Fleiri fréttir Ríkisfyrirtæki gagnrýnt á Alþingi fyrir að kaupa prentsmiðju Ríkið var sakað á Alþingi í morgun um að gera strandhögg á prentmarkaði með kaupum Íslandspósts á fyrirtækinu Samskiptum. Samgönguráðherra varði kaupin en þingmaður Framsóknarflokks sem og Samfylkingarþingmenn gagnrýndu þau harðlega. 24.1.2007 12:00 Þjónustusamningur Verndar endurskoðaður Þjónustusamningur Verndar og Fangelsismálastofnunar verður endurskoðaður sérstaklega vegna barnaníðings, sem þar dvaldi og braut skilorð. 24.1.2007 11:58 Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra Ákveðið hefur verið að úthluta úr Framkvæmdasjóði aldraðra um 712 milljónum króna á þessu ári til uppbyggingar verkefna í öldrunarþjónustu. Af þessu verða 441 milljón króna veitt vegna fjölgunar hjúkrunarrýma. 24.1.2007 11:30 Valgerður í opinbera heimsókn til Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Lichtenstein á morgun og mun meðal annars eiga fundi með forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Á föstudaginn mun Valgerður síðan sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem málefni Afghanistans og Kósóvó verða meðal annars á dagskrá. 24.1.2007 11:06 Þrír fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun Þrír karlmenn voru fluttir á slysadeild í morgun eftir að eldur kviknaði í tvíbýlishúsi í Norðlingaholti. Grunur lék á að mennirnir væru með reykeitrun. 24.1.2007 11:01 Eðlilegt að Íslandspóstur hafi keypt Samskipti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra varði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þá ákvörðun Íslandspósts hf. að kaupa fyrirtækið Samskipti ehf. á síðasta ári. Sagði hann það hafa verið eðlilega ákvörðun til að styrkja fyrirtækið í vaxandi samkeppni. 24.1.2007 10:58 Eldur í húsi í Norðlingaholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú við hús í Lækjarvaði í Norðlingaholti en tilkynning barst um eld í herbergi þar. Ekki er vitað nánar um atvik að svo stöddu. 24.1.2007 10:45 Aldraðir og öryrkjar bjóða fram til Alþingiskosninga Hópur aldraðra og öryrkja hefur ákveðið að stofna til framboðs fyrir komandi Alþingiskosningar. Aðalmarkmið hópsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja. Lögð hafa verið drög að helstu áhersluatriðum framboðsins og verða þau fullmótuð á næstu dögum. 23.1.2007 21:18 Stjórn Verndar vonar að viðmót nágranna dofni ekki Fangahjálpin Vernd vonar að vinsamlegt viðmót nágranna áfangaheimilisins dofni ekki þrátt fyrir þann skugga sem umræða síðustu daga hefur varpað á heimilið. Stjórn Fangahjálparinnar Verndar kom til fundar í kvöld til að ræða málefni áfangaheimilisins. 23.1.2007 20:51 Margir vilja nýta mannvirki á Keflavíkurflugvelli Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur fengið sendar yfir eitthundrað hugmyndir um nýtingu mannvirkja og húsakosts á vellinum. Félagið hefur opnað heimasíðu og kappkostar að koma lífi í Keflavíkurflugvöll á nýjan leik sem allra fyrst. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar bíður mikið verk að koma öllu í gang. 23.1.2007 20:15 Skemma eyðilagðist í veðurofsa Skemma við bæinn Fell í Kollafirði eyðilagðist í veðurofsa í dag. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út á fjórða tímanum þar sem þakplöturnar voru byrjaðar að losna. 23.1.2007 19:41 Hvalkjöt í hundana Birgðir af hvalkjöti hrannast upp í Japan og er svo komið að farið er að nota það í hundamat. Þetta fullyrða Greenpeace-samtökin og segja þar með sannað að enginn grundvöllur sé fyrir hvalveiðum Íslendinga. 23.1.2007 19:17 Börn í Byrginu Unglingsstúlkur hafa verið í vistun í Byrginu þrátt fyrir að meðferðarheimilið hafi ekki haft heimild til að vista börn. Byrgið leitaði eftir heimild til barnavistunar hjá Barnaverndarstofu fyrir þremur árum en var hafnað eftir skoðun. 23.1.2007 19:11 Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. 23.1.2007 18:45 Margrét og Magnús Þór í slag Margrét Sverrisdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins á komandi flokksþingi. LUM Þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum innan Frjálslynda flokksins 23.1.2007 18:36 Taprekstur eykst ár frá ári Ríkisútvarpið eyddi tæpum hálfum milljarði umfram heimildir á hálfs árs tímabili í fyrra. Taprekstur stofnunarinnar hefur margfaldast á tveimur árum. Þingmenn spurðu í dag hvað hefði verið að gerast í útvarpinu. Menntamálaráðherra var gagnrýndur fyrir að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar í dag. 23.1.2007 18:31 Telur þörf á lagabreytingum vegna barnaníðinga Forstjóri Barnaverndarstofu telur þörf á að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast betur með barnaníðingum sem líklegir eru til að brjóta af sér á ný. Lögreglan rannsakar játningar Ágústs Magnússonar í Kompás þar sem hann sagðist hafa framið fleiri brot en hann hefur verið dæmdur fyrir. 23.1.2007 18:30 Lýst eftir karlmanni á fimmtugsaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni. Sigurður er 43 ára, grannvaxinn og stuttklipptur. Hann er 184 cm á hæð. 23.1.2007 17:59 Norðurskautsverkefni styrkt Samstarfsnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur samþykkt að styrkja 22 Norðurskautsverkefni. Í fréttum Norrænu ráðherranefndarinnar segir að styrkirnir nemi liðlega 80 milljónum íslenskra króna. 23.1.2007 17:48 Þjófar mikið á ferðinni Nokkuð hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag og í nótt. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ og þaðan stolið tölvum, tölvuskjáum, fartölvu og myndavél. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri þjófar hafi þar verið á ferð en talið er að þeir hafi farið inn um glugga. 23.1.2007 17:36 Haraldur Johannessen þarf að víkja sæti Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, skuli víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum Baugsmanna. 23.1.2007 16:46 Í hár saman út af tölvuleikjum Óhófleg tölvunotkun hefur valdið vandræðum á heimilum í höfuðborginni. Á vef lögreglunnar er sagt frá heimsókn lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu að ónefndu húsi í gær þar sem fjölskyldan var komin í hár saman vegna tölvunotkunar unglingspilta á heimilinu. 23.1.2007 16:32 Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður Evrópu Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á Alþingi. Garðurinn verður stærsti þjóðgarður Evrópu ef frumvarpið nær fram að ganga. 23.1.2007 16:21 Þrjátíu og níu vilja forstjórastólinn hjá Umhverfisstofnun Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar en umsóknarfresturinn rann út í gær. Davíð Egilsson er núverandi forstjóri stofnunarinnar. 23.1.2007 15:38 Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. 23.1.2007 15:36 RÚV-frumvarpið samþykkt á Alþingi Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf var samþykkt á Alþingi laust eftir klukkan þrjú með 29 atkvæðum stjórnarliða gegn 21 atkvæðum stjórnarandstöðu í kjölfar háværra umræðna um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. 23.1.2007 15:01 Miðstöð munnlegrar sögu komið á fót Miðstöð munnlegrar sögu verður opnuð við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á föstudaginn kemur. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu mun miðstöðin beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á munnlegum heimildum, það er hinu talaða máli, sem snerta sögu lands og þjóðar. 23.1.2007 14:42 Fáir ungar komust á legg Fáir ungar fuglanna á Tjörninni í Reykjavík komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu upp ungum sínum affallalítið. 23.1.2007 14:22 Rafmagn komið aftur á Snæfellsnesi Viðgerð á háspennulínu er lokið og er rafmagn komið aftur á Arnarstapa og Hellnum á Snæfellsnesi. Rafmagn fór af svæðinu snemma í morgun og hefur viðgerð staðið yfir frá því á ellefta tímanum. 23.1.2007 14:19 Tap RÚV um 420 milljónir á fyrri helmingi ársins 2006 Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. 23.1.2007 13:48 Ólafur Ragnar þiggur sæti í Þróunarráði Indlands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið sæti í Þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um hvernig Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða að gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. 23.1.2007 13:32 Hrant Dink borinn til grafar í Istanbúl Mikill viðbúnaður var í Istanbúl í dag þegar tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum úti til að berja augum kistu blaðamannsins Hrants Dink sem borinn var til grafar í dag. Dink var skotinn til bana á föstudaginn. 23.1.2007 13:23 Beita þveröfugri aðferð við Akureyringa Borgaryfirvöld í Reykjavík ætla að beita þveröfugri hagfræði við bæjaryfirvöld á Akureyri til að lokka fleiri farþega upp í strætisvagna sína. Með fjölgun farþega að markmiði hafa Akureyringar fellt fargjöldin niður en til að ná sama markmiði ætla Reykvíkingar að hækka sín fargjöld til muna. 23.1.2007 12:45 Snjóflóðahætta utan þéttbýlis Snjóflóðahætta getur verið utan þéttbýlis víða á landinu og féll eitt á Súðavíkurveg um miðnætti, skammt frá gamla þorpinu, sem eyddist í snjóflóðinu mikla fyrir rúmum áratug. 23.1.2007 12:30 Hvalkjöt í hundamat Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. 23.1.2007 12:17 Játningar kynferðisbrotamanns rannsakaðar Játning Ágústs Magnússonar í Kompási á sunnudag, þar sem hann segir fórnarlömb sín hafa verið fleiri en hann var dæmdur fyrir, verður tekin til rannsóknar að sögn lögreglu. Ritstjóri Kompáss mætir í skýrslutöku hjá lögreglu eftir hádegi vegna þáttarins. 23.1.2007 12:12 Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur Guðrún Hannesdóttir bar sigur úr bítum í hinni árlegu Ljóðasamkeppni Jóns úr Vör 2007, en úrslitin voru kunngjörð Salnum í Kópavogi í fyrradag. 23.1.2007 12:10 Fyrirtæki undir smásjá Neytendasamtakanna til 1. mars Dæmi eru um matvörur sem hafa hækkað um þrjátíu og fimm prósent í janúar samkvæmt nýrri verðlagsvakt sem Neytendasamtökin settu upp á heimasíðu sína í gær. Fyrirtæki verða undir smásjá samtakanna segir formaðurinn sem hefur fulla trú á að lækkun virðisaukaskatts fyrsta mars skili sér til fólksins í landinu. 23.1.2007 12:08 GSM-samband komið í lag á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Ekki eiga lengur að vera truflanir a GSM-símasambandi hjá Vodafone á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en enn eru truflanir á Suðurlandi. Truflananna varð vart í morgun en einnig voru truflanir á fastlínusambandi hjá nokkrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða bilunarinnar var slitinn ljósleiðari. 23.1.2007 11:32 Frakkar sagðir of sigurvissir Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 11:24 Fallið frá gæsluvarðhaldskröfu yfir manni vegna bruna Lögreglan á Selfossi féll í gær frá kröfu sinni um að þriðji maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðahald í tengslum við eldsvoða í parhúsi í Þorlákshöfn um helgina. Að sögn lögreglu þróaðist málið á þann veg í dag að ekki þurfti að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum. 22.1.2007 22:30 Fangar dvöldu í Byrginu Fangar dvöldu í Byrginu á meðan það starfaði og gátu þeir valsað þar inn og út eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Erlend Baldursson hjá Fangelsismálastofnun sem sagði að um 30 fangar hefðu fengið að afplána þar hluta dóms síns. 22.1.2007 22:13 Byssum stolið úr sumarbústað í Meðalfellslandi Lögreglan á Selfoss leitar nú þjófs eða þjófa sem brutust inn í sumarbústað í Meðalfellslandi við Þingvallavatn og höfðu á brott með sér eitthvað af þýfi, þar á meðal tvö skotvopn. 22.1.2007 21:59 Mugison semur tónlist fyrir mynd Salles Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison hefur samþykkt að gera tónlist við nýja mynd Walter Salles sem byggð er á skáldsögunni On the Road eftir bítskáldið Jack Kerouac. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. 22.1.2007 20:18 Fleiri hafernir er nokkrum sinnum fyrr í talningu Fleiri hafernir, tólf talsins, sáust en nokkru sinni áður í hinni árvissu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar sem fram fór í byrjun mánaðarins. Sáust þeir allt frá Meðallandi í austri, vestur og norður um til Vestfjarða. 22.1.2007 20:11 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisfyrirtæki gagnrýnt á Alþingi fyrir að kaupa prentsmiðju Ríkið var sakað á Alþingi í morgun um að gera strandhögg á prentmarkaði með kaupum Íslandspósts á fyrirtækinu Samskiptum. Samgönguráðherra varði kaupin en þingmaður Framsóknarflokks sem og Samfylkingarþingmenn gagnrýndu þau harðlega. 24.1.2007 12:00
Þjónustusamningur Verndar endurskoðaður Þjónustusamningur Verndar og Fangelsismálastofnunar verður endurskoðaður sérstaklega vegna barnaníðings, sem þar dvaldi og braut skilorð. 24.1.2007 11:58
Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra Ákveðið hefur verið að úthluta úr Framkvæmdasjóði aldraðra um 712 milljónum króna á þessu ári til uppbyggingar verkefna í öldrunarþjónustu. Af þessu verða 441 milljón króna veitt vegna fjölgunar hjúkrunarrýma. 24.1.2007 11:30
Valgerður í opinbera heimsókn til Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Lichtenstein á morgun og mun meðal annars eiga fundi með forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Á föstudaginn mun Valgerður síðan sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem málefni Afghanistans og Kósóvó verða meðal annars á dagskrá. 24.1.2007 11:06
Þrír fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun Þrír karlmenn voru fluttir á slysadeild í morgun eftir að eldur kviknaði í tvíbýlishúsi í Norðlingaholti. Grunur lék á að mennirnir væru með reykeitrun. 24.1.2007 11:01
Eðlilegt að Íslandspóstur hafi keypt Samskipti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra varði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þá ákvörðun Íslandspósts hf. að kaupa fyrirtækið Samskipti ehf. á síðasta ári. Sagði hann það hafa verið eðlilega ákvörðun til að styrkja fyrirtækið í vaxandi samkeppni. 24.1.2007 10:58
Eldur í húsi í Norðlingaholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú við hús í Lækjarvaði í Norðlingaholti en tilkynning barst um eld í herbergi þar. Ekki er vitað nánar um atvik að svo stöddu. 24.1.2007 10:45
Aldraðir og öryrkjar bjóða fram til Alþingiskosninga Hópur aldraðra og öryrkja hefur ákveðið að stofna til framboðs fyrir komandi Alþingiskosningar. Aðalmarkmið hópsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja. Lögð hafa verið drög að helstu áhersluatriðum framboðsins og verða þau fullmótuð á næstu dögum. 23.1.2007 21:18
Stjórn Verndar vonar að viðmót nágranna dofni ekki Fangahjálpin Vernd vonar að vinsamlegt viðmót nágranna áfangaheimilisins dofni ekki þrátt fyrir þann skugga sem umræða síðustu daga hefur varpað á heimilið. Stjórn Fangahjálparinnar Verndar kom til fundar í kvöld til að ræða málefni áfangaheimilisins. 23.1.2007 20:51
Margir vilja nýta mannvirki á Keflavíkurflugvelli Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur fengið sendar yfir eitthundrað hugmyndir um nýtingu mannvirkja og húsakosts á vellinum. Félagið hefur opnað heimasíðu og kappkostar að koma lífi í Keflavíkurflugvöll á nýjan leik sem allra fyrst. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar bíður mikið verk að koma öllu í gang. 23.1.2007 20:15
Skemma eyðilagðist í veðurofsa Skemma við bæinn Fell í Kollafirði eyðilagðist í veðurofsa í dag. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út á fjórða tímanum þar sem þakplöturnar voru byrjaðar að losna. 23.1.2007 19:41
Hvalkjöt í hundana Birgðir af hvalkjöti hrannast upp í Japan og er svo komið að farið er að nota það í hundamat. Þetta fullyrða Greenpeace-samtökin og segja þar með sannað að enginn grundvöllur sé fyrir hvalveiðum Íslendinga. 23.1.2007 19:17
Börn í Byrginu Unglingsstúlkur hafa verið í vistun í Byrginu þrátt fyrir að meðferðarheimilið hafi ekki haft heimild til að vista börn. Byrgið leitaði eftir heimild til barnavistunar hjá Barnaverndarstofu fyrir þremur árum en var hafnað eftir skoðun. 23.1.2007 19:11
Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn. 23.1.2007 18:45
Margrét og Magnús Þór í slag Margrét Sverrisdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins á komandi flokksþingi. LUM Þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildum innan Frjálslynda flokksins 23.1.2007 18:36
Taprekstur eykst ár frá ári Ríkisútvarpið eyddi tæpum hálfum milljarði umfram heimildir á hálfs árs tímabili í fyrra. Taprekstur stofnunarinnar hefur margfaldast á tveimur árum. Þingmenn spurðu í dag hvað hefði verið að gerast í útvarpinu. Menntamálaráðherra var gagnrýndur fyrir að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar í dag. 23.1.2007 18:31
Telur þörf á lagabreytingum vegna barnaníðinga Forstjóri Barnaverndarstofu telur þörf á að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast betur með barnaníðingum sem líklegir eru til að brjóta af sér á ný. Lögreglan rannsakar játningar Ágústs Magnússonar í Kompás þar sem hann sagðist hafa framið fleiri brot en hann hefur verið dæmdur fyrir. 23.1.2007 18:30
Lýst eftir karlmanni á fimmtugsaldri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Hólm Sigurðssyni. Sigurður er 43 ára, grannvaxinn og stuttklipptur. Hann er 184 cm á hæð. 23.1.2007 17:59
Norðurskautsverkefni styrkt Samstarfsnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur samþykkt að styrkja 22 Norðurskautsverkefni. Í fréttum Norrænu ráðherranefndarinnar segir að styrkirnir nemi liðlega 80 milljónum íslenskra króna. 23.1.2007 17:48
Þjófar mikið á ferðinni Nokkuð hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í dag og í nótt. Brotist var inn í hús í Mosfellsbæ og þaðan stolið tölvum, tölvuskjáum, fartölvu og myndavél. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri þjófar hafi þar verið á ferð en talið er að þeir hafi farið inn um glugga. 23.1.2007 17:36
Haraldur Johannessen þarf að víkja sæti Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, skuli víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum Baugsmanna. 23.1.2007 16:46
Í hár saman út af tölvuleikjum Óhófleg tölvunotkun hefur valdið vandræðum á heimilum í höfuðborginni. Á vef lögreglunnar er sagt frá heimsókn lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu að ónefndu húsi í gær þar sem fjölskyldan var komin í hár saman vegna tölvunotkunar unglingspilta á heimilinu. 23.1.2007 16:32
Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður Evrópu Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á Alþingi. Garðurinn verður stærsti þjóðgarður Evrópu ef frumvarpið nær fram að ganga. 23.1.2007 16:21
Þrjátíu og níu vilja forstjórastólinn hjá Umhverfisstofnun Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar en umsóknarfresturinn rann út í gær. Davíð Egilsson er núverandi forstjóri stofnunarinnar. 23.1.2007 15:38
Samstaða um að bregðast við ólöglegum netfjárhættuspilum Samstaða var um það á Alþingi í dag að bregðast þyrfti við auglýsingum um fjárhættuspil sem birst hefðu í fjölmiðlum á undanförnum vikum og fjárhættuspilum á Netinu en jafnframt að málið væri snúið og því ekki auðvelt að koma böndum á slíka starfsemi. 23.1.2007 15:36
RÚV-frumvarpið samþykkt á Alþingi Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf var samþykkt á Alþingi laust eftir klukkan þrjú með 29 atkvæðum stjórnarliða gegn 21 atkvæðum stjórnarandstöðu í kjölfar háværra umræðna um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. 23.1.2007 15:01
Miðstöð munnlegrar sögu komið á fót Miðstöð munnlegrar sögu verður opnuð við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni á föstudaginn kemur. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu mun miðstöðin beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á munnlegum heimildum, það er hinu talaða máli, sem snerta sögu lands og þjóðar. 23.1.2007 14:42
Fáir ungar komust á legg Fáir ungar fuglanna á Tjörninni í Reykjavík komust á legg á síðasta ári. Aðeins grágæsir komu upp ungum sínum affallalítið. 23.1.2007 14:22
Rafmagn komið aftur á Snæfellsnesi Viðgerð á háspennulínu er lokið og er rafmagn komið aftur á Arnarstapa og Hellnum á Snæfellsnesi. Rafmagn fór af svæðinu snemma í morgun og hefur viðgerð staðið yfir frá því á ellefta tímanum. 23.1.2007 14:19
Tap RÚV um 420 milljónir á fyrri helmingi ársins 2006 Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar fyrir að svara því fyrst í dag hver fjárhagsstaða Ríkisútvarpssins væri og var bent á að skuldir RÚV frá 1. janúar til 30. júní í fyrra hefðu nemið 420 milljónum króna og að uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar væru 5,2 milljarðar króna. 23.1.2007 13:48
Ólafur Ragnar þiggur sæti í Þróunarráði Indlands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið sæti í Þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um hvernig Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða að gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. 23.1.2007 13:32
Hrant Dink borinn til grafar í Istanbúl Mikill viðbúnaður var í Istanbúl í dag þegar tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum úti til að berja augum kistu blaðamannsins Hrants Dink sem borinn var til grafar í dag. Dink var skotinn til bana á föstudaginn. 23.1.2007 13:23
Beita þveröfugri aðferð við Akureyringa Borgaryfirvöld í Reykjavík ætla að beita þveröfugri hagfræði við bæjaryfirvöld á Akureyri til að lokka fleiri farþega upp í strætisvagna sína. Með fjölgun farþega að markmiði hafa Akureyringar fellt fargjöldin niður en til að ná sama markmiði ætla Reykvíkingar að hækka sín fargjöld til muna. 23.1.2007 12:45
Snjóflóðahætta utan þéttbýlis Snjóflóðahætta getur verið utan þéttbýlis víða á landinu og féll eitt á Súðavíkurveg um miðnætti, skammt frá gamla þorpinu, sem eyddist í snjóflóðinu mikla fyrir rúmum áratug. 23.1.2007 12:30
Hvalkjöt í hundamat Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat. 23.1.2007 12:17
Játningar kynferðisbrotamanns rannsakaðar Játning Ágústs Magnússonar í Kompási á sunnudag, þar sem hann segir fórnarlömb sín hafa verið fleiri en hann var dæmdur fyrir, verður tekin til rannsóknar að sögn lögreglu. Ritstjóri Kompáss mætir í skýrslutöku hjá lögreglu eftir hádegi vegna þáttarins. 23.1.2007 12:12
Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur Guðrún Hannesdóttir bar sigur úr bítum í hinni árlegu Ljóðasamkeppni Jóns úr Vör 2007, en úrslitin voru kunngjörð Salnum í Kópavogi í fyrradag. 23.1.2007 12:10
Fyrirtæki undir smásjá Neytendasamtakanna til 1. mars Dæmi eru um matvörur sem hafa hækkað um þrjátíu og fimm prósent í janúar samkvæmt nýrri verðlagsvakt sem Neytendasamtökin settu upp á heimasíðu sína í gær. Fyrirtæki verða undir smásjá samtakanna segir formaðurinn sem hefur fulla trú á að lækkun virðisaukaskatts fyrsta mars skili sér til fólksins í landinu. 23.1.2007 12:08
GSM-samband komið í lag á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Ekki eiga lengur að vera truflanir a GSM-símasambandi hjá Vodafone á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en enn eru truflanir á Suðurlandi. Truflananna varð vart í morgun en einnig voru truflanir á fastlínusambandi hjá nokkrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða bilunarinnar var slitinn ljósleiðari. 23.1.2007 11:32
Frakkar sagðir of sigurvissir Franskir miðlar fara hörðum orðum um frammistöðu Frakka í landsleiknum gegn Íslendingum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær. Þar segir að fall Evrópumeistaranna hafi verið hátt enda tapaði liðið með átta mörkum fyrir Íslandi. Frakkarnir hafi einfaldlega verið of sigurvissir eftir stórsigra á Áströlum og Úkraínumönnum. 23.1.2007 11:24
Fallið frá gæsluvarðhaldskröfu yfir manni vegna bruna Lögreglan á Selfossi féll í gær frá kröfu sinni um að þriðji maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðahald í tengslum við eldsvoða í parhúsi í Þorlákshöfn um helgina. Að sögn lögreglu þróaðist málið á þann veg í dag að ekki þurfti að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum. 22.1.2007 22:30
Fangar dvöldu í Byrginu Fangar dvöldu í Byrginu á meðan það starfaði og gátu þeir valsað þar inn og út eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var rætt við Erlend Baldursson hjá Fangelsismálastofnun sem sagði að um 30 fangar hefðu fengið að afplána þar hluta dóms síns. 22.1.2007 22:13
Byssum stolið úr sumarbústað í Meðalfellslandi Lögreglan á Selfoss leitar nú þjófs eða þjófa sem brutust inn í sumarbústað í Meðalfellslandi við Þingvallavatn og höfðu á brott með sér eitthvað af þýfi, þar á meðal tvö skotvopn. 22.1.2007 21:59
Mugison semur tónlist fyrir mynd Salles Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison hefur samþykkt að gera tónlist við nýja mynd Walter Salles sem byggð er á skáldsögunni On the Road eftir bítskáldið Jack Kerouac. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. 22.1.2007 20:18
Fleiri hafernir er nokkrum sinnum fyrr í talningu Fleiri hafernir, tólf talsins, sáust en nokkru sinni áður í hinni árvissu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar sem fram fór í byrjun mánaðarins. Sáust þeir allt frá Meðallandi í austri, vestur og norður um til Vestfjarða. 22.1.2007 20:11