Innlent

Umferð gekk með besta móti í gær

MYND/GVA

Lögregla segir umferðina í gær hafa gengið með besta móti en þrettán umferðaróhöpp voru þá tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bíll hafnaði á ljósastaur í Lönguhlíð í gærmorgun og var ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, fluttur á slysadeild. Í hádeginu var ekið á tæplega þrítuga konu á Sundlaugavegi. Hún kenndi sér ekki meins fyrr en nokkru eftir óhappið og fór þá sjálf á slysadeild.

Þá voru rétt um 40 ökumenn teknir fyrir hraðakstur en lögregla segir akstur þeirra ekkert í líkingu við það sem sást um helgina. Grófustu brotin voru framin á Sæbraut en þar voru fjórir ökumenn teknir á yfir 100 km hraða. Einn þeirra á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu í einn mánuð og 75 þúsund króna sekt. Hinir þrír mega búast við 60 þúsund króna sekt hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×