Innlent

Vill hlutkesti fremur en útboð á tollkvótum

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. MYND/GVA

Talsmaður neytenda telur hlutkesti vænlegri kost en útboð við úthlutun tollkvóta til innflutnings á landbúnaðarvörum. Með þeirri leið sé ólíkegra að neytendur gjaldi fyrir með hætta verði á landbúnaðarvörum.

Fram kemur á vef talsmanns neytenda að hann hafi í morgun verið á fundi landbúnaðarnefndar til að gefa álit sitt á frumvarpi um úthlutun tollkvóta á landbúnaðarvörum vegna lækkunar matarverðs um næstu mánaðamót.

Benti talsmaðurinn á að samkvæmt gildandi búvörulögum væru tvær leiðir heimilar við úthlutun tollkvóta, hlutkesti og útboð. Hlutkesti væri mun skárri aðferð fyrir neytendur þar sem ljóst væri að gjald innflytjenda fyrir tollkvóta myndi skila sér í hærra vöruverði eins og reynsla og rök sýndu.

Taldi hann enn fremur að hagsmunir neytenda af lægra verði á landbúnaðarvörum ættu að vega þyngra en hagsmunir ríkisins af tekjum af útboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×