Innlent

Ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar segir ólíklegt að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk í dag eins og í gær. Fram kemur á heimasíðu umhverfissviðs að svifryksmengun hafi að meðaltali mælst 20,7 míkrógrömm á rúmmetra frá miðnætti við Grensás en heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Til samanburðar mældist mengunin að meðaltali 66,1 míkrógramm á rúmmetra við Grensás í gær.

Svifryksmengun hefur farið fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en heimilt er að það gerist 23 sinnum á þessu ári. Fjöldi skipta á ári fer lækkandi. Bent er á á vef umhverfissviðs að reynslan hafi sýnt að svifryk fari oft yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði og því sé æskilegt að gera tilraun til að hvíla bifreiðar á nagladekkjum í komandi mánuði og nýta aðra samgöngumöguleika sé þess nokkur kostur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×