélt kvennahreyfing Samfylkingarinnar fund á sama tíma og Vinstri hreyfing grænt framboð hélt landsfund sinn. Aðspurð hvort að það væri óeðlileg tímasetning og ætluð til þess að varpa skugga á Vinstri-græna sagði Ingibjörg svo ekki vera. Hún sagði að aðeins væru tveir og hálfur mánuður til kosninga og að „þetta sé bara vertíðin."

Samfylkingin mun einnig halda Landsfund sinn á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að halda landsfund sinn. Spurð út í það mál svaraði hún að húsnæði hefði ráðið dagsetningunni. Landsfundur Samfylkingarinnar verður í Egilshöll og þetta hafi verið sú dagsetning sem var laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×